Þriðjudagur 02.07.2013 - 16:24 - Lokað fyrir ummæli

Leggjum niður Landsdóm.

Allt í lagi. Leggjum niður Landsdóm.  Löngu úrelt fyrirbrigði.  Breytum sjórnarskrá.  Kominn tími til.  Förum  eftir því sem erlendar skammstafanir segja.  Margt skynsamlegt og gott kemur frá Evrópuráðinu.  En hlítum ýmsum öðrum ráðleggingum þaðan.  Innan vébanda Evrópuráðsins eru m.a. nokkrar eftirlitsnefndir.  Ein t.am. um kynþáttamál, önnur um ástand í fangelsum.  Við mættum  fara eftir athugasemdum þessara nefnda sem gera skýrslur um Ísland með reglulegu millibili.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (2)

  • Jón Magnús Stefánsson

    Það er voðalega auðvelt að ætla að verða vinnsæll núna og slá svona fram.

    En hver á þá að bera pólitíska ábyrgð ? Það þýðir ekki að segja að það sé kosið um pólitíska ábyrgð í kostningum á 4 ára fresti , því þar ráða loðin loforðin, glamúrinn og grallið.

    Á þá enginn að bera ábyrgð á því sem hann gerir á Íslandi nema smáglæpamenn, búðaþjófar og slíkir ?

    Að bera raunverulega ábyrgð fer þá að vera í öfugu mæli við félagslegastöðu , hvítflibbar sleppa en smáyfirsjónamönnum er gerð refsing. Áhætta og ágóði slitið úr öllu sambandi að hætti Framsóknarflokksins.

  • Evrópuráðið er ekki til að taka sérstaklega alvarlega og óheppilegt að leggja niður Landsdóm – hann er heldur ekki hægt að leggja niður auðveldlega enda stjórnarskrárbundinn.

    Landsdómur er fyrirbæri sem á sér hliðstæður víða um hinn siðmenntaða heim, það er ekki frekar heppilegt að leggja niður Landsdóm en að leggja niður Hæstarétt.

Höfundur