Það skrifast sennilega á bernsku formanns Framsóknarflokksins þegar hann heldur því fram (á þingfundi) að leyndarhyggja og ógegnsæi hafi aldrei verið eins mikil og í tíð núverandi ríkisstjórnar. Sá sem heldur slíku fram hefur ekki lifað lengi eða ekki fylgst mikið með. Greinilega nývaknaður og skal honum virt það til vorkunnar. Leyndarhyggja, ógagnsæi og þöggun hefur verið eitt megineinkenni íslenskra stjórnmála og náði hámarki á sældartíma Framsóknarflokksins 1995 til 2007. Þá voru menn meira að segja að afhenda vinum sínum eignir almennings með mjög ógagnsæjum hætti. Leyndarhyggja og þöggun voru kannski megineinkenni þeirra stjórnarhátta sem þá ríktu og smituðu út frá sér um allt þjóðfélagið.
Dæmigerður Íslendingur í trúnaðarstöðu lítur á hana sem feng sinn og deilir helst engu til almennings. Nýleg dæmi um salt og kadmíum sýna þetta ljóslega. Munurinn á deginum í dag og gærdeginum er sá að fólk líður þetta ekki lengur. Ísland er að opnast. Núverandi stjórnvöld eru kannski ekki alveg með á nótunum en í þessum efnum sem öðrum eru þau miklu betri en þau stjórnvöld sem við höfðum á síðasta áratug og þeim næstsíðasta. Og áfram skal haldið.
Vel mælt Baldur.
Það er rétt hjá þér að leyndarhyggja hefur alltaf verið vandamál í íslenskri stjórnsýslu…það er hins vegar rangt hjá þér að breyting hafi orðið á því. Málin sem þú nefnir tengjast núverandi stjórnvöldum ekki á nokkurn hátt. Hefur einhver kastað inn handklæðinu í kjölfar þessara uppljóstrana og sagt upp hjá viðkomandi eftirlitsstofnunum? NEI.. ekkert hefur breyst!
Leyndarhyggjan og ógegnsæið hjá xB er svo mikið að their eru fyrir löngu hættir að birta ársreikninga
Vel mælt.
En er Ísland að opnast?
Það held ég að sé því miður óskhyggja.
Eða kannski flokkshyggja?
Get ekki séð að núverandi valdamenn séu hótinu betri en þeir sem áður stunduðu pukur og leyndarhyggju.