Föstudagur 08.06.2012 - 10:54 - Lokað fyrir ummæli

Af vettvangi ECRI: Nýnasistar í Úkraínu !

Undirritaður var tvisvar í Úkraínu á árunum 2010 og 2011 fyrir Evrópuráðið (ECRI) og við tókum m.a. saman eftirfarandi uplýsingar og varða Evrópumótið sem á að fara að halda þar og í Póllandi. :

 ,,In the field of sports, and particular football, the authorities have observed that neo-Nazis and other skinhead groups are increasingly present in Ukraine. They deploy Nazi symbols and banners and make Nazi shouts and gestures during football matches, often directed at players or supporters with dark skin. In a review carried out over 18 months, the Football Federation counted 66 such incidents. There is growing awareness of the need to deal with this issue, due tothe Euro 2012 football tournament to be held in Poland and Ukraine and the present fears of visible minorities in Ukraine for their physical safety.”

 Við fengum upplýsingar um bæklingargerð sem einkum væri beint að ungu fólki og handbók fyrir dómarar og aðra slíka en svona í grunninn fannst mér þeir ekki taka þetta nógu alvarlega. Stjórnvöld gerðu lítið úr því að nýnasistahópar hefðu skotið rótum og sögðu þetta vera innflutning frá Rússlandi. Sem er líka rétt. En það er algengara en hitt að stjórnvöld setji kíkinn fyrir blinda augað. En því miður er rasískt ofbeldi töluvert.  Árið 2010 voru t.d. tveir nígerískir ungir menn sem voru við nám í Kíev drepnir fyrir framan heimavist sína og ásakanir miklar í gangi um að sjúkrabílar og lögregla hefðu komið seint og illa og saksóknarar voru tregir til að ákæra á þeim grundvelli að þarna hefði verið um rasistamorð að ræða.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur