Færslur fyrir flokkinn ‘Heilsa óháð holdafari’

Mánudagur 16.12 2013 - 22:34

Megrunarhátíð

Núna styttist í  megrunar“hátíðina“. Megrunar“hátíð“ kalla ég veisluna og fjörið á líkamsræktarstöðvum landsins í janúar og nokkra daga í febrúar. Mikill þrýstingur er á fólk að taka af sér hin svokölluðu jólaaukakíló og flykkjast margir í ræktina með það að markmiði. Flestar líkamsræktarstöðvar auglýsa „átaks“námskeið sem eiga að hjálpa fólki að styrkjast og grennast. Árangurssögur […]

Föstudagur 29.03 2013 - 13:00

Heilsa óháð holdafari og Hvíta húsið

Ég hef áður ritað um „Let’s move“ herferð Michelle Obama og lýst áhyggjum mínum af yfirlýstu markmiði hennar um að „útrýma offitu barna á einni kynslóð“. Svona yfirlýsingar eru bæði óábyrgar og óraunhæfar af því offitu (það er að segja feitu fólki) á ekkert að útrýma og verður aldrei útrýmt. Heilbrigðisboðskapur á ekki að snúast […]

Sunnudagur 27.01 2013 - 14:02

Leiðarvísir að heilsurækt óháð holdafari

Ég hef nokkrum sinnum verið beðin um leiðbeiningar varðandi hvernig hægt er að stunda  heilsurækt án þess að áherslan sé á þyngd eða þyngdarbreytingar. Það er sáraeinfalt. Þú gerir bara nákvæmlega það sama og venjulega nema þú sleppir því að pína líkama þinn, hunsa þarfir hans eða rembast við að breyta honum. Í praxís lítur […]

Föstudagur 18.01 2013 - 09:59

Janúarátak Samtaka um líkamsvirðingu

Janúar er mánuður átaka. Þetta er sá tími þegar fólk setur sér markmið og strengir þess heit að gera betur á nýju ári. Eitt algengasta áramótaheitið er að koma sér í form og er það eflaust eitt það besta sem fólk getur gert fyrir sjálft sig. Ef þau fjölþættu og jákvæðu áhrif hreyfingar á líkamsstarfsemina […]

Fimmtudagur 10.01 2013 - 10:10

Heilsurækt í sátt við þyngdina

Flest okkar langar til að eiga langt líf við góða heilsu. Við vitum að til þess að auka líkurnar á því þurfum við að hugsa vel um líkama og sál. Við þurfum að borða hollan og góðan mat, mestan hluta af tímanum, og stunda hreyfingu. Því miður eru hins vegar margir sem leggja allt of […]

Miðvikudagur 04.01 2012 - 12:41

Af hverju megrun er ekki góð hugmynd…

Hér er ný grein úr New York Times sem á vel við í upphafi ársins. Þar er fjallað um viðbrögð líkamans við megrun og útskýrt ágætlega af hverju það er svona gríðarlega erfitt að grennast með varanlegum hætti. Það vekur þó furðu mína að höfundi greinarinnar virðist gjörsamlega fyrirmunað að koma auga á rökrétta niðurstöðu […]

Föstudagur 09.09 2011 - 19:36

National Geographic

National Geographic birti nýlega umfjöllun um Heilsu óháð holdafari sem lesa má hér. Vel skrifuð grein sem útskýrir hugmyndafræði Heilsu óháð holdafari skýrt og skilmerkilega. Húrra fyrir því!

Miðvikudagur 17.08 2011 - 14:12

Glóruleysi

Jessica Weiner er ein þeirra sem hafa verið áberandi í baráttunni fyrir aukinni líkamsvirðingu undanfarin ár. Hún er höfundur bókarinnar  Life doesn’t begin 5 pounds from now þar sem hún hvetur ungar konur til þess að láta af líkamsþráhyggjunni og elska líkama sinn eins og hann er. Hún var fyrirmynd margra sem vildu öðlast aukna […]

Þriðjudagur 05.10 2010 - 10:31

Heilsa óháð holdafari hjá landlækni Bandaríkjanna

Hver man ekki eftir fjaðrafokinu þegar Dr. Regina Benjamin tók við embætti landlæknis Bandaríkjanna? Hún fékk á sig alls kyns ákúrur og aðfinnslur og þótti ekki hæf til þess að gegna þessu embætti af því hún er feit. Nú hefur hún sent frá sér skilaboð til bandarísku þjóðarinnar sem eru mjög í áttina að Heilsu […]

Þriðjudagur 30.03 2010 - 10:47

M & J Show

Lesendur Líkamsvirðingar sem hafa kíkt á útlensku bloggin, sem birtast í lista undir „Tenglar“ hér til hægri á síðunni, ættu að kannast við Rachel Richardson, höfund bloggsins The F-word. Hún er gestur og umfjöllunarefni bandarísks spjallþáttar  sem hægt er að horfa á í tveimur hlutum hér fyrir neðan. Hér er síðan umfjöllun F-word um þáttinn.

Höfundur

Líkamsvirðing er vettvangur þeirra sem vilja breytt samfélagsviðhorf varðandi útlit, heilsu og holdafar. Við viljum efla heilbrigði í víðum skilningi, vellíðan og virðingu fyrir fjölbreyttum líkamsvexti. likamsvirding@gmail.com