Þriðjudagur 20.12.2011 - 22:03 - Lokað fyrir ummæli

Össur hæfasti stjórnmálamaðurinn!

Frá því Össur Skarphêðinsson kom fram á sjónarsviðið hafa andstæðingar hans í stjórnmálum reynt að tala hann niður og skollaleikurinn með forræði yfir Icsave dómsmálinu er leikinn í því samhengi.
Ástæðan fyrir því að menn láta svona er sú að Össur er stjórnmálamanna hæfastur.  Hæfari en þeir flestir og þeirra best menntaður.  Senilega er hann  hæfasti utanríkiráðherrann sem við höfum átt síðan Jón Baldvin skipaði það embætti og þóttu þó bæði Ingibjörg Sólrún og Halldór Ásgrímsson verðugir fulltrúar þjóðar sinnar í því embætti.
Það er skömm að því að stjórnarþingmaður taki þátt í þeim skollaleik sem er leikinn til þess að grafa undan trausti á ríkisstjórn og utanríkisráðherra.
Auk þess að vera hæfastur er Össur lang skemmtilegastur þingmanna og dyggði honum brot af kímnigáfu sinni til þess.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (14)

  • Svo er Össur líka spengilegur og fríður; tignarlegur í fasi og í hreyfingum öllum sem spennt stálfjöður; hógvær og lítillátur, réttlátur og ráðagóður; nægjusamur reglumaður sem er vænn við menn og málleysingja. Aldrei hefur Össur aðhafst nokkuð það sem tvímælis mætti orka, leynt þjóðina upplýsingum, sagt þinginu ósatt né skarað eld að eigin köku. Hvarvetna sem hann fer á erlendri grund er hann geislandi og glæsilegur fulltrúi íslenskrar þjóðar í öllu æði sínu og athæfi.

    Ég treysti Össuri betur en sjálfum mér til að vita hvað er mér fyrir bestu og geri fastlega ráð fyrir að hann sé vakinn og sofinn að vinna að hagsmunamálum íslenskrar alþýðu. Ég fer hinsvegar rólegur að sofa á kvöldin og vakna á morgnana sæll í þeirri vitneskju að Össur gætir mín og mun – þegar tími er til kominn – láta mig vita hvort og þá hvað mér sé fyrir bestu að kjósa.

  • Svona ofhól er ekki Össuri neinn greiði. Annars finnst mér þetta allt bera þess merki að fólk haldi að ráðherra hafi einhvert afgerandi hlutverk í vörnum fyrir EFTA dómstóli. Mikið ætla ég að vona að svo sé ekki.

Höfundur