Miðvikudagur 15.05.2013 - 10:36 - Lokað fyrir ummæli

Neyslunöldur

Er nokkur furða þó við sé um (orðin)  neyslusinnaðri en (hinar)Norðurlandaþjóðirnar.   Ég horfði á Eurovision í gær á RUV og DR1.  Okkar menn fylltu upp í öll göt í keppnini með auglýsingum (sem flestar gengu út á það hvað við erum frábær og hvað það er yndislegt að eyða peningum).  Í öðrum löndum var dagskrá gestgjafanna fylgt þ.e. listræn atriði komu þegar hlé varð á keppninni. Við könnumst við þetta úr fyrri keppnum, úr fótboltakeppnum og fleiri keppnum. Svo er fólk hissa á því að við séum neyslusinnuð.  Það er troðiðupp í hvert vitunargap okkar með  skilaboðum um það hvað við og V‘IS séum frábær. Og þeir liggja yfir þessu sem síst mega við því.  Og ekki batnar þetta þegar þeir lækka skatta og greiða niður húsnæðislánið mitt.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur