Mánudagur 11.06.2012 - 11:49 - Lokað fyrir ummæli

Að ala á ótta við Evrópu!

Í öllum aðildarríkjum ESB hafa sérhagsmunir hopað fyrir almannahagsmunum enda er almenningur í nær öllum ef ekki öllum ríkjum ánægður með þátttöku lands síns.   Óhætt er að segja að mest öll sú löggjöf sem hefur styrkt almannahagsmuni í Evrópu hefur átt rætur sínar í fjölþjóðlegu starfi.  Þetta gildir líka um Ísland þar sem allar umbætur í vinnurétti og neytendarétti hafa komið í gegnum Evrópusamstarf Íslendinga.  Miklar umbætur í mannréttindum og menntamálum höfum við sótt til Evrópuráðsins. Nú síðast eru sérhagsmunir brotnir á bak aftur og íslensk farsímafyrirtæki skylduð til að lækka farsímagjöld um helming þegar talað er milli landa.  Allt ber að sama brunni.  Íslendingum hefur alltaf vegnað best í sem mestu samstarfi og samvinnu við nágranna sína.  Er þetta ekki óumdeilt?  Hvers vegna ala sumir á ótta við Evrópusamstarf með þvílíkum ofsa að engu lagi er líkt?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (11)

  • Það er gott að Ragnar nefnir hér Noreg. En hver er staða þeirra? Þeir eru einsog við í EES, þeir eru skuldlaust ríki hvers olíuauðlind var virkjuð í þágu allra landsmanna. Þökk sé hugsun jafnaðarmannsins. Betur færi ef Íslendingar hefðu gert hið sama við sína meginauðlind, fiskinn. Norðmenn hafa tvisvar sótt um aðild að ESB en í báðum tilfellum var því naumlega hafnað. Í suður Noregi og í borgunum er fremur vilji til að ganga í ESB en norður Noregi og sveitunum. Ekki ósvipað hér á landi. Tek undir hjá Rósu, sem skýrir það ágætlega að varsla sérhagsmuna er aðall íslenskra pólitíkusa og að innganga í ESB væri einmitt stórt skref að almannahagsmunir væru teknir framyfir sérhagsmuni. Áhyggjur Ragnars af valda-afsali lýsir mun fremur stöðu mála einsog voru á 19.öld. Nú er öldin önnur og fólk getur nokkuð auðveldlega flutt úr landi og farið að vinna annars staðar. Verslunarfrelsi er krafa dagsins og landsmenn munu ávallt bera sig saman við lífsgæði nágrannaþjóða. Íslendingum hefur ávallt farnað best í alþjóðasamstarfi.

  • Gunnar Jóhannsson

    Baldur, þú skrifar pistil fullan af rangfærslum og spyrð svo hvernig standi á því að sumir ali á hræðslu gagnvart ESB. Í fyrsta lagi er stuðningur almennings innan ESB alltaf að minnka. Þannig má fullyrða að mikill meirihluti íbúa nokkurra ESB ríkja sé mjög andsnúinn sambandinu, að ekki sé minnst á andstöðu við evruna blessaða. ESB ríkin sem ekki hafa tekið upp evruna eru alls ekkert á leiðinni að gera það.

    Þarna sérðu kannski ástæðuna fyrir því hversu margir ala á hræðslu við ESB. Vegna þess að alltof margir eins og þú eru fullir ranghugmynda um þetta ríkjasamband.

  • Baldur Kristjánsson

    Bull í þér Gunnar og það á minni síðu!

Höfundur