Mánudagur 05.08.2013 - 11:55 - Lokað fyrir ummæli

Jesús tók sér ekki sumarfrí.

Viðtal Fox sjónvarpsstöðvarinnar við Iransk fædda Reza Aslan sem samdi bókina Zealot hefur sýnt mörgum fram á fordóma þessarar hægri stöðvar í garð múslima og vísinda en áhugi spyrils var fyrst og fremst hvað múslimi væri að rita um Jesú Krist.

Nú hafa múslimar ritað um Jesú fyrr og kristnir menn um Múhammeð og ekkert tiltökumál ekki hvað síst þegar unnið er í nafni vísinda. Aslan fer í spor margra ágætra fræðimanna og telur Jesú hafa verið  byltingrarmann sem var líflátinn vegna þess að hann taldist ógn við ríkjandi skipulag. Nokkuð auðvelt ætti að vera að sjá Jesú út -um han voru skrifaðar hvorki meira né minna fjórar viðurkenndar sögur og nokkrar auka.

En það er einmitt vegna þessa fjölda er auðvelt að sjá út marga Jesúsa enda hafa margir gert sér far um að mála upp hinn mystiska Jesú, hinn pólitíska Jesú, hinn íhaldsama Jesú og hinn frjálslynda Jesú. Alla þessa Jesúsa má sjá út úr Guðspjöllunum fjórum og verður varla úr þessu dæmt úr þessu  því að gyðingurinn Jesú  er horfinn á vit sögunnar en eftir stendur Kristni sem Paul frá Tarsus og síðan Rómverjar bjuggu til og síðan allir þeir menningarheimar sem þessi útbriddustu trúarbrögð veraldar hafa mótað og verið samsvarandi mótuð.

En dó Jesús sem ósáttur byltingarmaður eða var hann siðferðsipælari. Var hann kannski samkynhneigður eins og Jón Gnarr bendir á og tekinn af lífi þess vegna. Við munum aldrei komast að því  en hitt vitum við að hvenær sem nafn hans er nefnt veldur það usla. Það er t.d. nokkuð víst að hann tók  sér ekki sumarfrí þennan tíma sem hann hafði enda verkefnið brýnt og taki þeir til sín sem eiga.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (9)

  • Rósa.

    Faðir, sonur og heilagur andi. Einn guð og þríeinn. Höfuðkenning langflestra kirkjudeilda.

    Það má vel vera að þetta sé allt sé rétt sem þú segir um Jesú.

    Menn sem þiggja laun af þjóðkirkjunni geta aftur á móti ekki leyft sér svona fabúleringar.

    Menn geta ekki bæði sleppt og haldið.

Höfundur