Þriðjudagur 28.05.2013 - 10:40 - Lokað fyrir ummæli

Hælisleitendur

Unirritaður furðar sig oft á því óþoli sem hér ríkir í garð hælisleitenda. Það  hefur þó verið sýnt fram á það að Íslendingar taka ekki á móti eins mörgum hælisleitendum og aðrar þjóðir á norðurslóðum. Tilefni þesara skrifa er að í dag fer héðan hálffull flugvél af Króötum sem leituðu hér hælis. Formaður Útlendingastofnunar útlistaði málið nokkuð í fjölmiðlum og taldi í góðu lagi að senda hópinn heim. Vitnaði til skýrslna frá Evrópusambandinu og mannréttindasamtökum. Af hverju hún vitnaði ekki til skýrslna frá Evrópuráðinu sem bæði Íslendingar og Króatar eru aðilar að er mér hulin ráðgáta. Ég fletti upp í skýrslu ECRI um Krótatíu. Þar er mjög varað við andrúmsloftinu.  Síðar kom í ljós að hluti Króatanna voru Sebar.  Alllir vita að Serbar eiga mjög erfitt uppdráttar í Króatíu og það er um það í skýrslum ECRI.

Enn og aftur. Við þurfum á innflytjendum að halda. Þeir gætu hæglega bjargað búsetu víðar en á Vestfjörðum og í fleiri atvinnugreinum en fiskvinnslu og á sjúkrahúsum. Við sem velmegandi þjóð ættum að taka á móti fleiri hælisleitendum. Það er liður í þessu.  Það er að auki siðferðileg skylda okkar.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (1)

  • Björn Heiðdal

    Er þetta alvöru pistill eða grín? Flóttamenn frá ESB sækja um hæli á Íslandi. Hvert ertu að fara með þessum pælingum þínum. Hvað búa margir flóttamenn heima hjá þér núna og er pláss fyrir fleiri eða þarftu að kaupa stærra hús? Á ég að gefa þér peninga fyrir stærra húsi eða viltu láta skattleggja mig sérstaklega.

    Ég sé í gegnum þig. Þér er ekkert annt um flóttafólk eða óbreytta innflytjendur. Þú vilt bara fylla öll skúmaskot af fólki og veist að Íslendingar fjölga sér ekki nógu hratt til þess.

    Þú sérð fyrir þér milljónir ofan á milljónir af gaggandi útlendingum sem skilja ekki næsta mann. Öll litlu sætu bæjarfélögin sem kallar eins og þú hafa sett á hausinn yfirfull af svörtum hommum frá Nígeríu og flóttafólki frá ESB.

    Hvað ætlar þú að gera þegar maturinn klárast og myrkrið kemur. Fórna sjálfum þér á altri eigins hégóma og gefa hold þitt. Vitandi að upprisan kemur síðar og eilíft líf.

Höfundur