Miðvikudagur 24.07.2013 - 18:31 - Lokað fyrir ummæli

Um rasíkar tilhneigingar

David Cameroon á það til að setja ofaní við sína eigin flokksmenn verði þeir sekir um rasískar tilhneigingar í ræðu eða riti.  Síðast var þetta áberandi þegar hermaður var drepinn á gotu í London fyrr á þessu ári.

Þetta er mjog til fyrirmyndar en er síður en svo einsdæmi. Hvort sem flokkar með rasískar tilhneigingar hafa sprottið upp eða ekki þá er mikilvægt að eiga leiðtoga í þessum efnum t.d. þegar múslimafóbía veður uppi svo minnir helst á undanfara gyðingaofsókna á síðustu old, eins og Bjarni Randver fræðimaður hefur svo listilega sýnt frammá, leiðtoga sem þora að vísa veginn sem leitt gæti til heilbrigs samfélags.

Þannig ættu formenn flokka að setja ofaní við áberandi flokksmenn sína þegar þeir láta vaða á súðum varðandi minnihlutahópaog  innflytjendur. Forsetinn mætti jafnvel stíga niður á jorðina og segja eitthvað við hjorðina.

Ísland er aðili að Evrópuráðinu. Evróðuráðið leggur mikla áherslu á að fólk tali af viti um  þessi mál.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (10)

  • Bjarni Kjartansson

    Hnaut um þetta: ,,Ísland er aðili að Evrópuráðinu. Evróðuráðið leggur mikla áherslu á að fólk tali af viti um þessi mál“.

    Þarna vantar auðvitað hvað er talið ,,að viti“ um málefnið.

    Er það vitfirra, að skoða reynslu annarra í þeim efnum sem um er rætt?

    Er það háttur glópa, að horfa framhjá margítrekuðum ,,tilraunum“ um fjölþjóðlegt samfélag og fjölkúltúr?

    Ef so er, liggur ljóst fyrir, að Raunvísindin er hrein glópska og algerlega úti á túni.

    Tilraunir sem hunsaðar eru, koma mönnum ætíð í koll að ekki sé nú talað um margítrekaðar tilraunir með svipuð efni við svipaðar aðstæður.

    Hinsvegar má alveg spyrja um, hverra ,,réttar“ skal gætt, hvort gæta eigi réttar þeirra sem hingað vilja koma eða réttar afkomenda þeirra sem hér hafa búið lengi?

    Allt spurning um hverra ,,mannréttinda“ er gætt á hverjum tíma.

    Svona lítur út ísköld greining vísinda enekki hjávísinda, sem félagsvísindin virðast stundum vera, þar sem hvert stangast á annars horn.

    Í Guðs friði með vísan til Nýja Testamenntisins en ekki þess Gamla.

  • Pistlahöfundur seilist langt til að koma höggi á þá sem eru honum ekki sammála. Hann kallar þá rasista en rasismi er eins og allir vita sterkt skammararyrði um fyrirlitlega skoðun.

    Pistlahöfundur gjaldfellir þetta orð rækilega þegar hann leggur það að jöfnu við svokallaða íslamófóbíu.

    Íslamófóbía er ekki skammaryrði heldur hrósyrði. Orðið lýsir skilningi og eðlilegum viðbrögðum við ógeðfelldri stefnu.

    Svona æfingar eins og pistlahöfundur beitir eru fasískar í eðli sínu. Andstæðingar eru kallaðir sterkum ónefnum sem engin innistaða er fyrir í þágu skoðanakúgunar.

    Reynt er að skipta fólki upp í vonda fólkið og góða fólkið. Við og þeir. Við erum umburðarlynd og endalust góð. Þeir eru heimskir rasistar og endalaust vondir.

    Með svona þvættingi er málum drepið á dreif og þau aldrei rædd af vitit. Hin algóða fjölmenningarstefna (fasismi nútímans) skal rekinn oní kok á fólki með góðu eða illu.

Höfundur