Miðvikudagur 24.07.2013 - 18:31 - Lokað fyrir ummæli

Um rasíkar tilhneigingar

David Cameroon á það til að setja ofaní við sína eigin flokksmenn verði þeir sekir um rasískar tilhneigingar í ræðu eða riti.  Síðast var þetta áberandi þegar hermaður var drepinn á gotu í London fyrr á þessu ári.

Þetta er mjog til fyrirmyndar en er síður en svo einsdæmi. Hvort sem flokkar með rasískar tilhneigingar hafa sprottið upp eða ekki þá er mikilvægt að eiga leiðtoga í þessum efnum t.d. þegar múslimafóbía veður uppi svo minnir helst á undanfara gyðingaofsókna á síðustu old, eins og Bjarni Randver fræðimaður hefur svo listilega sýnt frammá, leiðtoga sem þora að vísa veginn sem leitt gæti til heilbrigs samfélags.

Þannig ættu formenn flokka að setja ofaní við áberandi flokksmenn sína þegar þeir láta vaða á súðum varðandi minnihlutahópaog  innflytjendur. Forsetinn mætti jafnvel stíga niður á jorðina og segja eitthvað við hjorðina.

Ísland er aðili að Evrópuráðinu. Evróðuráðið leggur mikla áherslu á að fólk tali af viti um  þessi mál.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (10)

  • Þorleifur H. Gunnarss.

    Verðum að hafa í huga að múslímar eru ekki kynþáttur, heldur fólk sem trúir að kenningar Múhameds.

    Velti fyrir mér af hverju múslímar fá lóð á besta stað í Reykjavík, á meðan öðrum söfnuðum er vísað á lakari lóðir.

    Ásatrúarfólk fær lóð undir sitt bænahús að vel földum stað í Öskjuhlíð, þar sem að bænahús þeirra er lítt áberandi og úr alfararleið.

    Rússneska rétttrúnaðarkirkjan fær lóð á þröngum stað í gömlu íbúðahverfi beint fyrir ofan gamlt iðnaðarsvæði og því vel falin þar og lítt áberandi.

    Búddistum er vísað næstum út fyrir borgarmörkin og hafa fengið lóð á lítt áberandi stað nálægt Rauðavatni.

    Múslímar fá hinsvegar lóð undir sitt bænahús á mjög áberandi stað bak við merki Reykjavíkur og blasir við öllum sem koma til Reykjavíkur og aka niður Ártúnsbrekkuna.

    Og munið að múslímar líta niður á öll önnur trúarbrögð og líta í raun á alla sem trúa á annað en kenningar Múhammeðs, sem vantrúa, og hafa því í raun lítið umburðarlyndi gagnvart þeim sem ekki trúa á þeirra kenningar.

  • Þorleifur H. Gunnarss.

    Samkvæmt kenningum múslímatrúar, eru tvö „hús“ í heiminum; hús íslams og hús hinna vantrúuðu, þ.e. þeirra sem ekki trúa á íslam.

    Samkvæmt kenningum þeirra eru stríð á milli þessar „húsa“ og það verður ekki friður í heiminum fyrr en hús íslams hefur sigrað hús hinna vantrúuðu og allur heimurinn trúir á íslam og heimurinn verður orðið eitt Khalífa-enveldi stjórnað af Sharía-lögum íslams.

    Þess vegna ber múslímum að berjast gegn þeim sem ekki trúa á íslam og fá þá til að trúa á íslam, að öðrum kosti láti þeir lífið.

    M.ö.o. það á að múslímavæða heiminn með öllum ráðum.

    Vestræn gildi eins og lýðræði, frjálslyndi, jafnrétti kynja og það að konur ráði sér sjálfar, eru hindranir á vegi þess að allur heimurinn játist íslam.

  • Fordómar eru ævinlega gagnkvæmir. Það afsakar engan að „vera á móti“ byggingu múslima en það gerir þann ekki að „rasista“. Að mínum dómi kemur rasismi íslendinga fram í viðhorfi til Lúpínunnar. Þar er hægt að tjá mjög afgerandi rasistiskar útrás hugmynda um hvers kyns útrýmingu „framandi“ gróðurs.

    Andstaða við mosku er á svipuðu plani og hvort það eigi að byggja ráðhús í tjörninni eða setja gosbrunn í tjörnina.

    Múslimar amk þeir sem ekki eru uppaldir á Íslandi hafa djúpa og kannski eðlilega fordóma gagnvart því sem fyrir þeirra augu ber hérlendis einsog víða á vesturlöndum. Þeir eru þó líklega ekkert verri en mormónar hvað slíkt varðar.

    Fordómar vesturlandabúa á múslimum koma fram helst þegar múslimar segja okkur til syndanna og að við séum að gera allt vitlaust samkvæmt kóraninum og fleiru ítarefni þar að lútandi. Þá finnst vesturlandabúanum þessi gagnrýni koma úr hörðustu átt enda ttiltölulega nýbúnir að losa sig úr slíkum hugarfjötrum sem bókstafstrú og píetismi eru. Það er beinslínis óttinn við slíka sefjun ofstækis sem menn vita hvernig var að búa við og héldu að væri búið að sigrast á meðal annars með falli heimsmyndar kommúnista.

    Það á því að taka mark á „fordómum“. Þeir eiga sér rætur og sumar þó ekki allar eru vel þess virði að ræða betur og „fordómalaust“.

    Án erfiðrar samræðu verður engin skilningur til og án átaka hefur ekkert þjóðfélag náð þroska.

  • Í gegnum söguna (sem Þorleifur hér að ofan ætti að kynna sér) hafa Múhameðstrúarfólk verið það umburðarlindasta af öllum trúarbrögðum. Fólk fyrr á tímum sem varð fyrir ofsóknum vegna trúar sinnar, hver svo sem trúin var, gat talið sig hólpið komast það inn á yfirráðasvæði Múhameðstrúarmanna. Vegna heimsvaldastefnu vesturlanda, sem hefur bitnað illa á svæðum múhameðstrúarmanna í arabalöndunum, hafa rótækir hópar í þeirra röðum, eins og Talibanar, orðið áberandi. Þessir hópar eru alls ekki dæmigerðir fyrir Múhameðstrú.
    Í trúfrelsislandinu Íslandi væri bæði fárranlegt og ólöglegt að leyfa ekki Múhameðstrúarmönnum að byggja mosku.

Höfundur