Mánudagur 23.01.2012 - 20:05 - Lokað fyrir ummæli

Andskotans rugl er þetta!

Ekki hverfur óbragðið yfir afskiptum Alþingis af máli sem er komið fyrir dómstól. Því meira sem ég hugsa málið því betri finnst mér lagadómgreind Bjarna heitins Benediktssonar, Ólafs heitins Jóhannessonar og Gunnars heitins Schram og eftir því verri dómgreindin Róberts Spanó og þeirra Alþingismanna sem halda því blákalt fram að Alþingi geti sótt mál til Landsdóms ef því sýnist  svo.

Setjum sem svo að Alþingi afgreiði mál til Landsdóms. Landsdómur  tekur málið fyrir og ákveður að kalla í vitnastúku hóp Alþingismanna. I staðinn fyrir að bera vitni gætu tilvonandi vitni tekið málið úr höndum dómaranna í þeim tilgangi  að fella það niður. Það ættu allir að sjá, líka Róbert Spanó, hvað það væri arfavitlaust.

Setjum sem svo að hinir ákærðu væru líka Alþingismenn  yrðu Alþingismenn aftur. Ekki þyrftu þeir að hafa áhyggjur. Samkvæmt lagaskilningi Spanó og meirihluta Alþingis tækju þeir málið einfaldlega úr höndum dómaranna.

Næst færum við þetta yfir á önnur mál til að jafnræðis sé gætt. Í kvöld stel ég brauði án áhættu. Eftir að mál mitt hefur verið dómtekið tek ég það einfaldlega úr höndum dómarans.

Andskotans rugl er þetta.

 

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (14)

  • Svo fljúga menn heim utan úr heimi til að taka þátt í andskotans ruglinu. Væntanlega til að forða sér frá vitnastúkunni?

    Þú getur þó notað brauðið til að fæða þúsundir!

  • Njörður

    Þeir yrðu snillingar. Sigmundur Ernir var svo upptekin norðanlands að hann gleymdi varamanninum.

  • Andrés Viðarsson

    Tel að sérar ættu að spara blótsyrði. Held að nógu margir stundi það þó þeir taki ekki þátt í því. Almennt eiga menn að sleppa því obinberlega hvað þá prestar.

  • Baldur Kristjánsson

    Ruglandi í þér Andrés. Plís opinberaðu hégómleika þinn annarsstaðar!

Höfundur