Ég var einu sinni samferða Vilhjálmi Egilssyni í flugvél og þetta virtist hógvær og geðugur maður og það er hann örugglega prívat og persónulega. Þessi sami maður er í fjölmiðlum fastagestur sem fulltrúi atvinurekanda og satt að segja ofbýður mér talsmátinn þegar hann velur lýsingarorð þeirri ríkisstjórn sem hann er að semja við og hefur dregið okkur upp út drulludýkinu sem samherjar hans og hugsjónabræður sökktu okkur í. Vesæla ríkisstjórnin er nýjasta heitið yfir þessa ríkisstjórn sem ber höfuð og herðar yfir þá stjórnir sem hann hefur ætíð kosið, valið, dýrkað og dáð. Það er athugunar virði hvort ekki ætti að setja ,,bíp“ á svona talsmáta líkt og gert er þegar ,,fuck“ er notað á virðulegum sjónvarpsstöðvum. Raunar gefur samloka hans Gylfi Arnbjörnsson hjá ASÍ honum lítið eftir, jafndramatískur á stundum og mættu báðir muna hvað þeir voru kurteisir hér fyrrum. Báðir mættu þessir menn minnast þess í mælsku sinni að þeir taka þátt í því að móta orðaheim og lífsskilning barna sem fullorðinna.
Samtök atvinnulífsins (SA), undir handleiðslu Vilhjálms Egilssonar og Vilmundar Jósefssonar, eru eins og stuttbuxnastráka-deild í Valhöll. Atvinnulífinu til tjóns og skammar. Þessa stofnun + Viðskiptaráðið, svokallaða, þyrfti að stokka upp og gera að competent stofnunum, en þær virðast enn vera í árinu 2007. Einhver þyrfti að koma þar við og skipta um almanak.
Þú telur semsagt athugunar virði hvort ekki megi ritskoða þá sem gagnrýna ríkisstjórnina?
Guði sé lof fyrir að líftími þessarar ríkisstjórnar mælist nú í mánuðum en ekki árum!, því um leið og þjóðin losnar við hana þá losnum við vonandi einnig við verstu öfgana í þeim örfáu (en háværu) klappstýrum sem ríkisstjórnarræfillinn á …
Þegar menn eru komnir út á þessa braut – að vilja ritskoða orðfæri gagnrýnenda sinna á sama tíma og téðir gagnrýnendur fá það óþvegið frá manni sjálfum – þá eru menn komnir á hálan ís.
Kannast hlustendur við orðið „hræsni“?
SA og sérstaklega Líú eru öflugustu flokkarnir í stjórnarandstöðu. Vilhjálmur var áður fyrr þingmaður en Einar Oddur og félagar boluðu honum úr þingsæti. Þvínæst var hann í stuttan tíma hjá sjávarútvegsráðuneytinu. Þegar Vilhjálmur hjá SA talar eru því margir fyrrverandi Vilhjálmar að tala.Það hversu Vilhjálmur er oft í sjónvarpi skýrist af því hversu aum hin eiginlega stjórnarandstaða.Um leið er þessi þróun hættuleg lýðræðinu vegna þess að stjórnmálaflokkar eiga að gegna lykilhlutverki í stjórnmálum. Í þýsku stjórnarskránni er fjallað afar ítarlega í hlutverk og skyldur stjórnmálaflokkanna og það ætti einnig að vera svo í þeirri íslensku.
Góður pistill Baldur. Mjög góður.
Þessir aðilar vinnumarkaðarins vinna stöðugt að því að koma ríkisstjórninni frá og leiða Sjálfstæðisflokk græðginnar aftur til valda.
Atvinnurekendur og braskarar græddu enda rosalega allt fram að hruni og vilja þeir nú komast af stað aftur. Þeir er algerlega sama þó þeir settu þjóðina aftur á hausinn – bara ef þeir græða og safna eignum í erlendum skattaskjólum.