Sunnudagur 22.04.2012 - 22:14 - Lokað fyrir ummæli

Hin gagnlitla varnarbarátta!

Líftíma sínum eyða margir í það að sporna gegn eðlilegri þróun byggðar. Flestir sem eiga kost á því og hafa kynnst öðru kjósa að búa á hentugri stöðum en Vestfjörðum. Líftíma sínum eyða margir í það að sporna gegn alþjóðlegri þróun í samstarfi ríkja. Nú eru að renna upp tímar samvinnu og samstarfs í alþjóðamálum.  Enn aðrir eyða líftíma sínum í það að móast gegn eðlilegum breytingum íslenskunnar.  Svo erum við nokkur sem  andæfum gegn augljósri hnignun kristninnar í evrópu. Mikið gæti nú áunnist ef við leggðumst öll á sveif með breytingunum og mótuðum þær í stað þess að liggja í vonlausri vörn og lenda svo undir  skriðu tímans.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur