Föstudagur 13.04.2012 - 17:06 - Lokað fyrir ummæli

Þóra eða Ólafur: Margskonar er efinn?

Gjaldið sem Samfylkingin greiðir fyir Þóru Arnórsdóttur í forsetastól verður slæmt gengi í næstu kosningum.  Kjósendur munu telja hana nána þeim flokki og munu leita jafnvægis í stjórn landsins með því að kjósa  Sjálfstæðisflokkinn næst.  Með samskonar röksemdafærslu  munu vinstrinflokkarnir fitna á því verði Ólafur endurkjörinn.  Þetta er margsönnuð lýðræðisjafna hér og í Bandaríkjunum svo að tvö stórveldi séu nefnd. Það liggur því alls ekki ljóst fyrir hvað er best að kjósa vilji menn hafa áhrif á stjórn landsins með  atkvæði sinu og gildir  það jafnt um  vinstri og hægri menn.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur