Miðvikudagur 13.06.2012 - 21:34 - Lokað fyrir ummæli

Góður bolti frá brennandi ríkjum!

Magnað að fylgjast með Evrópukeppninni í fótbolta.  Merkilegt annars hvað þau geta þessi lið sem flest hver koma frá löndum sem hafa gefið sjálfstæði sitt upp á bátinn og glatað auðlindum sínum svo vitnað sé til þroskaðrar íslenskrar Evrópuumræðu.  Ég dáist að Frökkum en þó sérstaklega Þjóðverjum en leikmenn þessara liða koma úr þrælakistum nútímans samkvæmt  æðsta spekingnum.  Enga brunalykt hef ég fundið en það er bara af því að ég horfi á leikina í sjónvarpi en eins og kunnugt er brennur Evrópa stafnanna á milli  að sögn lífsreyndra landa minna.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (1)

  • Ómar Kristjánsson

    það er líka ekki annað hægt en dást að dönunum. Einstaklingarnir í líðinu eru svona bara la la. En aðalatriðið þar er sko liðsheildin, hefðin og löngunin til að spila alvöru fótbolta sem gerir það að verkum að þeir standa í liðum sem hafa mun sterkari einstaklinga innanborðs.

    En þýskarar eru líklega með sterkasta liðið núna eins og venjulega síðustu áratugi. þar skiptir máli að þeir eru með nokkuð jafnsterka einstaklinga innanborðs en höfuðmáli skiptir að liðsheildin er massíf og síðustu áratugi hafa þýskarar jafnframt fylgt þróuninni í boltanum og á sumum sviðum verið í fararbroddi.

Höfundur