Það er rétt hjá Lilju Mósesdóttur. Það er sanngirnishalli í Þjóðfélaginu. Réttlætinu er áfátt. Þeir sem sem áttu sitt í íbúðarhúsnæði sínu voru rændir í hruninu (eins og svo margir aðrir). Mikilvægt skref til réttlætis er að öll lán með veði í íbúðarhúsnæði verði skrúfuð niður um 15-20%. Rök þeirra sem þetta mæla eru sanngirnisrök. Þessi aðgerð þarf ekki síst að ná til þeirra sem fjárfestu af skynsemi í eigin íbúðarhúsnæði og hafa staðið í skilum. Og ræningjana þarf að elta uppi og gera þá að betri mönnum. Það á ekki að líða það að þeir flækist um á lúxsusbílum og búi í glæsivillum. Það er hins vegar gott í öllu fólki. Þeir gætu orðið góðir bakarar og slökkviliðsmenn (með fullri virðingu fyrir þeim stéttum) svo vísað sé í Kardimommubæinn.
Þú gleimir því að þeir gætu líka orðið prestar. Reinsla þeirra af prettum ætti að gagnast vel í að selja mönnum Himnaríki og eilíft líf hjá norræni velferðastjórn eins og þú prétikar svo oft
Er það líka „mikilvægt skref til réttlætis“ að lækka lánin hjá mönnum eins og mér sem hafa alltaf gætt þess að kaupa húsnæði þegar það er ódýrt, selja það þegar það er dýrt og taka lán aðeins þegar það er hagstætt (eins og núna)?
Flatur niðurskurður getur aldrei orðið réttlátur. Ég held að neyðarlögin sem tryggðu allar bankabókarinnistæður íslenskra þegna hafi verið sett vegna þess að meirihluti þingmanna átti nokkra upphæð inni á bankabókum. Mig grunar að þingmenn sem leggja fram svona tillögur um flatan niðurskurð skulda í boði skattgreiðenda eigi nokkrar skuldir sjálfir.
Hins vegar er lyklatillaga Lilju ágæt og ætti að setja hana í lög til frambúðar en ekki aðeins til 4ra ára eins og BB vill. Bankarnir sem settu af stað 100% íbúðarlán 2004 eiga mikla sök í vandamálum heimilanna. Þessi lán leiddu til þess að íbúðarverð hækkaði 100% fram yfir byggingarkostnað. Þetta vissu bankarnir og höfðu þeir undirúið þessa árás í 2 ár í þessum tilgangi. Lyklatillagan gengur út á að íbúðareigandi getur skilað íbúðinni til viðkomandi lánastofnunar hækki veðlánin umfram íbúðarverðið og losnar þannig við allar skuldir. Hann getur þá byrjað upp á nýtt skuldlaus. Bankana vantar þetta aðhald.
Sanngirnin í þessari leið felst í því að við berum öll kostnað af hruninu, að þyngri byrðar verði ekki lagðar á þá sem eru með húsnæðislán. Þeir frömdu enga glæpi sem gera það að verkum að þeir eigi skilið að borga meira en aðrir. Þess vegna er réttlátt að þetta sé greitt úr sameiginlegum sjóðum. Ef við þurfum hærri skatta til að fjármagna dæmið þá verður svo að vera, þeir falla nokkuð jafnt á alla og eru því sanngjarnir. Þannig dreifum við kostnaðinum af hruninu á sanngjarnan hátt.
Og varðandi það að þeir sem skulda meira fái meira niðurfellt í þessari leið, það er líka sanngjarnt. Því þeir hafa tekið á sig meiri hækkun (í krónutölu) en aðrir og fá því meira leiðrétt.