Þriðjudagur 04.08.2015 - 13:14 - Lokað fyrir ummæli

Stóraukinn fjöldi flóttamanna!

Útaf fyrir sig er það lítið að taka á móti 50 flóttamönnum, Við hefðum t.d. getað tekið á móti einum flóttamanni á hvert sveitarfélag, eru þau ekki vel á annað hundrað?  En lofa skal það sem vel er gert.

Annars geta vesturlönd kennt sjálfum sér um þá þjóðflutninga sem nú standa yfir norður á bóginn. Fólk er að flýja harðindi af völdum manna og náttúru: fátækt, styrjaldir, náttúruvá og vonleysi. Vesturlönd bera gífurlega ábyrgð á Þessu ástandi sem þau kveinka sér nú yfir.

Lífstíll okkar á sinn þátt í loftslagsbreytingum sem hafa gert lífið óbærilegt víða á jörðinni svo ekki sé minnst á efnahagskerfi sem byggjast á verndartollum og halda þar með afturaf matvælaframleiðslu utan þeirra.

Þeir sem líta á hlýnun jarðar sem visst tækifæri verða að hugasa málið til enda. Við þurfum að taka á móti miklu fleiri flóttamönnum og við þurfum að láta miklu meira af hendi rakna í hvers kyns aðstoð við þau svæði jarðar sem liggja öfugu megin tækifæranna.

Í báðum liggjum við mjög aftarlega. Ljósi punkturinn er eiginlega sá að stóraukinn fjöldi flóttamanna myndi sennilega bæta íslenskt samfélag.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur