Þriðjudagur 14.05.2013 - 14:05 - Lokað fyrir ummæli

Vaxandi fordómar hér á landi?

Einhvern veginn finnst mér fordild gagnvart útlendingum hafa vaxið hér á landi undanfarið.  Íslendingar sem hafa  orð á sér fyrir það að taka lítt eða ekki á móti hælisleitendum , líta þá hornauga.  Fólk af erlendu bergi brotið var oftar atvinnulaust (skýrsla ENAR)en aðrir eftir hrun, fólk þarf að sýna lögheimilispassa áður en það fær inni í gistiskýlum Reykjavíkur(þar  starfar fólk og i borgarstjórn örugglega alið upp við ,,miskunnsama samverjann“), samkynhneigður Nígeríumaður er sendur aftur til Ítlalíu, þannig mætti halda lengi áfram.  Á sama tíma og við ræðum lausnir sem stuðla að því að gera stóran hluta jarðarkringlunnar óbyggilegan ölum við á hugarfari gegn öðrum heimsins börnum sem er fullkomlega óverjanlegt frá siðferðilegu sjónarmiði.

Á þeim tímamótum þegar við erum að fá nýja ríkisstjórn er rétt að koma á framfæri nokkrum punktum er varða útlendinga hér á landi því að kannski verður þetta góð stjórn sem ekki aðeins borgar upp skuldir heimilanna heldur setur sér það að taka á móti útlendingum með réttlátum og góðum hætti.

 (Hjá mér hef ég  punkta sem European Network Agaist Racism (ENAR) hefur látið taka saman um Ísland.)

Um hælisleitendur segir:  Miðstöð fyrir hælisleitendur ætti að flytja til Reykjavíkur, eða sé það ekki mögulegt, ætti að opna aðrra miðstöð þar. Að einangra hælisleitendur frá samfélaginu eins og nú er gert sýnir skort á skilngi á þjáningu þeirra og eykur fordóma í garð þeirra, elur á hleypidómum í garð þeirra og lítilsvirðir þá.

Um atvinnuleysi útlendinga segir. Tölur sýna að atvinnuleysi er meira meðal þeirra sem eru af erlendu bergi brotnir en annarra.  Þetta þyrfti  að rannsaka nánar, finna orsök og laga ef kostur er. (meira síðar)

Flokkar: Óflokkað

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur