Föstudagur 21.08.2015 - 21:34 - Lokað fyrir ummæli

Fólk á flótta!

Undanfarið hefur yfirskyggt annað í fréttum og umfjöllun fjölmiðla sá mikli fjöldi fólks sem komið hefur á bátum til einkum Ítalíu og Grikklands og einnig sá mikli fjöldi sem haldið hefur áfram norður á bóginn og reynt að komast undir Ermasund til Bretlands.
Fólf flýr heimkynni sín af ýmsum ástæðum en um leið og við rèttilega tölum um flóttamenn og innflytjendur megum við ekki missa sjónar á því að þetta er fólk, konur, menn og börn; lítil börn og unglingar. Orðnotkun okkar má ekki verða til þess að við missum sjónar á því. Þetta eru manneskjur og við verðum að hafa það hugfast að manneskjur hafa rétt á mannrèttindum. Og mannrèttindi eru sniðin fyrir fólk ekki bara fólk sem er réttum stað á rèttum tíma.

Um leið og ekki er efast um rétt ríkja til þess að ráða landamærum sínum skal það áréttað að um er að ræða fólk og mikilvægt að við látum ekki orðnotkunina fjarlægja þessar manneskjur þannig að þær falli á engan hátt undir okkar annars ágætu siðferðisviðmið.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur