Sunnudagur 11.01.2015 - 21:59 - Lokað fyrir ummæli

Kirkjujarðarsamkomulagið söguleg mistök?

Já, hvernig eignaðist kirkjan allar þessar jarðir. Eða er til eitthvað sem heitir séreign kirkjunnar í þjóðskipulagi sem flaggar lútherskri þjóðkirkju?
Einhver sérfræðingur mætti huga að þessu. En mitt svar mitt yrði eitthvað á þessa leið.:
Á fyrstu öldum kristni sáu jarðeigendur (stundum nefndir höfðingjar) sér hagræði í því að gefa kirkjunni jarðir sínar undir kirkjur og halda presta. Gerðu þeir bókhneigðustu syni sína eða aðra skrítna heimilimenn stundum að prestum. Fyrir vikið þurftu þeir ekki að greiða skatt af þessum jörðum.
Gert sem sagt í grôðaskini, eitthvað sem sumir efnamenn nútímans kannast vel við. En þetta tortóludæmi hélt ekki. Kirkjan snéri á menn eftir að þessi skattundanskot höfðu staðið yfir í heila öld og gerði alvörutilkall til eignanna og hafði betur. Það sem eftir lifði kaþólsku bættist í safnið. Fé sækir í fé, jarðir í jarðir. Eitthvað erfði kirkjan o.s.frv.
Við siðaskipti (1550) komst kirkjan undan yfirráðum páfagarðs undir yfirráð danska konungsvaldsins. Þó hún rynni saman við ríkið hélt hún að forminu til eignum sínum. Sameinaðist þannig ekki ríkinu en gekk í eina sæng með því. En skilin milli sænganna voru ekki tekin mjög alvarlega af hálfu ríkisins og er þéttbýli fór að myndast var byggt jöfnum höndum á kirkjujörðum og ríkisjörðum.
Að fengnu sjálfstæði, þegar innlennt ríkisvald fór að véla með þessar jarðir, urðu skilin ógleggri og rîkið seldi kirkjujarðir á spottprís þóknanlegum mönnum því ekki var þetta auglýst. Um og upp úr miðri síðustu öld var mjög mikilvægt einmitt að þessari ástæðu að ráða landbúnaðarráðuneytinu og vera þar í flokki.
Mjög fór jarðarstofninn minnkandi og er líða tôk á öldina fór kirkjan, sem hafði eflst nokkuð, að óttast um sínar veraldlegu hreitur. Vitað var auðvitað hvaða jarðir kirkjan átti enn og vitað var nokkuð hverju handhafar landbúnaðarráðuneytis höfðu komið undan kirkjunni en erfitt var samt að reikna út hvað rîkið hafði haft af kirkjunni og hvað henni hafði verið bætt á fjárlögum. Talsmenn stjórnarráðsins viðurkenndu þó að ekki hefði ríkt nein sérstök stjórnfesta í þessum efnum.
Það má segja að viðurkenning á því að misfarið hafi farið með eigur kirkjunnar hafi lagst á borðið með jarðarsamkomulaginu 1997 er rîkið tók að sér að greiða laun 138 presta og 18 starfsmanna biskups um alla framtíð gegn því að eignast allar jarðirnar nema ca. 120 kirkjustaði og sérstakar kirkjujarðir.
Rîkið hefur ekki staðið við þennan samning frekar en flesta aðra samninga sem það gerir. Fjárlög eru samningum æðri og kirkjan hefur ofan í kaupið kosið að semja um afslátt af samningnum frekar en að láta hart mæta hörðu. Lái henni það hver sem vill. Nú borgar ríkið aðeins laun 107 presta og selur eignir sínar og ræður ekki í lausar stöður til þess aða halda sjó því að kjör presta eru varin af kjaranefnd.
En minnkandi framlög rîkisins eru ekki eingöngu vegna samningsbundins afsláttar af samningi. Einnig eru minnkandi framlög vegna þess að hratt hefur fækkað í þjôðkirkjunni. Nú eru þar um 80% landsmanna en voru 95% þegar drög voru lögð að nefndum samningi. Fækkaði hratt um það leyti sem hann var gerður, og héldu menn að að það væri vegna hegðunar biskups, en þetta var reyndist upphaf að þróun sem ekki hefur stöðvast síðan og sér ekki fyrir endann á.
Samhliða fækkun hefur orðið sú breyting á hugsunarhætti að þjóðkirkjufyrirkomulag á mjög undir högg að sækja og raunar engin sátt um það í íslensku samfélagi (frekar en norsku og sænsku t.a.m.). Mín tilfinning er sú að þetta fyrirkomulag sé að syngja sína síðustu áratugi þar sem það samræmist illa hlutleysi ríkisvalds í trûmálum sem byggir meir og meir á því að mismuna ekki fólki en gera öllum jafn hátt undir höfði.
Þess vegna varpa ég því fram að kirkjujarðarsamkomulagið 1997 hafi verið söguleg mistök. Kirkjan hafi með gerð þess lagt allt of mikið vald í hendur ríkisvalds sem vill ekki mismuna fólki og Hæstréttar sem leggur æ meira upp úr því að mismuna ekki fólki og meira meira upp úr mannréttindasjónarmiðum.
Kirkjan kunni því að sitja uppi án sérstaks sambands við ríkið og eignalítil í þokkabót. Hún mun án efa reyna að fá eignir sínar til baka en ekki er víst að það takist af ástæðum framangreindum.
Kirkjan hefði,sum sé, frekar átt að reyna að innheimta eitthvað af eignum sínum og búa sig þannig undir óhjákvæmilegt sjálfstæði sitt.
Þetta er sú leið sem svíar fóru og reka nú sænsku kirkjuna mestmegnis fyrir arð af eignum sínum.
Í lok síðustu aldar var lag til þessa bæði þar og hér. Svíar endurheimtu skóga og skólendi. Íslenska kirkjan gerði samning við ríkið sem ekki heldur. Tími endurheimtu og tími ,,góðra“ samninga er liðinn og kemur ekki aftur.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur