Fimmtudagur 16.05.2013 - 11:08 - Lokað fyrir ummæli

Réttlátt þjóðfélag án mismununar.

Ég hef vitnað í ENAR skýrsluna áður hvað snýr að hæliseitendum og atvinnu þeirra sem eru af erlendu bergi brotnir. Tilefnið er væntanleg  ríkisstjórn en hún ætti að reynast öllum íbúum þessa lands vel.  Án  teljandi undantekninga hafa meginflokkar þessa lands haldið sig frá  digurbarkalegum  ummælum í garð útlendinga og ef satt er að þeir sem nú haldi til valda haldi uppá fiskikarla og kerlingar  og landbúnað ættu þeir að reynast vel þeim þúsundum útlendinga sem hafa haslað sér völl í þessum  greinum, einkum þó  fiskvinnslu en einnig í landbúnaði.

ENAR bendir á að börn innflytjenda detti frekar út úr skólum en aðrir og hvetur stjórnvöld til að taka á því.  ENAR vill kenna tungumálinu um, einhverskonar lykill  að árangri sé að kenna íslensku betur og meir.  ENAR hvetur íslensk stjórnvöld til að gera sitt til þess að koma í veg fyrir að innflytjendur hópist saman á tiltekna staði til búsetu.  Tungumáhindrunum í heilsugæslu verði rutt úr vegi og ekki verði reynt að hindra að múslimar eignist sínar moskur. Ýmislegt fleira mætti nefna og verður það gert síðar.

Allt þetta virðist smáatriði miðað við þær summur sem við fáum til baka af húsnæðislánum en þarf að vera  í lagi ætlum við að þróa hérna gott þjóðfélag.

Við hjótumað stefna að réttlátu þjóðfélagi án mismununar.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (1)

Höfundur