Fimmtudagur 26.01.2012 - 11:37 - Lokað fyrir ummæli

Meinfýsi, illgirni og hatur vaknar upp!

Það er furðulegt þetta hatur, meinfýsi og illgirni sem vaknar upp í mönnum slysist maður til að mæla ESB bót.  Þessi umræða framkallar það versta í fólki sama hvort um er að ræða svokallaða háttsetta stjórnmálamenn eða illa skrifandi unglinga.  Þetta er furðulegt í ljósi þess að hver einasta þjóð sem þar hefur inn gengið telur hag sínum betur borgið en ella enda er ESB fyrst og fremst bandalag utanum frjáls viðskipti en hefur einnig einbeitt sér að málum sem þjóðríkin hafa áhuga á í orði en síður á borði eins og mannréttindum (FRA) og réttindum neytenda.  Nú er svo að leiðirnar eru aðeins tvær sem hinn raunverulegi samtími bíður upp á.  Að vera innan bandalagsins með réttindum og skyldum sem því fylgja eða standa utan þess og beygja sig að samþykktum þess en vera áhrifalaus um þær. Þriðja leiðin er að vísu til að gefa lítið fyrir umhverfi sitt og fara ekki að leikreglum sem þar ríkja en við ættum að líta í eigin barm og skoða hvort við viljum eyða lífi okkar og barna okkar í slíkan barning og þá afhverju?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (20)

  • Þetta hefur minna með ESB að gera heldur en þorparabraginn í litlu samfélagi, sem telur sér ógnað af ferskum vindum sem koma utan af hafi. Þetta er í takt við eðli þess að tilheyra kirkju:

    Þeir sem verma kirkjubekkina vilja láta staðfesta að þeir séu á réttri leið og að allt sé á góðri leið.

    Þeir sem kenna, eru gagnrýnir og vilja fá fólkið sem þarfnast öryggis að spyrja grundvallarspurninga sem það vill ekki takast á við.

    Ef þú gerir þetta óhönduglega, lendirðu í varnarviðbrögðum fólks.

    Stundum lendirðu alltaf í varnarviðbrögðum, sérstaklega í samfélagi þar sem ekkert er öruggt nema klisja gærdagsins.

  • Ómar Kristjánsson

    þetta sýnir hve þjóðrembingur er ótrúlega sterkt afl á íslandi. Serstaklega í afskekktum byggðum útá landi. þar er þetta miklu sterkara og almnnt samþykktara en í Rvk.

    Skilgreining á þjóðrembingi í þessu samhengi er sú trú að Ísland og íslendingar séu einhvernveginn frábærari en annað fólk og þá jafnvel genatískt. Útlendingar eru vondir og vitlausir og best að tala alls ekkert við þá. Ef svo mikið ef yrt er á útlendinga – þá er hætta á ferð. Menn geta orðið háðir því að tala við útlendinga.

  • Sjálfsupphafning hjá esb-sinnum er viðbjóðsleg, og því fylgir auðvitað líka að líta niður á og rakka niður þá sem eru ekki sammála.

    „Þriðja leiðin er að vísu til að gefa lítið fyrir umhverfi sitt og fara ekki að leikreglum sem þar ríkja…“
    ..ef maður vill ekki láta stjórna sér með fjarstýringu frá Brussel þá er manni sama um umhverfið og vill brjóta allar reglur?
    Upplýstu áfram um þinn innri mann og þroska, Baldur. Go right ahead!

    Carlos: „Þeir sem kenna, eru gagnrýnir og vilja fá fólkið sem þarfnast öryggis að spyrja grundvallarspurninga sem það vill ekki takast á við.“
    Hahahaa…. þið eruð alveg ótrúlegir.
    Thomas Jefferson : Þeir sem vilja fórna frelsi fyrir öryggi, munu hvorki öðlast frelsi né öryggi.
    Hann var að tala til þín Carlos.

    Ramó
    …já er maður þjóðrembingur og lítur niður á aðra, ef maður vill ekki erlend yfirráð.

    Ykkur … er … einfaldlega … ekki … viðbjargandi!

    Sem betur fer er meirihluti þjóðarinnar ósammála þessu rugli í ykkur, en ekki að það hafi nein áhrif á heimtufrekjuna og hrokann í ykkur. Annað dæmi um ykkar innri menn.

    Blessaðir flytjið bara til ESB og lifið þar í himnesku sælunni ykkar, og látið okkur í friði. Þetta röfl í ykkur er hvimleitt til lengdar.

  • Haukur Kristinsson

    @Ómar. Þjóðrembungurinn er síst minni hjá ykkur á mölinni fyrir sunnan.
    Það var enginn sveitamaður sem sagði eftirfarandi;
    – the only nation on earth to defeat the British Navy, not once but three times. With this unique track record, it is no wonder that young entrepreneurial Vikings have arrived in London full of confidence and ready to take on the world!

    I am convinced that our business culture, our way of thinking and our behaviour patterns, is rooted in our national identity.

    We are succeeding, BECAUSE WE ARE DIFFERENT.

    Það var nú enginn annar en Ólafur Ragnar, sem bullaði þetta í Londin 2005 að viðstöddu miklu fjölmenni.

Höfundur