Færslur fyrir flokkinn ‘Heilsa óháð holdafari’

Föstudagur 12.03 2010 - 14:59

Um líkamsvöxt og líkamsmynd

Skelfilega grunnhyggin umfjöllun um holdafar og líkamsmynd birtist í DV í dag sem undirstrikar vel þá meinloku sem ríkir um þessi mál. Rætt er við Dr. Ársæl Arnarsson, dósent í sálfræði við Háskólann á Akureyri, sem greinir frá niðurstöðum rannsóknar sem sýnir að líkamsmynd íslenskra unglinga er ekki upp á marga fiska. Um 40% stúlkna […]

Föstudagur 18.12 2009 - 12:54

Þyngdartakmörk í háskólanámi

Í síðasta mánuði sögðu bandarískir fjölmiðlar frá því að háskóli þar í landi væri farinn að krefja nýnema, sem eru yfir ákveðnum þyngdarmörkum (BMI ≥30), um að léttast ellegar  standast sérstakt íþróttanámskeið, að öðrum kosti fái þeir ekki að útskrifast. Hafa þessar fregnir vakið heitar umræður um þær kröfur sem eðlilegt er að gera í tengslum […]

Laugardagur 07.11 2009 - 20:12

Meiri hræðsluáróður

Í gær sagði RÚV frá nýrri skýrslu Krabbameinsstofnunar Bandaríkjanna sem þótti sýna að offita væri krabbameinsvaldandi.  Hafa þessar niðurstöður að vonum farið eins og eldur í sinu um veröldina, eins og aðrir heimsendaspádómar varðandi offitu. En hvað er hér á ferðinni? Við höfum lengi vitað að offita tengist ýmsum heilsufarsvanda. Það sem við vitum ekki er […]

Þriðjudagur 13.10 2009 - 18:51

Líkamsvirðing í L.A.

Nokkrar greinar úr L.A. Times sem eru greinilega að herma eftir Newsweek. Ekkert nema gott um það að segja: Seeking fat acceptance Diets? Not for these folks Do extra pounds always equal extra risk?

Mánudagur 28.09 2009 - 18:40

Áfram Lýðheilsustöð!

Í dag voru kynntar niðurstöður skýrslu um þróun líkamsþyngdar Íslendinga frá árinu 1990 til 2007 sem unnin var á vegum Lýðheilsustöðvar. Þar kom fram að talsverð þyngdaraukning hafði átt sér stað á þessu tímabili og hafði hlutfall þeirra sem teljast of feitir (BMI ≥30) aukist um rúman helming, þannig að nú teljast um 20% fullorðinna Íslendinga of […]

Föstudagur 25.09 2009 - 20:44

Um snakk og staðalmyndir

Það er rétt að árétta aðeins hvað hugtökin líkamsvirðing og heilsa óháð holdafari standa fyrir. Ég er oft sökuð um að hvetja til óheilbrigðra lifnaðarhátta, og þá sérstaklega til þess að fólk fái sér hamborgara og snakk. Þetta kemur mér alltaf spánskt fyrir sjónir því ég held að ég hafi aldrei á ævi minni hvatt neinn […]

Mánudagur 14.09 2009 - 10:52

Feitt þema

Newsweek er greinilega með feitt þema þessa stundina. Hér er myndasafn sem var sett saman í kjölfar þess að fjöldi lesenda, sótrauðir af bræði yfir jákvæðri umfjöllum um feitt fólk, krafðist þess að sjá dæmi um að minnsta kosti eina feita manneskju sem lifir heilbrigðu lífi. Vesgú.  Endilega kíkið líka á meðfylgjandi grein.

Fimmtudagur 10.09 2009 - 13:28

Fituhatur

Önnur fín grein úr Newsweek um fituhatur Bandaríkjamanna. Áhugaverð klemma kemur fram í lokin varðandi hvernig hægt er að berjast gegn offitu án þess að ýta undir fitufordóma. Ekkert svar er gefið enda er þetta eitthvað sem fræðimenn eiga í mesta basli með. En það er kannski af því þeir neita að hugsa út fyrir kassann. Það er og […]

Miðvikudagur 15.04 2009 - 22:31

Meira um heilsu óháð holdafari

Heilsa óháð holdafari (Health At Every Size) er ný nálgun að heilbrigði þar sem áhersla er lögð á heilbrigðar lífsvenjur, bætta sjálfsmynd og aukna vellíðan án áherslu á þyngd eða líkamsvöxt. Þessi hugmyndafræði er sprottin út frá óánægju með ríkjandi nálgun þar sem heilsuefling er samofin áherslu á þyngdarstjórnun. Rannsóknir sem sýna mikla erfiðleika við […]

Mánudagur 23.03 2009 - 21:17

Heilsa óháð holdafari

Heilsa óháð holdafari (Health at Every Size) er ný nálgun að heilbrigði sem hafnar þeirri hugmynd að grannur vöxtur sé forsenda heilsu og hamingju. Í stað þess er lögð áhersla á: • Að bæta heilsu – áhersla á tilfinningalega, líkamlega og andlega velferð án áherslu á þyngd eða þyngdartap. • Að bæta sjálfs- og líkamsmynd – að bera virðingu […]

Höfundur

Líkamsvirðing er vettvangur þeirra sem vilja breytt samfélagsviðhorf varðandi útlit, heilsu og holdafar. Við viljum efla heilbrigði í víðum skilningi, vellíðan og virðingu fyrir fjölbreyttum líkamsvexti. likamsvirding@gmail.com