Föstudagur 18.04.2014 - 12:06 - Lokað fyrir ummæli

Þess vegna er ég kristinn?

Hvers vegna er ég að þessu? Hvers vegna er ég að boða trú á ,,stórgallaða“ æðri veru?  Hvers vegna læt ég mér ekki duga heiminn eins og hann kemur mér daglega fyrir sjónir með öllum hans undri og fegurð? Mér finnst tilvalið að velta þessu fyrir mér um páska.

Fyrst er til að taka að undur þessa heims duga mér allajafna og mér finnst oftast engu bætandi við þá veröld sem við blasir og finnst sköpunin, hvernig tegundir hafa þróast og hnöttur og alheimur mótast, undri líkast.

Sjálfur er ég alinn upp í kristnu samfélagi. Alinn upp undir krossmarki með kristnar bænir og sálma og kristið dagatal nærhendis.

Fullorðinn hef ég kynnst öðrum trúarbrögðum svo sem íslam og gyðingdómi og virði þau trúarbrögð  en kristindómur heldur þó áfram að vera þau trúarbrögð  sem mótuðu mig.

Ekki dettur mér þó í hug  að ég sé samfélagstækur vegna kristinnar trúar. Þar kemur margt til líkt og er hjá áhangendum annarra trúarbragða svo og guðleysingjum.

Guðleysingjar sem ég þekki eru ágætir menn líkt og flestir þeir kristnu og múhameðs sem ég kannast við. (þekki enga gyðinga enda alinn upp á fjrlægri eyju með tungumál sem einangrar).

Guðleysingjar (atheistar) eiga sér sínar siðferðilegu viðmiðanir ekkert síður en trúaðir. þær eru að hluta til sóttar í trúarbrögðin en trúarbrögðin hafa safnað saman mörgu því besta í bækur og trúarvísdóm, oft með yfirnáttúrulegri íhlutun að því er menn segja.

Hvers vegna er ég þá trúaður fyrst að trúin gerir mig ekkert endilega betri?  Hreinskilnasta svarið er ,,ég veit það ekki“. Annað svar er að samfélagið sem ól mig hafi uppfyllt þá trúarþörf sem ég hef.  Önnur samfélög hefðu sjálfsagt uppfyllt hana öðruvísi. þessi trú hefur reynst mér dýrmæt í andtreymi og ég hef tekið eftir því að hún hefur reynst öðrum vel.

Ég hef þó ýmigust á öfgum þ.m.t. bókstafstrú og gef lítið fyrir þá  sem klæða fyirlitningu sína  á þeim sem eru öðruvísi en þeir eða hafa aðra kynhneigð í trúarlegan búning.

Og ég er enginn sérstakur talsmaður þjóðkirkju en tel þó ekki óskynsamlegt að halda núverandi skipulagi, hafa nokkuð sjálfstæða kirkju í formlegum tengslum við ríkið, en tel að við ættum að leggja enn meiri áherslu á það í stjórnarskrá en nú er að trúfrelsi ríki á Íslandi. Hef raunar ákveðnar hugmyndir þar að lútandi. það ásamt því að allir séu jafnir fyrir lögum er grunvallaratriði.

 

 

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Ummæli (4)

  • Svarið við spurningu þinni er enfalt, ef þú ert kristinn, ert þú líka vitgrannur, ef heilinn í þér fúnkerar normalt þá sérðu að þetta er alt saman kjaftæði, enginn guð er til, hefur aldrei verið til, og mun aldrei verða til.

  • Þorsteinn Jón Óskarsson

    Ég á bæði trúaða og trúlausa vini sem mér þykir vænt um. En mér leiðast ofstækismenn trúaðir sem trúlausir.

  • Þetta er náttúrulega galið alltsaman.

  • Lakur og slakur páskapistill, Baldur. Það er það fyrsta sem ég nefni.

Höfundur