Miðvikudagur 21.12.2011 - 11:49 - Lokað fyrir ummæli

Hart tekið á kynþáttaníði!

Í enska knattspyrnusambandinu eru menn sem berjast af fullri alvöru gegn kynþáttaníði.  Í þeirra bókum líðst það ekki í siðaðra manna samfélagi að hrakyrða menn vegna litarháttar. Luis Zuaris skapofsi sem spilar fótbolta með Liverpool hefur orðið uppvís að slíku og fær átta leikja bann fyrir vikið.  Með því eru send út sterk skilaboð til allra sem tengjast knattspyrnu að níð á borð við þetta líðst ekki og á sambandið lof skilið.
Allar kenningar um menningarmismun og/eða ótrúverðugleika þess sem kærði detta dauðar. Í þessum dómstól eru menn sem vita alveg hvað þeir eru að gera.
þar er ekkert íslenskt fúsk á ferð en KSÍ hefur tekið á svona màlum af linku hingað til.
(undirritaður hefur í gegn um starf sitt í ECRI komið að reglu og markmiðssetningu sem knattsyrnusambönd fara eftir í þessum efnum)

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (20)

  • Eru þetta ekki stórir strákar? Mikill ofboðslegur vælukjói er þessi Evra.

    Og alltaf tekur þú Baldur undir PC-mennskuna í hvaða formi sem hún birtist.

    Ég held þú mættir að ósekju kynna þér youtube-færslur manns að nafni Pat Condell.

    Í einni þeirra lýsir hann því hvernig menn eins og þú fæla hugsandi fólk frá jafnaðarmannaflokkum í stórum stíl með ótrúlegri friðkaupastefnu, undirgefni og hundsflaðri. Þá sérstaklega gagnvart ágangi múslima.

  • Eyjólfur

    Ég er vel að mér í suður amerískri spænsku. Hafi umrætt orð verið „negrito“ er -ito smækkunarending sem er mikið notuð í suður amerískri spænsku í svona barna/dúllulegum tilgangi, ekki alls ósvipað og -chan í Japan.

    Til dæmis er gordo bara feitur, orð sem enginn myndi nota nema í níð eða baktal, en gordito er meira eins og „bolla“. Orð sem maður myndi nota þegar maður knúsar pattaralegt ungbarn eða sem ástúðlegt gælunafn fyrir viðkomandi. Munurinn á þessu tvennu er mjög mikill, langt um meiri en bara blæbrigðamunur. Annað er meiðandi, hitt beinlínis notað af væntumþykju eða til að vera vísvitandi væminn eða dúllulegur.

  • ….geri ráð fyrir að Illugi sé Púllari

  • Illugi Jökulsson

    Já, Eyjólfur, orðið var vitaskuld „negrito“ en ekki „negrido“. Og jú, Halldór, vissulega hefur það komið fyrir að ég ætlist til þess af fótboltaliðinu Liverpool að það sigri oftar en ekki, en ég held þó að ég geti fullyrt að það er mér ekki efst í huga. Mér blöskrar bara þetta mál – ef það er þannig vaxið, eins og Suarez og Liverpool halda fram, þá er verið að misnota baráttuna gegn raunverulegu „kynþátta“-níði.

Höfundur