Miðvikudagur 14.01.2015 - 16:49 - Lokað fyrir ummæli

Fjölmenning komin til að vera!

Hvað sem öðru líður þá er bæði fjölmenning og hnattvæðing komin til að vera. Ef eithvað er munu loftlagsbreytingar herða á þróuninni en á meðan sum svæði jarðar verða lítt fýsileg til búsetu verða önnur fyrst um sinn a.m.k. fýsilegri kostur en áður. Búferlaflutningar munu því aukast og eins gott að þjóðir heims lagi sig að þeirri þróun ef ekki à að skerast í odda.
Hnattvæðing er ekki ný af nálinni. Regla er frekar en hitt að innan landamæra ríkja séu minnihlutahópar fólks fætt annarsstaðar og/eða af fyrstu kynslóð innflytjenda.
Helst er að einangruð(og köld) eyríki  þ.e, fáir hafa flutt þangað, hafi orðið einsleit. Þess hefur gætt einnig á Norðurlöndunum.
Æstir þjóðernisflokkar hafa óvíða nàð fótfestu. Þar sem þeir hafa náð meiru en 10-15% fylgi hafa þeir dumpað aftur (Hollandi, Grikklandi). Ekki er talið að fólk laðist að þeim vegna þjóðernishyggju eigöngu heldur vegna mjög bágra lífskjara (Grikkland) og vantausts á stjórnmál yfirhöfuð (UKIP).
Yfirleitt eru múslimar 2-5% í löndum Evrópu, 8-10% í Frakklandi. Vel undir hálfu prósenti hér.
Vilji fólks til að lifa saman í sátt og samlyndi setur mjög svip sinn á vestræn samfélög sem líta á sig sem fjölmenningarsamfélög. Umburðarlyndi, kærleikur, réttlæti og trúfrelsi eru gildi sem skora mjög hátt í vestrænum samfèlögum, einnig hér à landi.
Morðin í Frakklandi munu eflaust kynda undir múslmafóbíu, kröfur um eftirlit og auka fylgi við þjóðernisflokka eins og Stefán Ólafsson prófessor bendir á en þau munu einnig kynda undir samstöðu og samhug í Frakklandi og nálægum ríkjum, einnig hèr.
Hér á landi hefur nýr flokkur sem gerir út á andúð á innflytjendum ekki náð fótfestu. Höfun ýmissa forystumanna Sjálfstæðiflokksins á orðfæri sem elur á ótta er til fyrirmyndar. Fleirri forystmenn stjórnmála og þjóðar mættu stíga fram. Þó menn fari ekki til Parísar er hægt að segja sitthvað hér innanlands.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur