Þriðjudagur 20.12.2011 - 22:03 - Lokað fyrir ummæli

Össur hæfasti stjórnmálamaðurinn!

Frá því Össur Skarphêðinsson kom fram á sjónarsviðið hafa andstæðingar hans í stjórnmálum reynt að tala hann niður og skollaleikurinn með forræði yfir Icsave dómsmálinu er leikinn í því samhengi.
Ástæðan fyrir því að menn láta svona er sú að Össur er stjórnmálamanna hæfastur.  Hæfari en þeir flestir og þeirra best menntaður.  Senilega er hann  hæfasti utanríkiráðherrann sem við höfum átt síðan Jón Baldvin skipaði það embætti og þóttu þó bæði Ingibjörg Sólrún og Halldór Ásgrímsson verðugir fulltrúar þjóðar sinnar í því embætti.
Það er skömm að því að stjórnarþingmaður taki þátt í þeim skollaleik sem er leikinn til þess að grafa undan trausti á ríkisstjórn og utanríkisráðherra.
Auk þess að vera hæfastur er Össur lang skemmtilegastur þingmanna og dyggði honum brot af kímnigáfu sinni til þess.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (14)

  • Össur barðist af krafti fyrir viðurkenningu Íslands á palestínuríki. Hann hafði það í gegn að sauðfénaðurinn á Alþingi samþykkti hann mótatkvæðalaust. Það þarf einhverja hæfni til að fá þingmenn til að valda stríði í fjarlægum löndum með samþykkt sinni. Og þó. Hjörðin jarmar bara og fróar yfirburðakennd sinni.

    Kallinn hefur eitthvað lítið tjáð sig um morð öryggisveita arabíska vorsins í Egyptalandi.

    Hann væri búinn að skíta lifrinni ef eitthvað brot af því sem nýlega sást þaðan hefði gerst í Ísrael. Nema þá ef að íslamistarnir í Hamas væru sekir um ódæðin. Þá teldi hann sjálfsagt reiði þeirra réttláta.

  • Halldór Halldórsson

    Össur Skarphéðinsson segist ekki hafa hundsvit á bissniss, en hafði þó vit á að selja brefin sem hann „fékk gefins“ í SPRON á „réttum tíma“ fyrir nokkra tugi milljóna!

  • Alltaf ertu skemmtilegur, ágæti Baldur.

    Hláturgusa er uppörvandi leið til að byrja daginn.

    Bestu þakkir.

  • Sævar Helgason

    Össur Skarphéðinsson er stjórnmála leiðtogi-sennilega sá hæfasti sem við eigum í dag. Hann hefur til að bera ,auk mikillar menntunnar ,mikla þekkingu og reynslu á stjórnmálasviðinu.

    Og nú er hann í þeirri löggiltu stöðu að vera utanríkisráðherra. Samkvæmt Vínarsáttmálanum er kveðið á um að aðeins utanríkisráðuneytið hafi vald til að koma fram gagnvart EFTA dómstólnum.
    Málið er því lagalega á forræði utanríkisráðherra.

    Utanríkisráðherra hefur þegar upplýst að erlent lögmannafyrirtæki með mikla þekkingu og reynslu á sviði EFTA dómsmála verði ráðið til verks ásamt breiðum þekkingarhóp frá Íslandi til að annast mál Íslendinga fyrir EFTA dómstólnum.

    Össur Skarphéðinsson , utanríkisráðherra er sannalega trausts verður. Stöndum þétt að baki honum.

Höfundur