Miðvikudagur 02.09.2015 - 11:34 - Lokað fyrir ummæli

Fólk í óreglulegum aðstæðum

Ég heyri fulltrúa ungverska stjórnvalda á Sky tala mikið um ólöglega innflytjendur. Sem betur fer eru þeir sem um fjalla oftar farnir að tala um fólk í óreglulegum aðstæðum og er þá sama hvort verið er að tala um þá sem eru á ferð eða þá sem búa í landi án tilskilinna leyfa. Að baki þessu liggur sú hugsun að fólk er ekki ólöglegt sem slíkt og tilvísum í ólöglegheit startar ákveðnum neikvæðum hugmyndum í okkur.

Ég veit að þeir sem vilja haf frelsi til þess að tala fólk niður vegna aðstæðna sem það ræður ekki við tala um pólítíska rétthugsun. Þeir um það.

Þeim fjölgar nú gífurlega sem flýja stríð, náttúuhamfarir eða fárækt í sínum heimahögum. Þetta er löngu fyrirséð ástand og útaf fyrir sig engin afsökun fyrir því að tvístíga líkt og ástandið hafi komið af himnum ofan. Það hefur það reyndar,  í fomi sprengja og hnattrænnar hlýnunar.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur