Þriðjudagur 14.04.2015 - 12:06 - Lokað fyrir ummæli

Trúfélög: Á að banna fé erlendis frá?

Mér finnst ekki koma til greina að banna algjörlega fjármögnun á trúarbyggingum ,,að utan“.  Mikilvægt er hins vegar að þessi framlög séu gefin upp og öllum augljós. Algjört bann yrði trúlega á skjön við þá sáttmála sem við höfum undirritað og ekki í samræmi við dóma Manréttindadómstólsins. Hins vegar mætti setja framlögum þessum skorður, setja á þær þak og gera kröfur á gagnsæi og þyrfti hugsanlega að bæta löggjöf þar um. Setja þarf þak á framlög og koma í veg fyrir að söfnuðir séu reknir (að miklu leiti) fyrir ,,erlent“ fé (sem hefur verið tilfellið hér?).  Mér finnst það alveg samræmast manréttindahugsun.  Þá finnst mér rétt að athuga hvort gera eigi þá kröfu að forstöðmenn safnaða hafi próf upp á vasann frá þeirri deild Háskólans sem menntar guðfræðinga. Svíar hafa hugleitt þetta í sínu landi. Það nám á að vera hlutlaust m.t.t. trúarbragða og er það örugglega (þó nemendur séu sjálfsagt allir kristnir).

Með þessum hætti og fjöldamörgum öðrum má minnka líkur á því að öfgahyggja grafi um sig innan trúarstofnana, hvort sem slík öfgahyggja beinist gegn samkynhneigðum, konum svo að ég tali nú ekki um hryðjuverkastarfsemi.

Samkvæmt Mannréttindadómstól Evrópu er það hlutverk ríkisins að sjá til þess að misrétti þrífist ekki í ríki, jafnframt er það hlutverk ríkisins að tryggja öryggi þegna sinna. Til þess hefur ríkið fjöldamörg úrræði án þess að ganga gegn frelsi þess fólks sem býr innan yfirráðasvæðis þess.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur