Þriðjudagur 27.05.2014 - 11:54 - Lokað fyrir ummæli

Uppgangur öfgaflokka takmarkaður en varhugaverður

Flokkar lengst til hægri, öfgaflokkar, flokkar sem eru á móti Evrópusambandinu fengu flest atkvæði í kosningunum til Evrópusamabandsþingsins. Einhvern veginn svona hljómaði rödd Boga Ágústssonar úr bakhluta sjónvarpsins þegar ég var að vaska upp í gær.

Það er auðvelt að misskilja þetta. Það rétta er að öfgaflokkar yst til vinstri en þó aðallega hægri fengu mest um fjórðung atkvæða þó að í Bretlandi og Frakkalandi yrðu þeir naumlega efstir af mörgum.  Sjállfstæðisflokkurinn (UKIP) í Bretlandi, Le Pen í Frakklandi.  Víðar t.d. í Hollandi fékk öfgaflokkur Gerts Widers bara 12,5% atkvæða.

Saman hafa þessir flokkar óverulegt fylgi á þingi Evrópusambandsins þar sem megisstraumsflokkar, sitt hvoru megin við  miðju, flokkar á borð við Samfylkingu og Sjálfstæðisflokk (eins og hann var) hér, hafa mikinn meirihluta.

Ofan í kaupið er óvíst að öfgaflokkarnir geti komið sér saman um flokkabandalag þar sem þeir hatast við element úr hvor öðrum.

Þessir flokkar hafa það sameiginlegt að þeir eru á móti, hafa alla vega, horn í síðu Evrópubandalagsins, eru á  móti innflytjendum og oft á tíðum frjálsum viðskiptum milli ríkja. Einangrunarhyggja einkennir þá. Innan þeirra eru stækir ofstækismenn t.d. er gyðingahatur áberandi meðal fylgismanna le Pen í Frakklandi.  Þá eru nýnasistar í þessum flokkum t.d. í Þýskalandi, en víðar.

Það skyldi enginn gleðjast yfir þessum uppgangi.  Þeta er að sönnu harkaleg viðvörun til okkar um að styrkja frjálslynd öfl og halda vel á  málefnum innflytjenda. Umfram allt að halda þeim málum  í skynsamlegum farvegi og forðast hvers kyns lýðskrum þar sem reynt er að nota útlendingaspjaldið til atkvæðaveiða. Sem betur fer virðist vera á því mikill skilningur meðal Íslendinga. Og einagrunarhyggju ættum við forðast eins og heitan eldinn.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (4)

  • Haukur Kristinsson

    Þessi pistill á ekki síst erindi til Reykvíkinga, en eftir nokkra daga verða kosningar til sveitarstjórna og margt bendir til þess að truntan hún Sveinbjörg nái kosningu og þá einkum vegna ófyrirleitins málflutnings sem einkennist að bigotry og andúð á útlendingum og innflytjendum.

    Sú niðurstaða yrði ekki aðeins kjósendum Framsóknar til skammar, heldur allri höfuðborginni.

    Skora á kjósendur að sjá sóma sinn í því að koma í veg fyrir slíkt.

  • Þið kratarnir hafa alltaf verið á þeirri skoðun að allir aðrir séu fávitar. Og hafa verið duglegir við að útvarpa þeiri skoðun sinni. Sennilega er það ástæðan fyrir því að sögulega eru þið alltaf í smáflokki, hvað sem reglulegu kennitöluflakki líður.
    Ykkur er brugðið núna, skiljanlega, fávitarnir eru að breytast í „öfgalýð“, af þeirri ástæðu að þeir kaupa ekki lengur lygina um ESB. Reyndar hafið þið kratarnir gert dauðaleit að einhverju sem getur styrkt ykkur í trúnni. Margir ykkar hafa ornað sér við að enn sé meirihluti „hófsamra“ hægrimanna og „umburðarlyndra“, eins og þið kjósið að kalla ykkur sjálfa, á Evrópuþinginu, og „öfgaöflin“ séu í raun bara brot af þingmannafjöldanum.

    Eins og venjulega þá skiljið þið kratar ekki aðalatriðin, eins og þau að andstæðingar ESB urðu stærstu flokkarnir í Bretlandi, Frakklandi, Danmörku, Írlandi og Grikklandi. Sem þýðir að stríðið um ESB er ekki lengur á ESB þinginu, það er heima í héraði. Enda er komið fát á Hollande og Cameron. Þeir hafa ekki hugsað sér að láta þröngsýna afstöðu til einangrunarbandalags ESB eyðileggja flokkana heima, og því kemur bara tvennt til greina, umfangsmiklar breytingar á ESB, eða úrsögn. Ef úrslit þingkosninga í Bretlandi á næsta ári verða í stíl við úrslitin nú, þá verður öruggur meirihluti fyrir úrsögn, í stíl við skoðanir meirihluta Breta, sem skv skilgreiningu ykkar Egils Helga og fleiri krata, eru öfgamenn.

    Sko, það er nefnilega þannig að kratarnir í Bretlandi reyndu þessa hefðbundnu kratísku skítkastleið, að kalla andstæðinga ESB í Bretlandi fávita og öfglýð, með þekktum afleiðingum.

    Og eitt í leiðinni, hún er dásamleg þessi ofurhræsni í þér Baldur, að kalla andstæðinga ESB einangrunarsinna, í sama pistli og þú ásakar þá fyrir kynþáttahatur. Svolítið merkilegt að þú skulir vera að dásama þetta ESB batterí sem leynt og ljóst reynir að útiloka innflutning á afurðum frá fátækustu þjóðum heims, með innflutningshömlum af öllum gerðum.

    Afskaplega kristilegt viðhorf, eða þannig.
    Þú ert greinilega svartstakkur inn við beinið.

  • Svona í leiðinni, hvað ætlið þið kratar að gera í málum Kristínar Soffíu Jónsdóttur?
    Er það ekki of mikil hræsni, jafnvel á ykkar mælikvarða, að hafa á lista svona hrikalegan rasista?

    Þessi ummæli eru náttúrulega með ólíkindum:
    „Ömurlegt að Reykjavíkurborg sé búin að útdeila lóð til þessara skítasafnaðar. Þessi söfnuður má fokka sér“

    Ætlar þú að fara sömu leið og aðrir kratar, að verja ofangreint?

    • Hannes Þórisson

      Ekki er ég Krati, flokkast sem frjálslyndur hægri maður en Kristín er 1. búin að biðja afsökunar og 2 var þetta sett fram við frétt þar sem sú kirkja var að hvetja til ofbeldis gagnvart samkynhneigðum í Rússlandi.

      Þetta var sagt í reiði gegn kirkju sem notaði vald sitt opinberlega til að ráðast á 1 minnihlutahóp. Ég er ekki að afsaka hana en hún hafði vit á því og er meirri manneskja fyrir vikið að biðjast afsökunar.

Höfundur