Miðvikudagur 23.11.2011 - 13:27 - Lokað fyrir ummæli

Sjálfstæðismenn stíga í kristsvænginn!

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins tekur ákveðna afstöðu með þjóðkirkjunni og hinum kristnu gildum eins og það er orðað.  Á sama tíma eru settar stífar reglur í boði Samfylkingar og Besta flokksins um aðgengi  trúfélaga item þjóðkirkju að skólum Reykjavíkurborgar. Svo langt er gengið að banna dreifingu á höfuðriti Vestrænnar menningar Nýja Testamentinu í skólum borgarinnar.  Á landsfundi Vinstri Grænna  komu fram tilögur sem ekki voru beinlínis hliðhollar kirkju og prestum.  Þetta er óheillaþróun.  Við erum að fá hér upp kristið hægri og trúlaust vinstri. Vinstri mönnum skal bent á þeir sem fjalla um mismunun hjá Evrópuráðinu hafa ekki séð ástæðu til að amast við þjóðkirkjufyrirkomulaginu á Norðurlöndunum, telja þetta menningarlegt og félagslegt fyrirkomulag sem eigi sér djúpar rætur í samfélögunum og hafi gefist vel en þurfi að sjálfsögðu að aðlaga sig kröfum nútímans um jafnræði og hlutleysi.  það ættum við að geta gert í sameiningu án allra öfga.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (18)

  • Valur Bjarnason

    Vantar ekki mikið upp á jafnræðið þegar einn trúarhópur er umvafin fé frá sameiginlegum sjóðum en aðrir trúarhópar ekki? Þetta er kannski „kristið jafnræði?“ sem þú ert að tala um?

  • Valur Bjarnason

    Ég las athugasemdina frá Dofra hér að ofan og verð að bæta við, sonur minn sem ekki vildi láta ferma sig þurfti að mæta í skólann á sama tíma og bekkjarfélagar hans fóru í skólaferðalag, allur árgangurinn nema trúlausu krakkarnir. Þau voru fimm. Þetta er hið svo kallaða „kristilega réttlæti“

  • Ingimar S. Friðríks

    Það er innrætt í alla vinstrimenn og er reyndar ættað frá kommúnistum, að trú, og þá sérstaklega kristin trú, sé „ópíum fólksins“ og því sé hún óæskileg í hinum „fullkomna heimi“ sósíalisma og „jöfnuðar“ (sic!).

    Vinstrimenn eins og Dofri hafa fengið þessa lexíu með móðurmjólkinni og því eru þær trúir andúð vinstrimanna á kristni í hræsni sinni, en styðja öll trúarbrögð sem eru andsnúin kristni, sérstaklega Íslam og láta óátalið allar þær miðaldakreddur sem þar eru að finna í nafni svokallaðra mannréttinda og umburðarlyndis.

    Þetta miskylda umburðarlyndi vinstrimanna gagnvart t.d. múslímum í Evrópu, er rótin að kynþáttahatri þar sem veldur því að vinstrimenn eru allstaðar að missa flugið í Evrópu.

    Fólk í Evrópu er einfaldlega orðið þreytt á trúar-hræsninni í vinstrimönnum og þess vegna eru hægri-öfgaflokkar í svona miklum uppgangi þar.

    Þessi þróun er byrjuð hér þannig að eftir 10 ár munu vinstrimenn lenda í miklum mótvindi hér á landi og almennt eiga erfitt um vik. Verða hreinlega kveðnir í kútinn í allri umræðu.

  • Ingimar, ertu að grínast eða?

    Trúleysi er ákveðin afstaða, sem er til staðar óháð hvar maður er á vinstri-hægri skalanum. (ég er t.d. trúlaus og svona frekar hægra megin við miðju, þekki marga trúleysingja á báðum vængjunum)

    Afstaðan til trúfrelsis er svo annað. Ég virði rétt annarra til að trúa því sem þeir vilja, svo lengi sem þeir virða almennt lög og reglur í landinu sem þeir búa í. (ég sé ekkert að því að múslimar fái að iðka sína trú, en ég unni þeim ekkert frekar að fremja ærumorð en einhverjum öðrum)

    Ég vil hins vegar ekki að hinu opinbera, sem er sameiginleg stofnun okkar allra, sé beitt til að dreifa einum tilteknum trúarbrögðum. Foreldrum og kirkjum er frjálst að boða sína trú, en þau eiga ekki að fá að nota til þess almenningsstofnanir, svo sem skóla og leikskóla.

Höfundur