Miðvikudagur 21.12.2011 - 11:49 - Lokað fyrir ummæli

Hart tekið á kynþáttaníði!

Í enska knattspyrnusambandinu eru menn sem berjast af fullri alvöru gegn kynþáttaníði.  Í þeirra bókum líðst það ekki í siðaðra manna samfélagi að hrakyrða menn vegna litarháttar. Luis Zuaris skapofsi sem spilar fótbolta með Liverpool hefur orðið uppvís að slíku og fær átta leikja bann fyrir vikið.  Með því eru send út sterk skilaboð til allra sem tengjast knattspyrnu að níð á borð við þetta líðst ekki og á sambandið lof skilið.
Allar kenningar um menningarmismun og/eða ótrúverðugleika þess sem kærði detta dauðar. Í þessum dómstól eru menn sem vita alveg hvað þeir eru að gera.
þar er ekkert íslenskt fúsk á ferð en KSÍ hefur tekið á svona màlum af linku hingað til.
(undirritaður hefur í gegn um starf sitt í ECRI komið að reglu og markmiðssetningu sem knattsyrnusambönd fara eftir í þessum efnum)

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (20)

  • Matti, Gott og vel.

    Hvar hefur það komið fram að Evra byrjaði á því að „níðast“ á Suarez?
    Hvaða heimildir hefur þú fyrir því?

    Þar fyrir utan er ekki það sama að kalla einvern
    „son of a bitch“ á spænsku og að vera með kynþáttamismunun.

    En þetta eru allt aukaatriði.

    Málið snýst um að þetta voru komment gerð um litarhátt annars manns. Það er ekki leyfilegt. Það er ekki hægt að breyta reglunum og gera undantekningu bara af því að Suarez segist hafa meint „Negro“ á vinalegan hátt.

    Spænskir áhorfendur sem eru með apa hljóð á leikjum á Spáni eru örugglega líka að meina þetta vinalega og bara í djóki.

    Myndi Kenny Daglish sjálfur kalla einhvern á Englandi Negro eða Negrito?
    Hvað heldur þú að svarið sé? Ég held að svarið sé ekki sjéns. Ef þetta er svona vinalegt, af hverju tekur hann ekki af skarið og byrjar að kalla öllum þessum nöfnum?

    Framganga Liverpool og aðdáenda er til háborinnar skammar í þessu máli.

  • Eyjólfur

    Gott að Björn vilji a.m.k. tvískinning og relativisma út úr þessu. Fer vonandi að leggja í herferð gegn rapptónlist.

  • Mæli með lýsingu Einars Arnar í þessum pistli á Liverpool blogginu.

    http://www.kop.is/2011/12/22/14.17.08/

    Í þessari ágætu frétt á MBL er bent á hversu fáránlegt það er að í þessu samtali á milli Evra og Suarez (sem fór fram á spænsku) þá kallar Evra Suarez “Sudaca” sem er mjög niðrandi orð fyrir Suður-Ameríkumann – en fyrir það fær hann engar skammir (og hvað þá 8 leikja bann). Sudaca er aðallega notað af Spánverjum til að tala niðrandi um Suður-Ameríkubúa, sem eru ekki af spænskum ættum (oft um þá sem eru líkari innfæddum í Perú og Bólivíu en þeim hvítu í Argentínu) og sem tala spænsku með öðrum hreim en er talaður á Spáni. Negrito er orð sem er notað í daglegu samtali í Suður-Ameríku og þú getur notað óhræddur. Þú segir hins vegar aldrei Sudaca við Suður-Ameríkumann án þess að eiga von á illu.

  • Skúli Sig.

    Björn – það sem ég er einfaldlega að segja…..er að ég vil að rökstuðningurinn eða forsendur dómsins verði birtar!

    Hvaða pukur er þetta.

    Og þó svo að ég gæti trúað einhverju upp á Suarez þá vil ég bara að hann sé dæmdur eftir sönnunum eins og aðrir og forsendur dómsins birtar.

    Ef allt væri slétt og fellt í þessu máli væri forsendurnar að sjálfsögðu birtar um leið og dómurinn en ekki mörgum vikum seinna…..kannski!

Höfundur