Sunnudagur 19.04.2015 - 14:31 - Lokað fyrir ummæli

Hnattræn hlýnun- stórkostlegt tækifæri?

Mér er sagt að stjórnmálaflokkur sem er að verða hundrað ára hafa talað um tækifæri til ábata í landbúnaði sem hnattræn hlýnun færði okkur eiginlega á silfurfati. Barnalegt ef satt er.
Á þesu stigi getur enginn spáð fyrir um hvort það hlýni tímabundið, ýmislegt bendir til þess að svo verði ekki svo sem spár um kólnun Golfstraumsins og spár um öfgar í veðurfari. Alltjent er ljóst að til langframa kólnar og sjávarstaða hækkar og Ísland verður óbyggilegra sem og heimurinn allur.
Hitt er kýrskírt að hnattræn hlýnun mun og hefur þegar eyðilagt lífsskilyrði fólks um vîða veröld. Þegar hafa tugmilljónir orðið vegalausar og lífsbjargarlausar vegna breyttra lífsskilyrða. Þessar manneskjur flosna upp og flýja, reyna að finna sér og börnum sínum betri lífsskilyrði. Við sjáum og heyrum hvernig þúsundir reyna að flýja á smábátum frá Afríku norður til Evrópu gjarnan um Möltu eða Ítalíu. Við vitum um þetta einkum vegna þess að íslensk varðskip eru leigð út í hjálparstarf alþjóðastofnana ásamt áhöfn og bjarga þúsundum. Á sama tíma taka Íslendingar helst ekki við flóttamönnum og missa þar með af tækifærum til þess að efla íslenskt samfélag, láta gott af sér leiða og gera um leið skyldu sína.
Ljóst er, hvað sem öðru líður, að breytingar á lífskilyrðum fólks eru gífurlegar, fólk mun flytjast til í áður óþekktum mæli í leit að betra lífi fyrir sig og börnin sín. Ef við ætlum að grípa tækifærið til að gera skyldu okkar í heiminum þá verður við að breyta einangrunarstefnu okkar sem felst í því að veita helst engum pólitískt hæli og vísa úr landi fólki sem hefur aðlagast vel í vinnu og skóla og meðal vina.
Við getum tekið á móti fleira fólki. Við þurfum fleira fólk. Við eigum langt í land í að uppfylla siðferðilega skyldu okkar. Hver er hún. Kristnir menn eru tæpast í vandræðum með að finna sína. Islamistar eiga sambærilega speki að leita í. Enn aðrir vitna bara í sitt góða hjartalag- sameigilega ábyrgð mannannna, hávamàl og fleira gott.
Það er ljóst að hnattræn hlýnun færir okkur sem á Íslandi búum margvísleg tækifæri!

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur