Mánudagur 16.04.2012 - 08:57 - Lokað fyrir ummæli

Slit viðræðna afleikur aldarinnar

Það yrði snemmkominn afleikur aldarinnar  að hætta við umsókn eða stöðva umsóknarferlið að ESB.  Fyrir utan það að aðild að ESB yrði gæfuspor fyrir Ísland, ekki síst fyrir venjulega launamenn og neytendur og þá sem búa í dreifðum byggðum þá yrði það helber kjánagangur að slíta viðræðum á þeirri forsendu að Evrópa sé okkur fjandsamleg.  Nægur er kjánagangurinn hér innanlands þó við förum ekki að flytja hann út.  Alþjóðastjórnmál eru hagsmunastjórnmál, ekki spurning um ást eða vináttu.  Hlutverk íslenskra stjórnvalda er að koma okkur í þá stöðu að hlustað verði á viðhorf okkar og hagsmunir okkar teknir með í reikninginn. Þeirri stöðu náum við ekki með upphlaupum, óstöðugleika og kjánagangi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur