Miðvikudagur 21.12.2011 - 11:49 - Lokað fyrir ummæli

Hart tekið á kynþáttaníði!

Í enska knattspyrnusambandinu eru menn sem berjast af fullri alvöru gegn kynþáttaníði.  Í þeirra bókum líðst það ekki í siðaðra manna samfélagi að hrakyrða menn vegna litarháttar. Luis Zuaris skapofsi sem spilar fótbolta með Liverpool hefur orðið uppvís að slíku og fær átta leikja bann fyrir vikið.  Með því eru send út sterk skilaboð til allra sem tengjast knattspyrnu að níð á borð við þetta líðst ekki og á sambandið lof skilið.
Allar kenningar um menningarmismun og/eða ótrúverðugleika þess sem kærði detta dauðar. Í þessum dómstól eru menn sem vita alveg hvað þeir eru að gera.
þar er ekkert íslenskt fúsk á ferð en KSÍ hefur tekið á svona màlum af linku hingað til.
(undirritaður hefur í gegn um starf sitt í ECRI komið að reglu og markmiðssetningu sem knattsyrnusambönd fara eftir í þessum efnum)

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (20)

  • Björn , „negro“ er ekki níðyrði á spænsku frekar en „svartur“ er níðyrði á íslensku. Það er hins vegar orðið það í enskumælandi löndum en var það ekki áður , reyndar notar hagstofa USA orðið enn sem möguleika fyrir fólk til að skilgreina sig því elstu svertingjarnir samsama sig enn mest við skilgreininguna negro, þess má til gamans get að það eru enn til fyrirbæri eins og t.d. United Negro College Fund og Journal of Negro Education.(er þetta fólk að níðast á sjálfu sér?)
    ætli orðið svertingi sé ekki kannski orðið niðrandi orð hjá sumum annars líka? Skyldi blökkumaður verða það fljótlega? Hvaða orð eigum við að nota í framtíðinni, eigum við bara að skipta á orðum á ca. 40 ára fresti, rótera þeim eða finna upp ný? Hitt er svo annað mál að það er alger óþarfi að nefna eitthvað um kynþátt þegar þess þarf ekki og suares hefði mátt sleppa þessu og ekki eiga á hættu að misskiljast eða vera gert upp skoðanir. Svo er enn annað mál að skilgreiningar á kynþáttum eru ófullkomnar og skarast oft en ekki nenni ég að fara út í það.

  • Skúli, þú trúir því sem sagt ekki upp á mann sem hefur bitið mótherja ekki alls fyrir löngu, að hann skuli hafa notað orð á niðrandi hátt um kynþátt mótherja? Sami maðurinn og er nú kærður fyrir dónalegt atbragð gagnvart áhorfendum í hita leiksins?

    Trúir þú því virkilega að þetta snúist um Liverpool og Suarez, en ekki baráttu gegn kynþáttahatri? Myndir þú yfirhöfuð velta þessu fyrir þér ef þetta væri ekki leikmaður Liverpool?

    Trúir þú því að FA hafi komist að þessari niðurstöðu án teljandi sannanna?

  • Ari, þú hittir naglann á höfuðið að það var óþarfi að nefna kynþátt eða húðlit Evra.

    Um það snýst nefnilega málið. Það er ekki leyfilegt í fótbolta, né flestum öðrum íþróttum eða víða annarsstaðar í þjóðfélaginu, að mismuna öðrum á grundvelli kynþáttar eða húðlitar.

    Um þetta verður ekki deilt. Alveg sama hvað Kenny Daglish segir. Alveg sama hvað Liverpool aðdáendur segja.

    Og þetta er nákvæmlega það sem Suarez gerði.

    Varðandi orðið Negro, þá veistu vel að barátta gegn kynþáttafordómum er ekki á sama levelli í suðurameríku eða sumur spænskumælandi löndum. Sem dæmi þá er gríðarlegt vandamál á Spáni varðandi kynþáttahatur og fótboltamenn þar kallaðir m.a. apar af áhorfendum etc.

    Ef þetta er svona lítið mál að kalla fólk Negro, Negrito eða jafnvel Nigger, þá legg ég til að Kenny Daglish sýni fordæmi og byrji að kalla alla þessum nöfnum. Hann getur byrjað á því að kalla dökka sjónvarpsþuli það, eða suma af hans eigin leikmönnum.

    Þú getur einnig prufað þetta sjálfur fyrst þú ert í vafa. Kallaðu alla asíubúa sem þú þekkir gula, og kallaðu alla dökka menn Negro. Láttu svo vita hversu marga vini þú eignast út frá þessum vinahótum.

  • Björn, fram hefur komið að Evra byrjaði á því að „níðast“ á Suarez í þessum leik – á spænsku. Játaði hjá FA að hafa kallað hann orði sem þykir niðurlægjandi fyrir suður-ameríkubúa í Evrópu.

    Það er einnig ljóst að svar Suarez þykir alls ekki niðurlægjandi í Suður-Ameríku, það þykir þvert á móti vinalegt.

    Ef Suarez væri íslendingur hefði mátt túlka svar hans sem „vinur“.

    Þetta liggur fyrir.

Höfundur