Þriðjudagur 17.04.2012 - 10:05 - Lokað fyrir ummæli

Ógæfuleg afstaða!

Mikilvægasta hlutverk stjórnmálamanna er að halda vel á málum gagnvart öðrum ríkjum.  Fyrirlitlegasta orðræða stjórnmálanna er að tala í þeim anda að allir séu á móti okkur, við séum umkringdir óvinum, aðrir séu að fjandskapast við okkur, níðast á okkur.  Þeir sem ekki séu með hnefann á lofti gagnvart útlöndum séu föðurlandssvikarar, landráðamenn og svo framvegis.  Það er virkilega ógæfulega afstaða og kjánaleg að gera út á það að einber ógn stafi frá nálægum ríkjum og helst sé að leita samstarfsríkja í fjarlægum heimshlutum. Hinn vitri leitar samstarfs og samvinnu við nágranna sína og aflar sér virðingar með stöðugleika og því að vera sjálfum sér samkvæmur.  Slíkum mun vel farnast en öfgatrippinu verður tekið fyrst með kankvísi síðan með pirringi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur