Miðvikudagur 23.11.2011 - 13:27 - Lokað fyrir ummæli

Sjálfstæðismenn stíga í kristsvænginn!

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins tekur ákveðna afstöðu með þjóðkirkjunni og hinum kristnu gildum eins og það er orðað.  Á sama tíma eru settar stífar reglur í boði Samfylkingar og Besta flokksins um aðgengi  trúfélaga item þjóðkirkju að skólum Reykjavíkurborgar. Svo langt er gengið að banna dreifingu á höfuðriti Vestrænnar menningar Nýja Testamentinu í skólum borgarinnar.  Á landsfundi Vinstri Grænna  komu fram tilögur sem ekki voru beinlínis hliðhollar kirkju og prestum.  Þetta er óheillaþróun.  Við erum að fá hér upp kristið hægri og trúlaust vinstri. Vinstri mönnum skal bent á þeir sem fjalla um mismunun hjá Evrópuráðinu hafa ekki séð ástæðu til að amast við þjóðkirkjufyrirkomulaginu á Norðurlöndunum, telja þetta menningarlegt og félagslegt fyrirkomulag sem eigi sér djúpar rætur í samfélögunum og hafi gefist vel en þurfi að sjálfsögðu að aðlaga sig kröfum nútímans um jafnræði og hlutleysi.  það ættum við að geta gert í sameiningu án allra öfga.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (18)

  • Hafþór Örn

    Það verður algengara að skipta fólki upp í trú og vantrú eftir því hvar það stendur í pólitík. Undarlegt. Ég hef alltaf verið trúlaus, en ég hef verið bæði hægri og vinstri í pólitík. Varðandi skóla og trúboð þá hef ég þetta að segja; Ekki boða trú í mínum skóla, þá skal ég lofa að hugsa ekki í þinni kirkju.

  • Baldur Kistjánsson

    Bjarni: Danir eru eiginlega þeir einu sem eru með almennilega ríkiskirkju. Þó að sænska kirkjan sé sjálfstæð þá er systemið ekkert ósvipað og á hinum Norðurlöndunum. Gott að heyra þetta frá Andrési – með Nýja Testamentið.
    Annars vil ég skoð’a þetta betur hvort að þjóðkirkja og trúfrelsi geti ekki farið saman.
    Ástæðan fyrir því að ég nefni Evrópuráðið er bara sú að ég vinn þar við að greina misrétti og af skýrslum verður ekki annað séð en að menn telji að ,,þjóðkirkja“ og trúfrelsi geti farið saman. Menn eiga hins vegar eftir að kafa betur oní það á næstu árum. Ég viðurkenni að í því felst viss þversögn og að við myndum sennilega ekki hafa þetta kerfi ef við værum að stofna þjóðfélag núna. En við lifum líka í sögunni, sagan er hluti af núinu. Þakka umræður.

Höfundur