Það er rétt hjá Lilju Mósesdóttur. Það er sanngirnishalli í Þjóðfélaginu. Réttlætinu er áfátt. Þeir sem sem áttu sitt í íbúðarhúsnæði sínu voru rændir í hruninu (eins og svo margir aðrir). Mikilvægt skref til réttlætis er að öll lán með veði í íbúðarhúsnæði verði skrúfuð niður um 15-20%. Rök þeirra sem þetta mæla eru sanngirnisrök. Þessi aðgerð þarf ekki síst að ná til þeirra sem fjárfestu af skynsemi í eigin íbúðarhúsnæði og hafa staðið í skilum. Og ræningjana þarf að elta uppi og gera þá að betri mönnum. Það á ekki að líða það að þeir flækist um á lúxsusbílum og búi í glæsivillum. Það er hins vegar gott í öllu fólki. Þeir gætu orðið góðir bakarar og slökkviliðsmenn (með fullri virðingu fyrir þeim stéttum) svo vísað sé í Kardimommubæinn.
Kaupmáttur launa hefur lækkað um ca 9% frá hruni. Er 9% því ekki réttlátari tala en 15-20%?
Annars er þessi flata „leiðréttingarleið“(ekki leiðrétting heldur í raun tilfærsla) náskyld broðmolakenningunni. Stuðningsmenn þessarar leiðar vilja gefa auðmönnum skuldaleiðréttingu svo þeir geti drifið áfram hagkerfið og ráðið fleiri í vinnu. Þessi leið var reynd á árunum fyrir hrun og sjáðu hvar við erum stödd!
Einnig leiðir þessi leið til verðbólgu sem hækkar aftur húsnæðislán, lækkar laun, hækkar vexti og eykur útgjöld ríkisins. Þeir sem fá enga leiðréttingu eins og fólk sem þyggur greiðslur frá ríkissjóði þeir sitja eftir og borga brúsann.
Það á að nota það takmarkaða fjármagn sem er til staðar til að hjálpa þeim sem eru í vandræðum en ekki að reyna að gangsetja skipbrota hugmyndir um ókeypis fjármagns sem beið skipbrot í október 2008.
Það er eitthvað bogið við þetta. Almenn niðurfelling fasteignaskulda um t.d. 25% skilar mestum upphæðum til þeirra sem skulda mest. Og skilpir þá engu hvort menn standa í skilum eða ekki. Síðan er það réttlætið hennar Lilju; hópur manna skuldar ákv. upphæð og segjum 10 milljónir að meðaltali á mann. Og nú kemur réttlætið; það er miklu léttara ef allir skattgreiðendur sameinast um að greiða þessar skuldir. Það yrði greiðslan 1.3 milljónir á mann. Vegna þess að hagkerfið hrundi þá á meðalJón að borga skuldir fyrir aðra hvort sem hann sjálfur skuldar ekki neitt eða hefur borgað allar sínar fasteignaskuldir. Guð hjálpi okkur ef þetta er réttlætið! Hins vegar er aðveg ljóst að verðtryggingarkerfið er stórhættulegt og getur aðeins gengið ef vöxtur raunlauna er hærri en hækkun vísitölu neysluverð. Hrun krónunnar sá hins vegar til þess að raunlaun eru í lægstu læðum en auðvitað hjá öllum. Afkoma útgerðarfyrirtækja og laun sjómanna eru háð fiskverði í erlendum myntum.
Hver á að borga 200 milljarðana sem það kostar?
Sæll Baldur. Lilja veit alveg hvað hún syngur varðandi óréttlætið. Hingað til hafa leiðréttingar bankana að mestu farið í annars vegar, að afskrifa þegar glataðar kröfur einsaklinga sem áttu því sem næst ekkert í húsnæði sínu fyrir hrun, og hins vegar að bæta þeim einstaklingum sem áttu ( meira en nóg) og höfðu efni á að fjárfesta í áhættusjóðum. Þeim var bættur skaðinn. Ég sem tók erlent lán vegna nýsköpunarverkefnis verð að taka skellinn enda tryggt veð á bak við það lán.
Baldur, það sem stjórnvöld vrða að hundskast til að skilja; er að það hefur hrikalegt óréttlæti átt sér stað sem fólk sættir sig aldrei við… Verkefni ríkisstjórnarinnar er því að leiðrétta misréttið hvernig sem hún fer að því… þá er mér nákvæmlega hvort eitthvert svigrúm er fyrir hendi… kemur málinu bara ekkert við.
Svo mæli ég með því gert verði áhaup á íslands- og Aronbanka og felli þá. Fólk taki allt sitt þar út og fer í Landsbankann, hann er jú okkar banki en ekki hrægammarsjóða.