Sunnudagur 24.02.2013 - 10:02 - Lokað fyrir ummæli

Hvenær eiga kristin gildi ekki við?

 

Stundum hefur manni verið legið á hálsi fyrir það að að skrifa um pólitík verandi prestur. Það hefur óneitanlega dregið úr manni. En nú er maður ekki lengur að fjalla um pólitík þótt maður fjalli um Sjálfstæðisflokkinn, heldur guðfræði öllu heldur kristinfræði.

Sjálfstæðisflokkurinn lýsir því sum sé yfir að kristin gildi skuli móta alla lagasetningu eigi það við.
Hvað eru kristin gildi: Ég reikna með að flestir geti sameinast um að það séu gildi eins og kærleikur, hófsemd sem andstæða við græðgi, sannleiksleit, vinátta etc. sem sagt allt þetta góða sem við þekkjum. Flokkurinn verður að svara því hvenær þessi gildi eigi ekki við. Hvenær á t.d. kærleikurinn ekki við? Hvenær á græðgin við o.s.frv.
Það vill nefnilega svo til að kristin gildi eiga ávallt við, alls staðar, alltaf.
Það er svo önnur umræða hvers vegna stjórnmálaflokkur víkur sérstaklega að kristnum gildum með þessum hætti. Þó að þessir jákvæðu þættir í lífi okkar séu hér kenndir við kristni þá aðhyllist stór hluti þjóðarinnar önnur trúarbrögð sem álíta nefnd gildi úr sinni trú sprottin eða aðhyllast trúleysi og líta án nefnd gildi óháð trú.(Norðmenn tala t.d. í stjórnarskrá um hinn kristna og húmanistíska arf). Eitt einkenna fjölmenningarsamfélags er að ríkisvaldið sé sem mest hlutlaust í trúarefnum.  Flokkurinn er því að skipa sér í sveit sem kristinn íhaldsflokkur reyndar þjóðernissinnaður kristinn íhaldsflokkur. Fróðlegt verður að sjá hvort slíkur flokkur endurheimtir stöðu sína sem stærsti flokkur þjóðarinnar.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur