Þriðjudagur 10.06.2014 - 17:03 - Lokað fyrir ummæli

Eru trúarbrögð úrelt?

Ekki hvarflar að mér að bera blak af þeim sem hleyptu mosku umræðu af stað fyrir borgarstjórnarkosningarnar né af þeim sem biðu þar til atkvæði voru komin í hús með að tjá sig (og reyndu þá að leika fórnarlömb). Sagan dæmir slíkt.  En þessi pistill fjallar ekki um það heldur um gjána sem myndast hefur milli mannréttinda og trúarbragða.
Við lifum yfirfærslutíma. Fram um miðja tuttugustu öldina skilgreindu trúarbrögðin hvað væri rétt og hvað rangt, hvað væri satt eða logið, líklegt eða ólíklegt m.ö.o. skilgreindu lífið manns eigið og umhverfisins.
Á þessu hefur orðið breyting. Samfélög okkar eru byggð á mannréttindum og eru þau tryggð með mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna og Evrópuráðsins í okkar heimshluta og hundruðum smærri sáttmála um tiltekin viðfangsefni. Þessir sáttmálar, sem eiga rætur m.a. rætur í jákvæðum mannskilningi trüarbragða, eiga að tryggja okkur mat, vatn og félagslegt réttlæti, frið og frelsi til orðs og æðis, líf án þess að okkur sé mismunað vegna þjóðernis, tungu, uppruna, litarháttar, kyns, kynhneigðar, trúar eða nokkurs slíks.
Trúar, já það getur verið verkur. Trúarbrögðin bera inn í samtímann gamlar bábiljur og gera sannanlega upp á milli samkynhneigðs fólks og gagkynhneigðs, ætla fólki ólíkt hlutskipti eftir kynjum svo tvennt eitt sé nefnt. Þá kemur spurningin: má halda fram sjónarmiðum sem gera upp á milli fólks á grundvelli trúar, ef þau leiða til mismunandi meðhöndlunar fólks? Rekast ekki á þarna mannréttindi og trúfrelsi. Umburðarlyndiskrafa mannréttinda og íhaldssemi trúarbragða sem sum hver sækja mannskilning sinn í bækur ritaðar fyrir 2000 árum?
Segja má með að umburðarlyndi setji meginsvip á Íslending nútímans . Er það ávöxtur þúsund ára kristinnar trúar eða eitthvað sem við höfum tileinkað okkur á allra síðustu árum, með tilkomu mannréttindasáttmála og etv. annarra trúarbragða?

Og er ekki lausnarðiðið í þessu sem öðru umburðarlyndi?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (12)

  • Ég er ekkert viss um að umburðarlyndið sé fyrst og fremst eða eingöngu vegna kristinnar trüar!

  • Umburðarlyndi er augljóslega alls ekkert tilkomið vegna trúarbragða eða trúarstofnana.Þó einstaka fólk innan þessara mengja sé víðsýnt og umburðarlynt þá er heildin það ekki. Trúarbrðgð prédika mismunun á grundvelli trúar, kynferðis, uppruna og jafnvel kynhneigðar. Trúarstofnanir gera slíkt hið sama. Þjóðkirkjan stóð (ásamt fleirum) t.a.m. að haturssamkomu í Laugardalnum í fyrra – umburarlyndið hreinlega að kæfa fólk þar.

    Trúarstofnanir eru nýlega farnar að sveipa sig skikkju umburðarlyndis og þykist m.a.s. hafa haft eitthvert frumkvæði æi þeim efnum. En kirkjan hefur alltaf elt samfélagið – ekki öfugt. Það er löngu kominn tími til þess að spunameistarar Þjóðkirkjunnar horfist í augu við þetta – Kirkjan eltir til að (reyna að) rétta af almenningsálitið.

    Til að svara spurningunni sem sett er fram í lok pistils: Umburðarlyndið er ávöxtur aukinnar menntunar og mannréttindavakningar sem orðið hefur í vesturheimi á örfáum áratugum – þrátt fyrir kæfandi tilburði trúarbragða gagnvart þessum lykilatriðum.

  • Heiðrún

    Umburðarlyndið krefst þess ekkert endilega að allir sjái alla hluti eins og séu sammála um allt. Einn getur verið múslimi sem vegna trúar sinnar samþykkir ekki lífstíl þess samkynhneigða. Annar getur verið trúleysingi sem fyrirlítur allar trúarskoðanir. Það þýðir samt ekki að þessir tveir geti ekki verið góðir hvor við annan og alla aðra, umborið aðra og samþykkt málfrelsi og full mannréttindi til allra annarra. Það er allt í lagi að hafa mismunandi skoðanir á málum, jafnvel moskumálum.

  • jonasgeir

    Er það umburðarlyndi að styðja það sem ekki er umburðarlyndi?

    Spyr mig oft þessarar spurningar þegar rætt er um þetta ágæta moskumál.
    Moska er jú þannig að konur mega ekki vera með karlmönnum í aðalsal fíneríisins. Hvernig getur það samræmst öllum öðrum þáttum mannréttinda annarra en trúfrelsis? Kona má ekki koma inn ef hún er á blæðingum. Barn er ekki velkomið í mosku og alls ekki þeir sem kallast geta geðveikir eða geðfatlaðir.
    Þetta eru bara ekki trúarbrögð sem samrýmast lífssýn fólks sem kallast umburðarlynd. Það er vandamálið.

Höfundur