Fimmtudagur 22.12.2011 - 10:25 - Lokað fyrir ummæli

Maó formaður mættur?

Ég sá einhvers staðar(Ömmi, Styrmir, Bjarni Harðar, Davíð líklegir) að sóun eða fíflska það væri að tugir ef ekki hundruðir Islendinga færu í það að stafla skjölum í Brüssel gengjum við í Evrópusambandið.
Rétt er að margir Islendingar fengju vinnu. Við þyrftum að manna tugi nefnda í öllum greinum – frá mannréttindum til fiskveiða.  Hópur sérfræðinga færi til starfa við framkvæmdastjórnina, nefndir og þingið.  Vinur minn, þingmaður í Eistlandi telur að um 200 samlandar hans hafi þannig farið til starfa í ESB tengdum verkefnum og gæti ég trúað að hinir útrásargjörnu Islendingar myndu  slaga uppí þá tölu eftir inngöngu.

I tilvitnuðum málflutningi er að mínum dómi undirliggjandi að Islandi veiti ekki af vinnufúsum höndum til framleiðslustarfa (minnir á málflutning Maòs formanns).  Allt sem ekki tengist fiskveiðum, landbúnaði eða stóriðju er talað niður. Hnýtt er í allt sem gerist með útlenskum.  Skipulögð og vel rekin ríki og alþjóðavæðing er hædd – alið er á óttatilfinningu.  Allt er gert til þess að koma í veg fyrir það að íslendingar haldi áfram ferð sinni úr torfkofum aldanna yfir í hikstalaust samstarf og samvinnu við aðrar þjóðir.

Einhver mesti ávinningur af samstarfi innan ESB er að hundruðir Islendinga fengju að takast á við verðug verkefni á alþjóðavísu og veittu þar með nýrri þekkingu og nýrri hæfni og nýjum tengingum inn í íslenskt samfélag.

Afi minn, bóndinn, hefði kannski orðið skjalavörður eða kennari ef hann hefði fæðst fimmtíu árum síðar. Bóndinn var þvingað val. Á hverri tíð erum við að móta þá valkosti sem börn okkar og barnabörn munu standa frammi fyrir.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (7)

  • Ég er algerleg sammála þessu hjá þér Baldur.

    Þetta fólk sem fengi vinnu væri ekki að vinna við skjölastöflun, það væri einkum að vinna við betri stjórnsýslu fyrir Ísland og aukna þátttöku Íslands á alþjóðavettvangi.

    Forneskjufólkið (blanda VG sérvitringa og hrunliðs Sjálfstæðisflokksins) vill fá að ráðskast með okkur sjálft, án eftirlits og upplýsinga, eins og var fyrir hrun.

  • Stefán Snævarr

    Estonia er enska nafnið á Eistlandi. Fínt ef þú leiðréttir.

  • Baldur Kristjánsson

    Takk Stefán.

  • Sammála pistli þínum. Heimskt er heimaalið barn. Þetta sannaðist rækilega í útrásinni og í Icesave-málinu sem hefði getað fengið farsælan endi ef við værum aðeins gáfaðari og ef við ættum amk meðalgreindan forseta.

Höfundur