Fimmtudagur 05.06.2014 - 17:41 - Lokað fyrir ummæli

Framsókn á endastöð!

Framsóknarflokkur Halldórs Ásgrímssonar var á hraðri leið til framtíðar. Úreltur bændaflokkur sem hafði lent í klónum á spillingu tók sér stöðu fyrir framan aðra flokka. Var á leiðinni að verða framsækinn, alþjóðlega sinnaður, frjálslyndur flokkur líkt og venstre í Danmörku, á svipaðri leið og Frjálslyndi flokkurinn í Bretlandi vill vera á. Í slíkum flokki hefði bændur og bændasinnað fólk sameinast framsæknum öflum í samfélaginu og hiklaust verið í fararbroddi um mótun íslensks samfélags á 21. öldinni.
Í stað þess náðu þeir yfirhöndinni sem vildu horfa afturábak inn til dala í stað fram á veginn og kölluðu þjóðrækni. Ekki var það þó umhyggja fyrir landinu og náttúru þess, fjarriþví. Ekki var það heldur sú heilbrigða þjóðrækni sem Jón Sigurðsson yngri reyndi að koma svo fallega í orð, heldur sú þjóðrækni sem hefur horn í síðu þess sem útlenskt er, leggur áherslu á jafn sjálfsagða hluti og íslenska fánann og íslenskan mat, talar um útlendinga í sömu andrá og sjúkdóma og glæpi, hreinræktaða Íslendinga og fleira í þeim dúr. Samhliða þessu kemur ótti við Evrópusambandið og útlendinga og trú þeirra sem hér setjast að. Hiklaust dæmi um örvinglaðan flokk sem veit ekki fyrir hvað hann stendur og veit ekki hvaða skoðanir bærast með þeim sem hann leiða. Bregst flokkurinn þannig lýðræðislega aðalverkefni sínu að hafa prófað þá alvarlega í innanflokkstarfi, beint eða óbeint, sem flokkurinn síðar teflir fram til að leiða þjóð eða borg.
Þó að ótti við útland og nýkomin verði sjálfsagt alltaf til staðar þá er flokkur sem byggir á neikvæðni og andúð kominn á endastöð enda hafa bæði Samfylking og Björt Framtíð velt framsókn úr sessi sem valkostur fyrir þá sem vilja vera nálægt miðjunni.

Flokkar: Óflokkað · Stjórnmál og samfélag

«
»

Ummæli (9)

  • Það þarf dáldið gott hugmyndaflug að trúa á Guð og Biblíuna. En að halda að Halldór Ásgrímsson eða Samfylkingin séu samheiti yfir frjálslyndi ber vott um andlega heilaleikfimi sem mér er gjörsamlega ofviða að skilja. Miklu frekar ætti að líta á þessi tvö fyrirbæri eitthvað sem foreldar gætu hrætt börnin sín með í staðin fyrir Grýlu og Leppalúða.

    • mikið rosalega er ég sammála þér, Halldór Ásgrímsson er eitt mesta skrímsli sem hefur komið fyrir þessa þjóð, það ætti að kjðldraga hann, en fyrst og fremst að hætta að borga þessu… laun fyrir sín störf. Skandall út í gegn er þessi maður.

  • Sigurður

    Framsóknarflokkurinn, undir stjórn Halldórs Ásgrímssonar hafði það eitt að markmiði að stela eins miklu og mögulegt var frá ríkinu og afhenda vildarvinum.

    Eftir að hafa stolið öllu steini léttara, breyttu þeir svo leikreglum þannig að þyggjendur þýfisins gætu svo haldið áfram að stela sem mestu frá fólkinu í landinu, uns öll myllan hrundi.

    Að minnast Halldórs með geislabaug yfir höfði, það er eitthvað klikkað við það.

    Það er leitun að óheiðarlegri stjórnmálamanni en Halldóri, Árni Sigfússon, Davíð og svo Finnur Ingólfs, þetta eru helstu kandidatarnir.

Höfundur