Mánudagur 03.06.2013 - 11:42 - Lokað fyrir ummæli

Rasistar orðljótastir

Það er mikið unnið að því að koma óorði á bloggara, þ.á.m. af bloggurum sjálfum.  Málið er að það er í  góðu lagi með mikinn meirihluta þeirra sem skrifa pistla þ.e. halda úti vefsíðum.  Þeir sem eru netinu (nær)eingöngu til að kommentaera á aðra eru heldur  varasamir, hluti þeirra.  Þessi hluti fer í yfileitt í manninn. Sumir koma fram undir réttu nafni, aðrir ekki. Frá mínum bæjardyrum séð eru þetta illskeyttir hægri menn en það er m.a. af því að ég verð fyrir árásum þeirra, eða varð meðan ég skrifaði meira um pólitík.  Nokkuð er um rasista á þessum slóðum, þeir eru orðljótastir og aumkunarverðastir.  Ég reikna með að sumir hægri menn og sumir  þjóðrembingar líti hlutina öðrum augum.

Auðvitað eiga fjölmiðlar, þ.m.t. bloggarar að sía út versta  óhroðann áður en hann birtist.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (2)

  • Haukur Kristinsson

    „Rasistar orðljótastir“, ekki viss. Eðlilega bera öll ummæli, ekki síst þau sem þú flokkar sem óhroða, keim af umræðuhefð og character innbyggjara. Íslendingar hafa alltaf verið orðljótir og níðskældir. Oft var það eina vopn smælingjans gegn hroka og yfirgangi valdastéttarinnar, sýslumanna, hreppstjóra og presta.
    Og þetta viðgengst enn í dag. Valdastéttin hefur á sínum snærum hóp skriffinna, sem sem sletta úr klaufunum dagsdaglega. Til að nefna fuglakvísl AMX og pistla Moggans, skrifaða af fyrrverandi forsætisráðherra.
    En sá maður, Davíð Oddsson, er farinn að minna á helvítið hana Fríðu í Sjálfstæðu fólki. Fullur af heift og vanmetapeningur. Hefur lengi þegið af ríkinu, rífur kjaft og hugsar upphátt.

  • Þorsteinn Jón Óskarsson

    Það fer ekki milli mála að hægri öfgamenn eru orðljótastir í bloggheimum. Þeir eru eins hvort sem þeir búa á Íslandi eða Noregi t.d..

Höfundur