Viðtal Fox sjónvarpsstöðvarinnar við Iransk fædda Reza Aslan sem samdi bókina Zealot hefur sýnt mörgum fram á fordóma þessarar hægri stöðvar í garð múslima og vísinda en áhugi spyrils var fyrst og fremst hvað múslimi væri að rita um Jesú Krist.
Nú hafa múslimar ritað um Jesú fyrr og kristnir menn um Múhammeð og ekkert tiltökumál ekki hvað síst þegar unnið er í nafni vísinda. Aslan fer í spor margra ágætra fræðimanna og telur Jesú hafa verið byltingrarmann sem var líflátinn vegna þess að hann taldist ógn við ríkjandi skipulag. Nokkuð auðvelt ætti að vera að sjá Jesú út -um han voru skrifaðar hvorki meira né minna fjórar viðurkenndar sögur og nokkrar auka.
En það er einmitt vegna þessa fjölda er auðvelt að sjá út marga Jesúsa enda hafa margir gert sér far um að mála upp hinn mystiska Jesú, hinn pólitíska Jesú, hinn íhaldsama Jesú og hinn frjálslynda Jesú. Alla þessa Jesúsa má sjá út úr Guðspjöllunum fjórum og verður varla úr þessu dæmt úr þessu því að gyðingurinn Jesú er horfinn á vit sögunnar en eftir stendur Kristni sem Paul frá Tarsus og síðan Rómverjar bjuggu til og síðan allir þeir menningarheimar sem þessi útbriddustu trúarbrögð veraldar hafa mótað og verið samsvarandi mótuð.
En dó Jesús sem ósáttur byltingarmaður eða var hann siðferðsipælari. Var hann kannski samkynhneigður eins og Jón Gnarr bendir á og tekinn af lífi þess vegna. Við munum aldrei komast að því en hitt vitum við að hvenær sem nafn hans er nefnt veldur það usla. Það er t.d. nokkuð víst að hann tók sér ekki sumarfrí þennan tíma sem hann hafði enda verkefnið brýnt og taki þeir til sín sem eiga.
Hefurðu þá aldrei heyrt um föðurinn, soninn og heilagan anda, Rósa?
Hefurðu ekki kristna trú, séra Baldur? Veiztu ekki með trú þinni, hvers vegna Jesús var krossfestur? Nagar efinn hjarta þitt? Sannfærðistu aldrei um trúna, eða ertu fráfallinn? Hvernig geturðu, þjónandi Þjóðkirkjuprestur, skrifað svona um Krist: „Var hann kannski samkynhneigður eins og Jón Gnarr bendir á [!!!] og tekinn af lífi þess vegna. Við munum aldrei komast að því …“
Segðu af þér, afsalaðu þér þínum háu launum ef þú ert hættur að þjóna sannleikanum um Krist, en ferð með vansæmandi dylgjur um hann.
Jesús var Gyðingur, og þar voru samkynja kynmök bönnuð að viðlagðri hörðustu refsingu. Lögmálið bannaði, að karlmenn legðust saman til samræðis. En Jesús braut hvergi lögmálið, og enginn gat sannað á hann synd. Þeim mun heimskulegri eru sjálfumglaðar hugleiðingar Jóns Gnarr og grófgerð heilabrot annarra sem fæstir virðast þekkja ritningar kristindómsins; en maður hélt nú, að þú vissir þó eitthvað á því sviði!
Jesús staðfesti (Lúk.17.29, Mt.11.23), að dómur Guðs yfir Sódómu var réttlátur. Hann lagði þunga áherzlu á hreinlífi bæði í verki og hugsun. Postular hans og aðrir lærisveinar héldu sig við hina heilnæmu kenningu. Júdasarbréf, 7. vers, og Pálsbréfin (Róm.1.26-7, I.Kor.6, I.Tím.1) tala eindregnum, dæmandi orðum gegn samkynja mökum; það sama á við um Didache-ritið (um eða fyrir 100 e.Kr.) og alla postullega feður fornkirkjunnar og kirkjufeður fornaldar og miðalda, að því leyti sem þeir véku að þessum athöfnum.
Kristnir menn vita um fyrirheiti Krists til kirkjunnar, að hún yrði leidd í sannleikann og gefinn Heilagur Andi til þess. Hann, sem hafði vald til að sigra dauðann, hafði líka vald og getu til að senda postulum sínum Heilagan Anda í kennslu þeirra í ritningunum. Sannkristnir efast því ekki um þessa kenningu postulanna og láta sér ekki til hugar koma, að hún sé andstæð kenningu meistarans sjálfs.
@Páll
Þarna er faðirinn, sonurinn og heilagur andi. Þrír „aðilar“ svo varla getur Jesú verið sjálfur Guð þó þeir hafi báðir haft heilagan anda.
Annars er Biblían skrifuð svo löngu eftir dauða Jesú og af karlmönnum sem var mest í mun að matreiða hana eins og þeim hentaði.
Sennilega er mest af henni bara sögusagnir lönguliðinni atburða, sem flest trúarbrögð segja frá löngu fyrir fæðingu Jesú.
Furðullegt Baldur, að þú talir um Jésu Krist í þátíð.
Jésu var ekki, hann er, eins og hann segir sjálfur!