Myndband með Eurovision lagi Pollapönks veldur mér vonbrigðum. Veikleiki lagsins er að fordómar í því eru takmarkaðir við fordóma gagnvart fötluðu fólki og auk þess of feitum og kyni fólks hefi ég tekið rétt eftir. Ekkert er lagt út af fordómum gagnvart minnihlutahópum sem eiga rætur sínar í uppruna fólks, höfðuvandamáli heimsins þegar fjallað er um fordóma-prejudice. Úr þessu hefði mátt bæta ef ekki í enskum texta þá í myndbandinu einu saman. Í stað þess eru þar einvörðungu hvít ungmenni. Hvít ungmenni af lútherskum uppruna frá ríki með eina hörðustu útlendingalöggjöf síns heimssvæðis syngjandi um fordóma í Euróvision. Hljómar ekki vel. Eða hvað?
Góður punktur. Íslendingar líta svo á að fjölmenningin sé í útlöndum og hefur neikvæða skýrskotun í hugum landans. Henni fylgja vandamál. Samt er Ísland fjölmenningarland. Við annað hvort gleymum því eða hunsum það meðvitað eða ómeðvitað.
Þetta er kraftmikið innlegg í baráttuna gegn fordómum. Áróður fyrir svokallaðri fjölmenningu er allt annar handleggur og mjög fordómafullur í eðli sínu.
Rétt ábending. Eg tók strax eftir þessu.
Já, farmann, ég er sammála. Sá áróður er í eðli sínu fordómafullur og hræsnisfullur að auki.