Mánudagur 11.06.2012 - 11:49 - Lokað fyrir ummæli

Að ala á ótta við Evrópu!

Í öllum aðildarríkjum ESB hafa sérhagsmunir hopað fyrir almannahagsmunum enda er almenningur í nær öllum ef ekki öllum ríkjum ánægður með þátttöku lands síns.   Óhætt er að segja að mest öll sú löggjöf sem hefur styrkt almannahagsmuni í Evrópu hefur átt rætur sínar í fjölþjóðlegu starfi.  Þetta gildir líka um Ísland þar sem allar umbætur í vinnurétti og neytendarétti hafa komið í gegnum Evrópusamstarf Íslendinga.  Miklar umbætur í mannréttindum og menntamálum höfum við sótt til Evrópuráðsins. Nú síðast eru sérhagsmunir brotnir á bak aftur og íslensk farsímafyrirtæki skylduð til að lækka farsímagjöld um helming þegar talað er milli landa.  Allt ber að sama brunni.  Íslendingum hefur alltaf vegnað best í sem mestu samstarfi og samvinnu við nágranna sína.  Er þetta ekki óumdeilt?  Hvers vegna ala sumir á ótta við Evrópusamstarf með þvílíkum ofsa að engu lagi er líkt?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (11)

  • Baldur Kristjánsson

    Gunnlaugur minn. Bið þig að rífast annars staðar!

  • Man eftir Dana óvildinni í Íslandsögu Hriflu Jónasar.Kannski rétt að hluta.
    Danir komu stundum ekkert allt of vel fram við Íslendinga á stundum. reyndu að selja þeim maðkað mjöl og fleira . En samt sem áður gerðu þeir líka vel við Íslendinga. Íslendingar fengu námstyrki til að læra í Kaupm..höfn.Einnig vildu Danir endurbæta atvinnuhætti en mættu mikilli andstöðu Íslenskra bændaforystu.(Landsamband Íslenskra Bændahöfðingja)

  • Það er vel hægt að eiga í samvinnu við önnur ríki og ríkjasambönd eins og Evrópusambandið, án þess að tilheyra ESB. Slík afstaða byggir ekki á neinum ótta.

    Eða finnst þér Noregur vera sérstaklega einangrunarsinnaður?

    En viðhorf eins og Rósu viðurkenni ég að ég óttast verulega: Trúna á að erlendir stjórnmálamenn séu eitthvað betri en þeir íslensku. Að framsal sé eina vonin.

    Myndi sjálfur frekar vilja virkja almenning til frekari beinni þátttöku í lagasetningu. Með stjórnlagaþingum, og beinum kosningum um fleiri lög.

    Allir þurfa aðhald, og almenningur kemst ekki hjá því að óhreinka sig við að veita það. Hann getur ekki eftirlátið það stofnunum úti í heimi.

  • Tilvitnun ársins: ,,Það að ganga í ESB væri sambærilegt og að leigja herbergi í brennandi íbúð“. Þóra Arnórsdóttir forsetaframbjóðandi

Höfundur