Það er furðulegt þetta hatur, meinfýsi og illgirni sem vaknar upp í mönnum slysist maður til að mæla ESB bót. Þessi umræða framkallar það versta í fólki sama hvort um er að ræða svokallaða háttsetta stjórnmálamenn eða illa skrifandi unglinga. Þetta er furðulegt í ljósi þess að hver einasta þjóð sem þar hefur inn gengið telur hag sínum betur borgið en ella enda er ESB fyrst og fremst bandalag utanum frjáls viðskipti en hefur einnig einbeitt sér að málum sem þjóðríkin hafa áhuga á í orði en síður á borði eins og mannréttindum (FRA) og réttindum neytenda. Nú er svo að leiðirnar eru aðeins tvær sem hinn raunverulegi samtími bíður upp á. Að vera innan bandalagsins með réttindum og skyldum sem því fylgja eða standa utan þess og beygja sig að samþykktum þess en vera áhrifalaus um þær. Þriðja leiðin er að vísu til að gefa lítið fyrir umhverfi sitt og fara ekki að leikreglum sem þar ríkja en við ættum að líta í eigin barm og skoða hvort við viljum eyða lífi okkar og barna okkar í slíkan barning og þá afhverju?
Palli,
Hvaða frelsi ert þú að tala um? Fresli gæslummanna sérhagsmuna að nauðga fólki alla ævi þess? Ísland er viðbjóðslegt klíkusamfélag þar sem sérhagsmunir ákveðinna hópa ráða öllu.
Það er ekkert frelsi á Íslandi.
Væl um „erlend yfirráð“ við inngögnu í ESB bera vitni um þjóðernisrembing og einangrunarhyggju. Hræðsla við vonda útlendinga lætur þetta fólk pissa á sig.
Þjóðrembingur er góður í hófi þó. Svona eins og sjálfsálit. Enginn kemst neitt án þess að það sé til staðar. Við sem smáþjóð höfum nú komist ýmislegt á rembingnum.
Því miður hafa menn sem eru að stýra okkur inn í bandalagið rúið sjálfa sig öllu trausti. Fólk í stórum stíl treystir forrystukálfunum ekki lengur fyrir því að þeir séu að bera hag þjóðarinnar fyrir brjósti. Menn hafa það á tilfinningunni, að þeir séu að skara eld að eigin köku fyrst og fremst eins og áður þegar þeir voru að skenkja hluta úr almannaeign til ákveðinna aðila. Þetta þekkjum við öll sem viljum þekkja eitthvað.
Varðandi útlendinga. Íslendingar eiga ákveðinn þjóðararf. Því verður ekki mótmælt, nema ef afnema á allan rétt til arfs. Það eru ótrúlega margir og stórir hlutar úr þessum þjóðararfi, þar sem útlenskir eru komnir með klærnar í. Hvernig það hefur gerst má spyrja um. Mín svör við því eru aðeins fyrir mig og þannig held ég að sé með flesta. Með galopnun landamæra óheft, hefur skapast hér ákveðið ástand sem ég er ekki viss um að menn hafi séð fyrir, en til vara, að þeim hafi verið skít sama. En sennilega er löggæslan betur í stakk búin til þess að svara þessu með tölfræði án rembings…
Ja, ég segi nú svona…
Þjóðrembingur í þessu samhengi er alltaf slæmur og til skaða. Always.
Haukur, já og hvaðan er þessu maður? Jú, frá einhverju krummaskuði rétt hjá Grænlandi! Halló. Rétt hjá Grænlandi.
Eg er samt sem áður ekki að segja að þessi tendens sé ekki til staðar í Rvk. Eg er að segja að hann, þjóðrembingurinn, sé mun minna áberandi í Rvk og mun minna mikilvægur. þetta er svo mikilvægt í þessum afskekktu byggðum og fólk almennt trúir statt og stöðugt að þetta sé pjúra sannleikur.
Eg skal segja ykkur það að ég hef óbeint rannsakað þetta. Maður dregur ekkert í efa frábærleika íslendinga og vonsku útlendinga í afskekktum byggðum útá landi. það þýðir bara almenn leiðindi og jafnvel á maður á hættu að verða laminn vegna slíks tals. þetta er bara eins og – hvað heta þeir þarna í Bandaríkjunum – Reddnekkar eða eitthvað.
Og ps. Afhverju hada menn að svo margir landsbyggðaringmenn séu eins og þeir eru? Afþvíbara? þeir eru svona þjóðrembingsbúrar. Jón Bjarna, Atli, Ásmyndur etc. etc. Halda menn að það sé bara tilviljun að þeir séu svona? Óheppni? Nei, það er það ekki. þessir menn endurspegla afskekktu og einangruðu samfélögin er þeir koma frá.