Laugardagur 2.4.2016 - 08:03 - FB ummæli ()

Áhættusamt þyrlusjúkraflug yfir Þingholtin og á Nýjan Landspítala við Hringbraut – hver ætlar að bera ábyrgðina?

þyrlupallur

Úr hönnunarskýrslu um þyrlupall á Nýjum Landspítala við Hringbraut

Þau voru ófá tilfellin sem þyrlur Landhelgisgæslunnar (LHG) björguð öllu eins og sagt er og kom fram í fyrsta uppgjörinu fyrir árið 1991 í grein í Læknablaðinu 1994,  5 árum eftir að þyrlusjúkraflug hófst hjá Landhelgisgæslunni (LHG) 1986. Þetta varðaði ekki síst alvarlegustu slysin úti á landi og þar sem um 40% flutninga voru taldir mjög mikilvægir. Í ár er 30 ára afmæli íslenska þyrlusjúkraflugs LHG og hafa flutningarnir aukist mikið. Þeir eru nú yfir 200 á ári og sem kom fram í yfirlitsgrein í Fréttablaðinu í lok síðasta árs. „Aukning á útköllum nú eru greinilega tengd ferðamennsku. Bæði innlendri og erlendri,“ sagði Ásgrímur Lárus Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar. Um ágæti og öryggi slíkra sjúkraflutninga efast held ég enginn um í dag.

Þyrluaðflug mun hins vegar alltaf verða mjög varhugavert yfir lágreista spítalaþorpinu í Þingholtunum og þar sem ekki verður nein aðstaða til neyðarlendingar á opnum svæðum, sér í lagi ef Reykjavíkurflugvellur verður látinn fara. Þessu er ólíku saman að jafna við aðstæður við Landspítalann í Fossvoginum í dag og sem þó eru farnar að þrengjast. Í byggingaáformunum í dag við Hringbraut er hins vegar hannaður neyðarþyrlupallur (helipad) á fimmtu hæð húsþaks næst meðferðarkjarnanum. Gerð er krafa um að notaðar verði þyrlur af afkastagetu 1 vegna lélegra aðflugsskilyrða við spítalann, jafnvel svokallaðar 3 mótora þyrlur og sem geta haldið sér vel á lofti ef vélabilun verður í einum mótor. Þær þyrlur kosta mikið meira og eru allt of stórar miðað við okkar þarfir (taka allt að 50 manns). Þetta þýðir um 10 milljarða króna aukafjárfestingu við endurnýjun þyrluflotans í það minnsta og síðan miklu hærri rekstrarkostnað í framtíðinni. Kostnaður sem hvergi virðast koma fram í fjárhagsáætlunum ríkisins (eða hjá LHG) og sem getur auk þess stuðlað að stórslys verði við Nýja Landspítalann og ef slíkri þyrlu hlekkist á, einhverja hluta vegna. Málefni sem ekki virðist heldur mega ræða í ríkisfjölmiðlum.

Alltaf þarf að tryggja plan B – öryggisplan- við aðstæður sem reglubundið sjúkraþyrluflug krefst við hugmyndir um Nýjan Landspítala og sem aðeins verður gert með léttari þyrlum og opnum svæðum nálægt til neyðarlendinga, í að- og fráflugsstefnum. Þannig afskaplega heimskulegt og hættulegt aðeins eitt plan A nú verð ég að segja og sem toppar í rauninni allt í Hringbrautarmódelinu í dag og Samtök um betri spítala á betri stað (SBSBS) hafa margsinnis bent áÖryggi bráðastarfsemi og aðgengið að henni á Nýjum Landspítala, okkar eina háskólabráðasjúkrahúsi, skiptir auðvitað megin máli fyrir heilbrigðisöryggi þjóðarinnar í framtíðinni og þar sem sjúkraflug með þyrlum verða að skipa mjög stóran sess. Varðandi flutninga á mest veiku og slösuðustu sjúklingunum utan höfuðborgarsvæðisins, þjónustu við sjómennina okkar og ferðamenn.

Flestar þjóðir kappkosta að ganga vel frá aðstöðu og öryggi þyrlusjúkraflugs til sinna spítala til að lágmarka áhættuna af slíkum rekstri. Aðallega með rekstri minni þyrla eins og nú eru notaðar hér á landi og sem gagnast landinu nær öllu og miðunum umhverfis, í bland með minni sjúkraþyrlum en sem þurfa örugg opin svæði til neyðarlendinga. Þörf fyrir þyrlusjúkraflug á eftir að stóraukast hér á landi í framtíðinni, þannig að byggingaáformin nú og aðstaða til þyrlulendinga við nýtt aðalbráðasjúkrahús landsins, þarf að taka mið af þeirri þróun, en ekki öfugt. Málið verður eingöngu leyst með betra staðarvali fyrir Nýja Landspítalann á oppnu svæði, helst sem mest miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu öllu.

Í grein sem Jakob Ólafsson flugstjóri skrifaði á Vísir 2012 segir m.a.

Í skýrslu nefndar um uppbyggingu Landspítala – háskólasjúkrahúss (LSH) við Hringbraut frá apríl 2004 er í 10. kafla fjallað um samgöngur við LSH og þar segir m.a.: „Mikilvæg forsenda fyrir staðarvali við Hringbraut var að sýnt þótti, að þar væri hægt að tryggja gott aðgengi ökutækja og sjúkraflugs“  Þetta sama ár 2012 var forsenda sjúkraflugsins skyndilega felld úr gildi og Jakob skrifar skrifar „Síðan verða blikur á lofti, ný stjórnvöld taka við og skipt er út nefnd um Landspítalaverkefnið. Áherslur þessara nýju stjórnarherra eru að að losa sig við Reykjavíkurflugvöll með öllum ráðum og láta sem öryggi og hagsmunir landsbyggðarinnar séu þeim óviðkomandi.“

„Ef þyrlupallar eru settir á nýjar spítalabyggingar er gert ráð fyrir rúmum öryggissvæðum til nauðlendinga við aðflug og brottflug þyrlna að pallinum því ef bilun verður í gírkössum eða stélskrúfu þyrlu við aðflug eða brottflug að þyrlupallinum hefur þyrluáhöfnin afar lítið svigrúm til að beina þyrlunni að heppilegum lendingarstað, aðeins það rými sem er nánast beint fyrir neðan þyrluna er í boði til nauðlendingar og því gæti skapast almannahætta við brotlendingu þyrlu á sjúkrahússvæðinu, í nálægri byggð eða á umferðargötu. Miðað við framtíðarskipulag Landspítalasvæðisins er gert ráð fyrir þéttri byggð og umferðaræðum í nágrenni spítalans og því slík öryggissvæði ekki í boði.“

Fyrir áhugasama þá er tenging á hönnunarskýrsluna á þyrlupallinum á Nýjum Landspítala við Hringbraut hér sem gaman væri að fá skoðun á frá flugmönnum; https://drive.google.com/open?id=0B91EwWZv2AGmb3JOcEZBRTdLUmc

http://www.hirsla.lsh.is/lsh/bitstream/2336/75933/1/L1994-02-80-F5.pdf

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · Stjórnmál og samfélag

Laugardagur 19.3.2016 - 09:36 - FB ummæli ()

Áfengi í „vörubúðum og gesthúsum“

alcohol-on-shelvesNú liggur fyrir að kjósa eigi um frumvarp stjórnarþingmanna á Alþingi um frjálsa sölu áfengis, í matvöruverslunum og blómabúðum. Af því tilefni endurbirti ég hér ársgamlan pistil um efnið í þeirri veiku von að stjórnmálamenn sem hyggjast greiða frumvarpinu atkvæði sitt vitkist aðeins og horfi líka til Íslandssögunnar.

Áfengisbölið er þegar mikið í þjóðfélaginu, oft tengt öðrum vímuefnum. Flestir geta auðvitað umgengist áfengið, en stöðugt fleiri verða ofneyslunni að bráð og sem sést best í þeim löndum þar sem verslun með áfengi hefur verið gefin frjáls. Sérstaklega þó þar sem hún var ekki frjáls áður, en gefin frjáls á síðustu áratugum í nafni frjálshyggju og einstaklingsfrelsis. Einstaklingsfrelsis sem er hálfgert öfugmæli þegar fíknin og víman hefur tekið völdin og mikið meira er vitað um en áður og spilar með allt annan mann en þinn eigin, tengt erfðum og sérstökum áhrifum á miðtaugkerfið. Vil byrja hér samt á smá upprifjun úr pistli sem ég skrifaði 2011 (Gulu augun og lifrarbólgan) í tilefni mikillar aukningar á áfengisneyslu landans, mest vegna aukinnar sölu á léttvíni og bjór frá því hann var leyfður, tengt aukningu á beinum líkamsskaða og aukinni tíðni lifrarbólgu og skorpulifur. Menn og konur hljóta nú að sjá í hvað stefnir ef sala áfengis verður gefin frjáls í næstu kjörbúð, jafnhliða sælgætinu og gosinu, þar sem við erum margfaldir Norðurlandameistarar í neyslu. Eða jafnvel áfengis í stað vandaðra blómvanda í blómabúðunum. Kannski bara með einni sölnaðri rós á útsöluverði á flöskunni.

„En Adam var ekki lengi í paradís. Í stað þess að láta af helgarsiðum okkar, bættum við bara við okkur bjórinn og léttvínið. Hálft til eitt glas af léttvíni á dag átti svo sem ekki að vera svo óhollt og jafnvel hollt hvað æðasjúkdómana varðar. Nýjar rannsóknir benda hins vegar á að öll áfengisneysla getur verið varasöm, líka lítil, ekki síst er varðar hættu á myndun krabbameina, sérstaklega meðal kvenna. En hvað var það sem fór úr böndunum hjá okkur? Sennilega svipað og í öllu öðru, óhófið.“

„Alkóhól-lifrarbólga er almennt talin algengasta ástæða lifrarbólgu eins og áður sagði og sem er í réttu hlutfalli við magn áfengis sem er neytt í þjóðfélaginu, ekki síst sídrykkju flesta daga. Vaxandi bjórdrykkja og neysla léttvína á síðustu árum er því verulegt áhyggjuefni, þótt ennþá getum við ekki talist meðal mestu drykkjuþjóðum veraldar. Og auðvitað ber að fagna breyttu drykkjumynstri landans þar sem slysum og ofbeldisverkum tengt ölvun hefur ekki fjölgað í takt við aukna neyslu heildarmagns áfengis og sem nú nálgast að vera að meðaltali um 8 alkóhóllítrar á ári fyrir alla 15 ára og eldri. Nóg er nú vandmálið samt enda hafa um 7% fullorðinna lagst inn á Vog til áfengis- og vímuefnameðferðar (2010).“ Í dag er þessi tala um 10%.

Horfum nú mikið lengra aftur til fortíðar og eins og stundum áður hér á blogginu mínu, í alþýðutímaritið Eir um heilbrigðismál. Grípum hér niður í kafla úr ræðu Guðmundar Björnssonar, læknis (síðar landlæknis 1906–1931) sem þar var öll skrifuð og hann hafði haldið sunndaginn síðastan í sumri í húsi iðnaðarmanna í Reykjavík aldamótaárið 1900.

Heiðruðu tilheyrendur!

Margar skoðanir hafa staðið óhaggaðar í hugum manna þúsundir ára og verið taldar óhrekjandi – og þó fallið að lokum fyrir vopnum vísindanna. Það var um langan aldur talið óyggjandi, að jörðin væri flöt, og eins hitt, að hún stæði kyr og gengi sólin í kring um hana. Svo mikil fjarstæða þótti fyrst í stað kenningin um það, að jörðin snerist um sjálfa sig, að manninum, sem þau sannindi voru flutti, var hótað lífláti, ef hann tæki ekki orð sín aftur. Um langan aldur hefir það verið talið satt og óyggjandi að áfengi styrkti sál og líkama og „gleðji mannsins hjarta“ á saklausan hátt. Ef þessari kenningu verður hrundið, þá mun sú breyting hafa miklu meiri áhrif á framför mannkyns, en skoðanaskiptin á lögun jarðarinnar og staðháttum hennar.

Ykkur er vel kunnugt, að margir vilja nú hrinda þessari gömlu skoðun á áfenginu, segja að hún sé röng og reyna að koma því inn í almenning, að áfengisnautn sé jafnan skaðleg og eigi að afnemast. Lífláti hefir þeim ekki verið hótað þessum mönnum, því að tímarnir hafa breyst, en hitt hefir ekki á brostið, að þeir hafa verið sakaðir um öfgar og brugðið um kenningar og ófrægðir á margan hátt.

Hvað er þá rangt og hvað satt í öllu því, sem sagt er um áfengið? Ekki getur sami hlutur verið bæði flatur og hnöttóttur. Enginn hlutur getur verið bæði ómissandi og óhafandi. Allur þorri manna heldur enn að áfengið sé ómissandi. Hinir eru miklu færri, sem á móti rísa og segja að það sé óhafnadi. En aldrei hefur þessi deila verið eins hörð og almenn eins og nú um lok þessarar aldar, og af því hefir leitt, að fræðimenn hafa á síðari árum gefið áfenginu og áhrifum þess miklu meiri gaum, en nokkru sinni áður. Sannur vísindamaður hirðir ekki um óp lýðsins; hann hefir það eitt fyrir augunum, að leiða sannleikann í ljós, ryðja burtu hleypidómum og auka rétta þekkingu.

Allur þorri manna er þeirrar skoðunar, að hófleg inntaka af áfengi glæði skynjunargáfuna, skerpi vitið, veki saklausa gleði og örvi viljann. Menn fá sér eitt staup eða tvö og óðar finnst þeim hinn andlegi þróttur sinn aukast, en áhyggjurnar dofna og yfir öllu glaðna. „Guð lét fögur vínber vagsa, vildi gleðja dapran heim“ segir eitt af góðskáldum þjóðar vorrar. Guðs gjöf og guðaveig hefir vínið verið kallað öld eftir öld. Menn hafa að vísu ávalt bætt því við, að ofnautn áfengis valdi böli og bágindum, en sagt um leið, að áfengið eigi ekk sök á því, þó það sé vanbrúkað, og verði hver að gæta sín. Skádið, sem ég nefndi, segir í sama kvæði, að fyllisvínin smáni guðs gjöfina, engu síður en bindindismennirnir, og hann er í fullu samræmi við almenningsáliti, eins og það hefir verið.“

Snúið huganum að því, hvort þið viljið halda áfram að neyta áfengra drykkja, hvort sem það mun vera til hagsmuna eða tjóns fyrir þjóðina, að áfengir drykkir eru hafðir á boðstólnum í vörubúðum og gesthúsum handa hverjum sem hafa vill. Ef gagnsemi áfengis væri meira en tjónið, sem að því hlýst, þá væri það gott og blessað og þá ætti að hafa það til sölu í hverri sveit. En nú hefir því verið haldið fram hér á landi í mörg ár að aðalútkoman af áhrifum áfengis á þjóðina er annars vegar stóreflis bein fjáreyðsla, hins vegar líftjón margra manna og heilsuspjöll á sál og líkama.

Og allt stendur þetta óhrakið. við sjáum meinið. Við getum bætt úr því, bannað alla sölu áfengra drykkja. En við gerum það ekki. Hvað á þetta lengi að ganga? Er þjóðin of rík, eða of hraust og heilsugóð? Nei, en hún er svo óvön því, að vera á undan öðrum þjóðum, er oftast langt í humáttinni á eftir þeim. Aðrar þjóðir keppa hver við aðra að vera fremstar. Við viljum vera á eftir. – Það er ekki siður hér á landi að hugsa svo hátt, að við Íslendingar getum komist langt fram fyrir aðrar þjóðir í nokkurri breytingu til framfara. Við eigum miklu hægar með að afnema áfengisverzlun, en nokkur önnur þjóð í Norðurálfunni. En við gerum það ekki – til þess að verða ekki langt á undan nágranaþjóðunum. Þetta segjum við ekki upphátt. Við berum annað fyrir, segjum að þjóðin sé ekki fær um innflutningsbann á áfengi, eða algert sölubann, sé ekki undir það búin, að hagnýta sér slík laganýmæli. Sama viðbáran er höfð á móti flestum öðrum tillögum til framfara hér á landi; en hún lítur illa út meðan þjóðin er að berjast af öllum sína veika mætti fyrir nýmælum í stjórnarskrá landsins, en játar þó á margna hátt að hún hefir illa hagnýtt sér stjórnarskrána, sem til er.“

http://www.visir.is/ekki-setja-afengisidnadinn-undir-styrid/article/2015703139999

http://blog.dv.is/vilhjalmurari/2011/06/09/gulu-augun/

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag

Mánudagur 7.3.2016 - 12:02 - FB ummæli ()

Ef aðstæður leyfðu við Nýja Landspítalan við Hringbraut

image

Gestainnlegg frá Ásgeiri Snæ Vilhjálmssyni, lækni á Herlev í Kaupmannahöfn og Helsingborg í Svíþjóð).

Alþingi virðist ætla að hengslast á endurskoðun á fyrri ákvörðun á byggingaframkvæmdum Nýja Landspítalans á gömlu og þröngu Hringbrautarlóðinni (heildarnýbyggingamagn upp á um 81.000 fermetra). Sjálfur meðferðakjarninn er áætlaður um 60.000 fermetrar (áætlaður byggingarkostnaður um 35 milljarðar samkvæmt nýlegri KPMG endurskoðunarskýrslu). Í framhaldinu er gert ráð fyrir allskonar bútasaum og mikilli endurnýjun á 60.000 fermetrum á hálfónýtu húsnæði (endurbyggingakostnaður ásamt öðrum nýbyggingakostnaði um 40 milljarðar). Ennþá er tími til að breyta ákvörðuninni.

Nauðsynlegt er að líta til hvað nágrannaþjóðir gera í áþekkri stöðu. Oftast er valið að byggja frekar nýtt frá grunni á nýjum stað, nema góðar aðstæður leyfi á þeim eldri. Við hjá Samtökum um betri spítala á besta stað (SBSBS) höfum sl. ár bent á þessi atriði hvað varðar gömlu Landspítalalóðina. Bent hefur verið á að forða mætti íslensku þjóðinni frá sennilega mestu mistökum á dýrustu ríkisframkvæmd 21. aldarinnar og allt að 100 milljarða króna aukakostnaði þegar upp verður staðið í framtíðinni.

Það er af þessu tilefni fróðlegt fyrir alþjóð að kynna sér t.d.hugsanahátt Dana um þróun spítalaþjónustunnar og stækkun gamla spítalans í Herlev á allt öðrum og skynsamlegri forsendum en nú er gert á Hringbrautarlóðinni.

Eftir að Herlev sjúkrahús var valið til að verða svæðis-ofursjúkrahús (bráðasjúkrahús með fulla þjónustu allan sólarhringinn) var fljótt ljóst að það þyrfti að stækka. Það hefur eflaust skipt sköpum þegar Herlev sjúkrahúsið var valið að bæði er hann fyrir stór spítali, (sjöundi hæsti spítali í heiminum), göngudeildir lengi verið mjög öflugar og feyki nóg pláss er á lóðinni. Nú þurfti hins vegar að auka leguplássarými, en þó fyrst og fremst að bæta aðgengi og afkastagetu bráðaþjónustunnar.

hringurStarfsemin á Herlev sjúkrahúsinu snýr fyrst og fremst að bráðaveikindum ýmiskonar á lyf- og skurðlæknasviðum, m.a. bráðalækningum á kvensjúkdóma- og barnalæknissviði (þ.á.m. fæðingar og nýburadeild). Byggðar verða tvær tengdar bráðaeiningar, almenn bráðamóttaka og við hliðina fæðingar- og barnamóttaka. Í stærri kjarnanum (sjá mynd) verða svo einnig gjörgæslu-, skurð- og röntgendeildir/rannsóknadeildir. Þrjár hæðir af blönduðum skammtímalegudeildum fyrir ofan (sjá mynd), en sjúklingar sem þurfa lengri innlagnartíma fara inn á sérgreinadeildir gamla spítalans. Það er eitthvað annað en að smíða einn meðferðakjarna á miðri Hringbrautarlóðinni og ætla síðan að troða mest allri starfsemi spítalans inn í hann.

Nýi meðferðarkjarninn á Herlev verður um ca 60.000 fermetrar. Að þessu koma 15 vertakar sem saman taka ca 1 milljarð dk eða ca 18 milljarða íslenskar krónur að undanskildum arkitektakostnaði, fermetirinn þá á ca 300.000 ísl. kr. / fermetir tilbúið með starfsfólk á gólfinu. Byggingakostnaður á meðferðakjarna í sjálfri Kaupmannahöfn er tæplega helmingi lægri en nú er áætlaður á jafnstórum meðferðakjarna á Hringbrautarlóðinni. Framkvæmdir byrjuðu í lok árs 2015 og  á að verða lokið eftir tvö ár (2018). Óverulegt ónæði verður af framkvæmdunum, ólíkt því sem nú er á Hringbrautarlóðinni.

Herlev er háskólasjúkrahús með marga nemendur í heilbrigðisvísindum eins og önnur háskólasjúkrahús í Kaupmannahöfn. Kennslan er mikið klínísk og fræðilegir fyrirlestrar fara fram í fyrirlestrarsölum sjúkrahússins. Mikil ánæga hefur verið með þessa starfsemi. Einnig eru síðan klínísk próf tekin á Herlev með inniliggjandi sjúklingum. Mikil rannsóknarvinna fer þar einnig fram og er nemendum boðið að vera með og létta undir með prófessorunum sem þar starfa.

Hvað háskólamenn við HÍ hafa fyrir sér í því að spítalinn þurfa að byggjast nálægt háskólanum á kostnað aðstöðu og aðgengis sjúklinga og starfsfólks er óskiljanlegt. Auðvitað mundi „læknagarður“ (núverandi námsaðstaða heilbrigðissviðs) flytjast með sjúkrahúsinu. Gleymið ekki að til stendur að rífa gamla Læknagarð að mestu og byggja síðan nýja aðstöðu ofan í allt annað sem ekki er með í reiknuðum á byggingarkostnaði nú.

Undirbúningsvinnan öll frá því fyrir aldarmót þegar ákveðið var að sameina spítalana tvo, í Fossvogi og á Hringbrautarlóð, hefur verið mikið gagnrýnd af fagfólki á flestum stigum málsins. Gagnrýnin hefur hins vegar verið jafnóðum þögguð niður eftir að upphafleg ákvörðun var tekin sem nú er um tveggja áratuga gömul.

Enn er tími til stefnu að taka málið upp og endurskoða allt dæmið fyrir minni pening og jafnvel með  styttri byggingartíma en nú er áætlaður við Hringbraut (2023). En til þess þarf að vera pólitískur vilji. Danirnir eru svo sannarlega með þetta á hreinu, af hverju ekki við?

 

https://www.herlevhospital.dk/nythospitalherlev/nyheder-og-presse/nyheder/Sider/Nyt-Hospital-Herlev-indg%C3%A5r-kontrakter-.aspx

https://www.herlevhospital.dk/nythospitalherlev/Projektet/akuthus/Sider/Indretning.aspx

https://www.herlevhospital.dk/nythospitalherlev/Projektet/Sider/default.aspx

https://www.herlevhospital.dk/nythospitalherlev/Projektet/Rensningsanlæg/Sider/default.aspx

 

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál

Föstudagur 4.3.2016 - 09:14 - FB ummæli ()

Heilagri en sjálfur páfinn í forvörnum gegn reyktóbaki

sigarettur_stor_120216Samkvæmt nýjustu tölum reykja enn 10% fullorðinna á Íslandi og sem sennilega má teljast harðasti kjarninn. Töluverð umræða hefur verið um rafretturnar og sitt sýnist hverjum um þær þótt rannsóknir sýni að ekkert auðveldi tóbaksreykingamanneskjunni jafn auðveldlega að hætta reykingum og þær. Guðmundur Karl Snæbjörnsson, læknir hefur skrifað töluvert um þær á Vísi að undanförnu og þar sem til stendur að setja í lög heft aðgengi að rafrettum samkvæmt tilskipun Evrópusambandsins (EU). Tóbaksreykurinn leggur hins vegar um 60% reykingamanna að velli fyrir aldur fram og því til mikils að vinna. Lífhættulegt athæfi og reykur og sem leggur mikinn kostnað á heilbrigðiskerfið að lokum.

Skaðsemi rafretta hefur ekki enn tekist að sanna og þótt enn ótímabært að fullyrða að þær séu með öllu skaðlausar til lengri tíma. Annarsvegar er verið að tala um neyslu á nikótíni með bruna á tóbaksblöðum og pappír og hinsvegar nær eingöngu með vatnsgufu með bragsefnum. Skaðsemi sjálfs nikótíns er með öllu óvíst, þótt vissulega valdi það ákveðinni fíkn. Svipað mætti reyndar segja um koffein og að ekki sé talað um áfengið sem leitt getur til stjórnlausar hegðunar með drykkju, auk mikils heilsuskaða og slysahættu. Ekkert sem á við nikótínið og sem í sumum tilvikum getur komið í veg fyrir félagslega einangrun og þunglyndi. Jafnvel sem lyf sem nota má til að skerpa athyglisgáfu hjá einstaklingum með ofvirkni og athyglisbrest og til meðhöndlunar gegn elliglöpum hjá gömlu fólki.

Rannsóknir sýna reyndar að aðeins lítill hluti þeirra sem totta rafrettur ánetjast vananum og níkótíninu líkt og með reyktóbakið og sem er í raun gjörólík neysla. Í tóbaksreyk eru mörg hættuleg efni fyrir utan köfnunarefnissamböndin og kolmónoxid sem veldur meðal annars þeirri slævingu og höfga sem einkennir svokallaða vellíðan reykingamannsins sem hann sækist eftir. Vani sem verður að stórum hluta fíkn og sem nikótínskorturinn sannarlega getur líkað kallað fram. Hvortveggja, að fá sér tóbakssmók og að totta rafrettu er þó eða hefur verið ákveðin samfélagsleg athöfn sem fólk hefur getað hingað til látið eftir sér til að brjóta upp um stundarsakir hversdagsleikann. Aðrir fá sér kaffi, gosdrykk, misholl matvæli eða sælgæti. Allt sem í raun getur verið miklu skaðsamlegra en gufa með smá nikótíni (og bragðefnum).

Sjálfum finnst mér og öðrum umræðan litast af mikilli forræðishyggju og jafnvel þannig að þeir lærðustu seti sig í dómarasæti sjálfs páfans. Sænska snusið sem ekki hefur einu sinni verið hægt að tengja við krabbamein og sem vissulega tóbaksreykurinn gerir, hefur til að mynda haldið heilu kynslóðunum frá tóbaksreyk t.d. í Svíþjóð en bannað að selja hér á landi. Venja í Svíþjóð sem er svo fastbundin kúltúr og samfélagshefðum þar í landi að sjálft regluverk Evrópusambandsins (EU) hefur orðið að láta í minni pokann. Bannar þó snusið í öllum örðum löndum um leið og það leyfir t.d. nær óheftan aðgang að lausu tóbaki til notkunar í munn eða undir vör, svo ekki sé talað um reyktóbakið. Íslenski ruddinn (neftóbak sem er mest selt sem munntóbak) og sem leiðir frekar til óheftrar notkunar, enda engin stöðluð viðmið og framleiðsluaðferðir líka óstaðlaðar að mestu.  Tvískinnungshátturinn ríður þannig oft ekki við einteyming. Gamla neftóbakið þannig enn selt til yngri kynslóðarinnar til notkunar undir vör, jafnvel til notkunar með sprautum til að hægt sé að troða sem mestu undir vörina og upp undir kinn. Þannig stórvarasöm neysla m.t.t. ætingar á slímhúðum og tönnum og margfaldrar níkótínsneyslu miðað sænska snusið, þótt vissulega séum við laus við tóbaksreykinn hættulega niður í sjálf lungun.

Nútímamaðurinn verður aldrei laus við alla saklausa ljóta siði og vær nær að einbeita sér að þeim hættulegustu. Áfengi er til að mynda stórhættulegt efni sé þess neytt í óhófi og þar sem um 10% þjóðarinnar þarf að leita sér að lokum hjálapar vegna fíknivanda og sjálfseyðileggingar sinnar og fjölskyldunnar. Eitt mesta mein í nútíma samfélagi. Eiturlyfjaneysla hverskonar er auðvitað svo sýnu verri. Munntóbak í stöðluðu og vel kontroleruðu formi miðað við góðar framleiðsluaðferðir eins og sænska snusið, drepur sennilega engan og margir neytendur una nokkuð glaðir með sitt og láta jafnvel aðra ósiði lönd og leið, þar á meðal tóbaksreykinn.

Tott á rafrettum er sennilega það alsaklausasta af þessu öllu saman og sem engin vísindaleg eða heilsufarsleg rök mæla með að ætti að banna eða takmarka frekar en óhóflegt sælgætisát. Nær væri því að banna eða takmarka hvítan sykur í matvælum og sem sennilega á eftir að leggja fleiri að velli en sjálfur tóbaksreykurinn gerir í dag og nú horfir við með vaxandi ofþyngd þjóðarinnar. Verum a.m.k. ekki heilagri en páfinn og veitum umræðunni um tobaksvarnir í skynsamlegri farveg, sérstaklega gangvart unga fólkinu. Bætum allar forvarnir svo sem flestir geti verið án fíkniefna á eigin forsendum, hvaða nefni sem þau nefnast. Tryggjum gæðakröfurnar á sölumennskunni og á varningnum svo allir viti hvers þeir neyta (svipað og Svíar gera með snusið sitt). Forðumst að forvarnarstarf snúist gegn markmiðum sínum með öfugsnúinni forræðishyggju og nú má líka greina af umræðunni gegn rafrettum og sem hjálpar tóbaksreykingarmanninum hvað best að hætta lífshættulegri neyslu.

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Lífstíll

Föstudagur 19.2.2016 - 13:22 - FB ummæli ()

Kolsvört á höndunum og kolsvört í framan- Umhverfisvæn Reykjavíkurborg!

image

 

Ofannefnd orð eru höfð eftir Frey Hermannssyni, faðir drengs sem æfir fótbolta á gervigrasvelli borgarinnar vegna dekkjakurlsins og fram kom í í kvöldfréttum RÚV í gærkvöldi. Foreldrar hafa nú stofnað samtök fyrir baráttu sinni, „Nýjan völl án tafar. Öll dekkjakurl til grafar„.

REACH reglugerðin sem vitnað var í í fréttinni, hefur það meginmarkmið að vernda heilsu manna og umhverfi og sem tók gildi á Íslandi árið 2008. Samkvæmt henni mega leikföng ekki innihalda meira en hálft milligramm á kíló af þrávirku efnunum PAH (Polycyclic aromatic hydrocarbon) og valdið geta krabbameinum. Íþróttavörur mega ekki innihalda meira en 1 mg/kg af efnunum og leyfilegt innihald í bíldekkjum er 10 mg/kg. Samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun hefur dekkjakurlið á íslenskum sparkvöllum hins vegar innihaldið allt frá 13 og upp í 55 mg/kg. Mikið áhyggjuefni og sem m.a. var  tilefni ályktana Læknafélags Íslands 2010 og aftur haustið 2015 og sem skrifð hefur verið um í Læknablaðinu. Á vef Reykjavíkurborgar kemur hins vegar fram að upplýsinga hafi verið aflað um kurlið. Á grundvelli þeirra upplýsinga sé ekki talin nauðsyn á að skipta því út!! Engar óyggjandi sannanir liggi fyrir um það hvort gúmmíkurlið sé hættulegt eða ekki.!!!!“ Því mun Reykjavíkurborg halda sig við þá stefnu sem að mótuð var árið 2010 að gervigrasvellir verði ekki endurnýjaðir með SBR gúmmíi og að útskipting á SBR gúmmíi verði framkvæmd í kjölfar viðhaldsverkefna á hverjum velli samkvæmt viðhaldsáætlun. Það verði því ekki farið í að skipta út SBR gúmmíinu eingöngu í einni aðgerð.“

 

image

 

Hættulegust algengra umhverfisefna í hópi PAH efna eru svokölluð þalöt og sem eru hormónatruflandi plast/gúmíefni. Hormónahermar eins og þau eru oft kölluð (endocrine disruptors, endcrine mimics). Alkyl phenolar, einkum bisphenol A eru þar talin verst. Þessi lífrænu iðnaðarefni eru talin eru ógna frjósemi og heilsu manna og dýra hvað mest í dag og m.a. sífellt yngri kynþroska stúlkna. Eins hugsanlega sem áhættuþáttur í offitufaraldrinum, vaxandi tíðni efnaskiptasjúkdóma eins og sykursýki og í myndun krabbameina. Áhættu þalata hefur Sigmundur Guðbjarnason prófessor gert vel grein fyrir í sínum skrifum á sl. árum, m.a. í grein sinni hér á Eyjunni ”Frá vöggu til grafar”.

Viss þalöt hafa því nú þegar verið alfarið bönnuð í almennum neysluvörum í sumum löndum, t.d. í Danmörku fyrir 3 árum, en áður var búið að banna notkun þessarra efna þar í pelum og snuðum ungbarna af augljósum ástæðum. Efni sem hafa sýnt sig geta haft bein áhrif á okkur úr nærumhverfinu þótt mjúk og meðfærileg séu, m.a. sem finnast mikið í leikföngum ungbarna, snyrtivörum, fatnaði, eldhúsáhöldum og plastílátum ýmiskonar. Þessi efni komast síðan í enn meiri snertingu við okkur þegar þau eru notuð t.d. í eldamennsku hverskonar. Nú ekki síst á hörundi barnanna okkar í tugföldu leyfilegu magni eftir knattspyrnuæfingar á gervigrasvöllum borgarinnar og þegar þau koma sveitt og kolsvört heim á höndum og í andliti.

 

http://www.ruv.is/frett/foreldrar-krefjast-rannsoknar-a-dekkjakurli

http://reykjavik.is/frettir/gervigrasvellir-endurnyjadir

http://www.lis.is/Assets/Fréttir/Ályktun%206-dekkjakurl-samþykkt.pdf

http://www.laeknabladid.is/tolublod/2010/11/nr/4017

http://www.dv.is/blogg/vilhjalmur-ari/2014/5/5/haettur-i-naerumhverfi-islands/

http://blog.dv.is/sigmundurg/2012/10/02/fra-voggu-til-grafar/

http://www.intertek.com/consumer/insight-bulletins/restriction-of-pahs-to-consumer-products/

http://www.euractiv.com/section/health-consumers/news/denmark-defies-eu-with-planned-ban-on-phthalate-chemicals/

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Íþróttir · Lífstíll · Stjórnmál og samfélag

Fimmtudagur 18.2.2016 - 20:23 - FB ummæli ()

Verstu martraðirnar II

toxinÍ tilefni af umræðu dagsins um frjálsan innflutning á hráu kjöti erlendis frá til landsins í kjöflar nýlegs EFTA dómsúrskurðar þar að lútandi að ósk innflytjenda, síðasta pistli sem og nýlegu viðtali við mig í Bændablaðinu um mikla áhættu á m.a. útbreiðslu sýklalyfjaónæmra klasakokka (svokallaða samfélagsmósa) í flóru landsmanna og nýlegu viðtali í sama balði við Karl G. Kristinsson, prófessor í sýklafræði LSH um mikla sýklalyfjanotkun í landbúnaði erlendis sem leitt hefur m.a. til hratt vaxandi þróunar fjölsýklalyfjaónæmra E.coli auk matareitrunarbaktería (salmónellu og kampýlobakter), endurbirti ég tæplega 5 ára pistil og sem á orðið mikið meira við í dag en þá. Illa fegnið kjöt með óvissum uppruna í Evrópu hefur þar að auki endurtrekið verið í fréttum sl. ár og sem gerir óstöðugleikann í þessum málum enn sýnilegri fyrir almenning og stjórnmálamenn sem taka þarf afstöðu til lýðheilusmarkmiðanna okkar og sérstöðu íslensks landsbúnaðar hingað til.

Stundum er lífið sjálft eins og besta skáldsaga. Tveir amerískir læknar hafa gerst þekktir spennusagnarithöfundar og nýta sér þar vel læknisþekkinguna, ekki síst í  samskiptum við lyfja- og matvælaiðnaðinn. Sumar sögurnar eru lýginni líkust og mjög í anda vísindaskáldsagna þar sem ímyndunaraflinu er gefinn laus taumurinn, á meðan aðrar eru eins og verstu martraðir tengdar veikindum og óheppni í vafasömum heilbrigðiskerfum. Meðal annars oft raunsæ lýsing á því hvað getur gerst. Frægastur er sennilega Michael Crichton heitinn sem skrifaði meðal annars Jurasic Park, en Robin Cook er annar góður læknismenntaður rithöfundur sem hefur gefið út margar bækur og sem ég hef lesið nokkrar eftir m.a. Godplayer, Coma og síðast en ekki síst Toxin (1998) sem ég vil staldra nu við, enda bókin að mörgu leiti eins og kennslubók hvernig faraldur matareitrunar vegna fölsunar og nú geisar í Evrópu getur komið upp. Eins hve erfitt getur verið að finna upptökin þegar allir hagsmunaaðilar verja sinn hlut með kjafti og klóm og hversu alvarleg hún getur orðið þegar lífi manna er fórnað, ekki síst ungra barna. Að minnsta kosti gat ég ekki borðað hamborgara í mörg ár á eftir í Bandaríkjunum eftir að hafa lesið söguna og verð reyndar oft hugsað til hennar þegar ég fæ mér hamborgara hér heima, jafnvel þegar ég grilla þá sjálfur.

Saurgerillinn Escherichia coli (E. coli, af stofni O157:H7) lék aðalhlutverk í skáldsögunni Toxin ásamt lækninum og ungri dóttur sem létst af völdum matareitrunar eftir að hafa neytt hamborgara á skyndibitastað. Sýkilinn er mjög vel þekktur í Bandaríkjunum og víðar og þrífst best í saurmenguðu nautgripakjöti sem og öðru kjöti og jafnvel grænmeti. Uppsprettan er þó fyrst og fremst rakin til sóðaskaps við slátrun, þar sem kjötið er upprunalega unnið, hversu gamalt kjötið er þegar það fer í kælingu og hversu hreint vatn er notað við skolun. Nokkuð sem ber líka að hafa í huga hér á landi þar þegar slátrað er heima á bæ og smit getur alltaf borist frá okkur sjálfum.

Matareitrunarfaraldurinn nú í Evrópu og sem náð hefur til 11 landa, nú síðast til Svíþjóðar, er líka af völdum E. coli. Hann er reyndar af öðrum stofni, E. coli O104:H4 sem átti upptök sín í Þýskalandi fyrir aðeins nokkrum vikum. Vitað er síðan um yfir 2000 tilfelli veikra, þar af 520 tilfelli þar sem veikindin voru alvarleg og ollu nýrnabilun og síðan dauða 30 einstaklinga. Á annað hundrað manns er síðan með varanlegar líffæraskemmdir. Ung börn og gamalt fólk fara verst út úr sýkingunum, jafnvel nýrnabilun eftir aðeins nokkra daga veikindi. Allt þetta er rakið til eiturs sem sýkilinn gefur frá sér (toxin) og sem veldur hemolytic uremic syndrome (HUS)). Sýkingin einkennist annars í byrjun fyrst og fremst af blóðugum niðurgangi og oft krampakenndum magaverkum og uppköstum. Nýlga varaði bandaríska landlæknisembættið ameríska ferðamenn við þessari sýkingu sem þeir kalla „Super-Toxic bug„, sérstaklega ef þeir hyggðust ferðast til og frá Evrópu og sem eru í þokkabót fjölónæmir fyrir sýklalyfjum.

Á sama tíma berast fréttir af slæmri meðferð nautgripa við slátrun í Indónesíu svo sum ríki eins og Ástralía hafa hætt innflutningi á kjöti þaðan meðan forseti Indónesíu hefur fyrirskipað að sláturhús í landinu sæti rannsókn af dýraverndarsjónarmiðum. Alveg eins og í skáldsöginni góðu, Toxin, þar sem saman fór sóðaskapur og slóðaskapur ásamt illri meðferð dýra við sláturn í sjálfri Ameríku. Hvernig er hægt að ætlast til að þeir hinir sömu og sem bera ábyrgð á slæmri meðferð dýra séu ábyrgir fyrir hreinlæti og séu yfir höfuð treystandi til matvælaframleiðslu fyrir okkur mennina. Ekki síst þar sem saurgerlar koma við sögu og hreinlæti er alltaf lykilatriðið.

Í dag er víða í heiminum meira notað af sýklalyfjum til að halda dýrunum á lífi fyrir slátrun en notað er til að bjarga fólki frá sýkingum og sem er ein af megnin ástæðum hratt vaxandi sýklalyfjaónæmis helstu sýkingarvalda mannanna. Lyfjasóðaskapur ef svo má segja. Nýlega hafa borist fréttir frá Bretlandi þar sem bændur bera svokallaða MÓSA , penicillínónæmir klasakokkar sem valda m.a. algengustu sárasýkingum hjá okkur mönnunum. Bakteríur og stofnar sem þrífast sérstklega vel á nautgripum sem fá mikið af sýklalyfjum. Fyrir nokkrum árum sýndi líka dönsk rannsókn að um 20% danskra svínabænda báru MÓSA frá svínunum í nefi (30-80% í dag). Svín ofalin á sýklalyfjum í fóðri til að hámarka kjötframleiðsluna. Vandamál sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) telur tengjast eini af mestu heilsuógnum okkar mannanna í náinni framtíð.

Í dag virðist sem tilfellum fari fækkandi í Þýskalandi og vonandi er búið að ná tökum á ástandinu. Búið er samt að eyðileggja mikið fyrir garðyrkjubændum á Spáni enda smitið í upphafi rakið fyrir misskilning til spænskra gúrkna og sem voru fluttar inn til Þýskalands. Síðar bárust böndin í upprunanum reyndar til jarðbaunaræktar í Mið-Evrópu. Ekki má þó gleyma þeim landlæga fjanda sem E.coli gerillinn er, sérstaklega stofn O157 víða í heiminum og sem þrífst hvað best í hráu og gömlu stórgripakjöti. Hreinlæti og upprunavottun á öllum stigum það mikilvægasta. Síðan heima hjá okkur sjálfum og munum að elda kjötið vel og að hitastigið fari að minnsta kosti upp fyrir 72° C í grillsteikinni.

Taka skal fram að lokum, okkur til til smá hughreystingar, aðsýkillinn E. coli O157 hefur ekki ræktast úr íslenskum nautgripum nýlega. Stöku sinnum hafa komið upp sýkingar í fólki hér á landi án þess að skýring hafi fundist. Síðasta dæmið um sýkingar í fólki var sumarið 2010 en þá tilkynnti embætti sóttvarnalæknis um tvö tilfelli af völdum bakteríunnar. Ekki tókst að finna uppruna þeirra sýkinga. Við þurfum engu að síður að vera stöðugt á verði, enda erum við sífellt á ferð og flugi og útlendingarnir streyma til landsins sem aldrei fyrr. Okkur til bjargar er þó kalda veðráttan þrátt fyrir allt og nóg af hreinu vatni. Fátt er svo með öllu illt, að ei boðar gott. Þannig lít ég að minnsta kosti á mínar martraðir, meðan þær eru bara martraðir.

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · heilbrigðismál · Lífstíll · Stjórnmál og samfélag

Fimmtudagur 4.2.2016 - 10:51 - FB ummæli ()

Verðum að gera betur varðandi sýklalyfjaávísanir

syklalyf

Sýklalyfjanotkun 0-4 ára barna á Íslandi 1992-2014 og Svíþjoð 2007-2014.

 

Birti hér ritstjórnargrein mína í nýjasta hefti Læknablaðsins, febrúar 2016, Betur má ef duga skal, ásamt tveimur nýjum skýringarmyndum.

Ónauðsynleg sýklalyfjanotkun er talin eiga stærstu sök í hratt vaxandi sýklalyfjaónæmi meðal helstu sýkingavalda mannsins. Það er því mat Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar (WHO) að eitt af veigamestu verkefnum heilbrigðiskerfa heims sé að taka á þessum vanda (1). Notkun sýklalyfja í landbúnaði hefur síðan verið víða enn meiri en meðal manna (2). Tengsl milli sýklalyfjanotkunar og þróunar ónæmis er vel þekkt, m.a. með stökkbreytingum í erfðaefni í baktería sem fluttst geta á milli tegunda og síðan útbreiðslu ónæmu stofnana í þjóðfélaginu og á sjúkrahúsum á kostnað þeirra næmu. Auðvelt hefur verið að sjá slík tengsl hér á landi milli eins algengasta sýkingarvaldsins, lungnabólgubakteríunnar svokölluðu, Streptococcus pneumoniae, sem gjarna finnst í nefkoki barna og valdið getur erfiðum sýkingum, einkum miðeyrnabólgu, kinnholubólgusýkingu og lungnabólgu (3). Kraftaverkalyfið penicillín sem talið er hafa bjargað fleiri mannslífum en nokkurt annað lyf og lengt meðaldur í hinum vestræna heimi um meira en áratug, fékk því miður ekki lengi griðstað í aldingarðinum Eden eftir að það kom fyrst á markað fyrir rúmri hálfri öld. Sama sagan hefur síðan verið með flest önnur sýklalyf síðar og bakteríurnar orðið ónæmar fyrir þeim og engin ný öflug lyf í augsýn (1). Eins og segja má reyndar um flestar lífverur, aðlagast bakteríuflóran þannig breyttum umhverfisaðstæðum hverju sinni. Það er hinsvegar á valdi lækna að sjá til þess að spilla flórunni ekki um of, okkur öllum í hag síðar.

Síðastliðna tvo áratugi hefur verið markvist unnið að því hjá heilbrigðisyfirvöldum að draga úr óþarfa ávísunum lækna á sýklalyf, einkum til barna með væg sýkingareinkenni (3). Í slíkum tilfellum er að jafnaði um veirusýkingar að ræða þar sem sýklalyf koma að engu gagni eða þá vægar bakteríusýkingar sem líkaminn ræður í flestum tilvikum vel við (3). Þá er frekar hvatt til nánara eftirlits með sýkingareinkennum og ef þau versna. Þannig hefur víða verið hægt að komast hjá sýklalyfjagjöf í meirihluta tilvika víða erlendis, einkum meðal barna. Sýnt hefur verið fram á góðan árangur af slíkum aðgerðum hér á landi á ákveðnum landsvæðum yfir ákveðin tímabil. Í klínískum leiðbeiningum Embættis landlæknis er nánar nánar tiltekið um ábendingar fyrir sýklalyfjameðferð varðandi flestar algengustu sýkingarnar og fyrsta val lyfja. Þar er vert að hafa í huga enn eitt vandamálið hér á landi snýr einmitt að mikilli notkun breiðvirkra sýklalyfja á kostnað þeirra þröngvirku.

Í síðasta hefti Læknablaðsins var birt grein eftir Önnu Mjöll Matthíasdóttur og félaga um breytt viðhorf til sýklalyfjaávísana hjá íslenskum heimilis- og heilsugæslulæknum með tilliti til umræðunnar (4). Í niðurstöðum rannsóknarinnar má glöggt sjá að ákveðin vitundarvakning hefur átt sér stað um aukna árvekni gegn ónauðsynlegri sýklalyfjameðferð. Spyrja má sig þó af hverju gengið hafi svona illa að draga úr mikilli og oft óþarfa sýklalyfjanotkun hér á landi, á sama tíma og betur gengur hjá nágranaþjóðunum. Rannsóknir hafa sýnt að ávísanavenjur lækna á sýklalyf ráðast af mörgum þáttum öðrum en bara þekkingu læknis. Mikið vaktálag, styttri viðtalstímar, væntingar sjúklings, lyfjaauglýsingar og vinnubrögð kollega í sömu aðstæðum geta líka haft mikil áhrif á ákvörðun um lyfjaávísun eða ekki (5). Víða er undirmönnun í heilsugæslunni og vaktálag því mikið hér á landi, ekki síst á sjálfu höfuðborgarsvæðinu þar sem sýklalyfjanotkunin er mest.

Sem betur fer er sýklalyfjaónæmi alvarlegustu sýkingarvaldanna enn lítið hér á landi miðað við víða erlendis, enda landið frekar einangrað, þjóðin fámenn og almennt heilbrigði gott. Engu að síður höfum við fengið faraldra fjölónæmra pneumókokka á síðustu áratugum og sem náð hafa bólfestu í nefkoki hjá allt að 20% barna sem rekja má að hluta til mikillar sýklalyfjanotkunar meðal þeirra (3). Sýkingum fjölónæmra sýkingarvalda á sjúkrahúsum má einnig halda niðri með réttri notkun sýklalyfja og áherslu á hreinlæti og góðar smitsjúkdómavarnir. Varnarbarátta, þar sem sífellt meira hefur samt orðið að láta undan.

Ákveðnir algengir sýkingarvaldar á sjúkrahúsum erlendis eru orðnir í sumum tilvikum ónæmir fyrir öllum hugsanlegum sýklalyfjum sem til eru og því aðeins tímaspursmál hvenær slíkar sýkingar komi einnig upp hér á landi. Fjölgun ferðamanna, aukinn innflutningur á hverskonar hrávöru og tíð ferðalög landans erlendis geta flýtt þessari þróun bæði í samfélaginu og á sjúkrahúsunum. Nýjar bólusetningar gegn algengum sýklalyfjaónæmum bakteríustofnum í þjóðfélaginu, t.d. pneumókokkum, ættu líka að geta dregið að minnsta kosti tímabundið úr sýkingartíðni algengustu sýkinganna sem þeir valda og skapa okkur betra tækifæri til aðhaldsaðgerða. Það er þó alltaf á ábyrgð læknanna sjálfra að nota sýklalyfin af meiri kostgæfni en verið hefur og sporna þannig gegn þróuninni. Vandi lækna er því sá að bera hag sjúklingsins í huga, jafnhliða að viðhalda samfélagslegri ábyrgð á því sem kann að þróast á morgun.

image

Notkun sýklalyfja mæld í fjölda ávísana utan sjúkrahúsa 2010-2014 eftir aldurshópum (Embætti landlæknis, ágúst 2015)

enskur titill:   Icelandic doctors can do much better – to halt unnecessary antimicrobial prescriptions.

 

Heimildir:

1. Center for Disease dynamics, economics and policy 2015. The state of the world´s antibiotics 2015. CDDEP: Washington, D.C.

2. Sýklalyfjanotkun og sýklalyfjanæmi baktería í mönnum og dýrum á Íslandi 2013. Landspítali, Sóttvarnalæknir, Lyfjastofnun, Matvælastofnun. 2014.

3. Arason VASigurdsson JA. The problems of antibiotic overuse. Scand J Prim Health Care. 2010;28(2):6566.

4. Matthíasdóttir AM, Guðnason Þ, Halldórsson M, Haraldsson Á, Kristinsson KG. Breytt viðhorf til sýklalyfjaávísana hjá íslenskum heimili- og heilsugæslulæknum. Læknablaðið 2016;102: 27-31.

5. Petursson P. GPs’ reasons for “non-pharmacological” prescribing of antibiotics: A phenomenological study. Scand J Prim Health Care. 2005;23:120–5.

http://www.bbl.is/frettir/frettir/notkun-syklalyfja-i-landbunadi-tengist-einu-alvarlegasta-lydheilsuvandamali-samtimans/1407/

http://blog.dv.is/vilhjalmurari/2014/03/06/tollfrjals-innflutningur-a-syklalyfjatholnum-samfelagsmosum/

 

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag

Laugardagur 30.1.2016 - 14:04 - FB ummæli ()

Í misgóðri trú í nafni læknavísindanna

h9_onh_paolomacchiarini2

Paolo Macchiarini

 

Í kvöldfréttum RÚV í gærkvöldi hrukku sennilega margir við á landinu góða og fréttir bárust af meintum svikum og hættulegum vinnubrögðum ítalska skurðlæknisins Paolo Macchiarini á Karólínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi. Paolo þessi framkvæmdi fyrstu plastbarkaaðgerðina með meintri stofnfrumígræðslu í heiminum árið 2011 á erlendum nema við HÍ, Andemariam Teklesenbet Beyene og sendur var frá Íslandi vegna alvarlegs, en staðbundins krabbameins í barka og sem reynd hafði verið læknandi aðgerð á, á Landspítalanum 2009. Sú aðgerð gekk mjög illa en þó tókst að minnka æxlið og létta á öndunarveginum. Tveimur og hálfu ári eftir aðgerðina 2011 í Stokkhóli, lést Andemariam. Ekki er að fullu ljóst í dag hvenær mátti dæma þá aðgerð algjörlega misheppnaða. Paolo framkvæmdi hins vegar 7 aðrar svipaðar aðgerðir á næstu 3 árunum, meðal annars í Rússlandi á ungri móður með skaða á barka eftir bílslys löngu áður og þannig ekki með lífshótandi mein eða krabbamein að ræða og sem lifað hefði getað nánast eðlilegu lífi með miklu minni inngripum. Sú kona lést hins vegar af völdum plastbarkaaðgerðarinnar á innan við ári eftir stöðuga og erfiða baráttu við fylgikvilla. Af átta einstaklingum frá 2011-2014 eru nú allir dánir nema tveir og sem liggja fársjúkir á sjúkrastofnunum.

Sennilega treystum við flest læknavísindunum betur en flestum öðrum vísindum og oft meira erlendis við virtustu háskólasjúkrastofnanir heims og við höfum oft áður þurft að leita til. Þar sem siðfræðin á líka að liggja í öndvegi eins og hér heima og þar sem alltaf skal stefnt að gagni, bættri líðan og heilsu á fyrirliggjandi þekkingargrunni vísindanna. Þetta á við alla allar rannsóknir og meðferðir sem framkvæmdar eru á mönnum og sem læknar eru eiðssvarnir að fara eftir. Allra síst á að þegja yfir því sem miður fer og sem kostar getur þá óþarfan heilsuskaða, þjáningu og jafnvel ótímabæran dauðdaga fyrir aðra síðar og sem er m.a. nú tilefni nýrra frétta.

PIP málið fræga fyrir 4 árum skók heiminn sem mesta hneyksli læknavísindanna á seinni tímum. Um var að ræða falsaða lækningavöru, brjóstaimplönt í konur sem yfir 4000 konur höfðu undirgengist með aðgerð á upp undir áratug og sem sýndi sig tærast upp og leka miklu fyrr en önnur sambærileg implönt eða um 80% á innan við áratug og mörg strax á fyrstu árunum. Sem lak þá iðnaðarsílikoni í sogæðakerfi kvennanna sem jafnvel fór á flakk um líkamann og olli ómældri sýkingarhættu og ætingu, m.a. í rifjabilum í brjóstvegg. Yfir 400 íslenskar konur báru slíkan markaðsvarning í brjósti og sem vigtað gat um 1% líkamsþyngdarinnar. Þegar upp komst um svindlið erlendis var það rannsakað glæpamál. Málið var flókið og of umfangsmikið til að íslenska ríkið gæti staðið undir skuldbindingum við konurnar eða stutt þær í málsókn gegn framleiðanda og íslenskum læknum sem framkvæmt höfðu aðgerðirnar í góðri trú í upphafi. Jafnvel Persónuvernd hafnaði að landlæknir fengi upplýsingar um málið frá læknunum. Málið hefur síðan verið látið kyrrt liggja, en hópur íslensku kvennanna hafa farið í hópmálsókn gegn franska framleiðandanum og heilbrigðisyfirvöldum þar, eins og fleiri konur hafa gert víða erlendis.

Áður fyrr og ef til vill sumstaðar enn, eru gerðar tilraunir á mönnum sem ekki lúta siðmenntuðum lögum og sem kenndar eru þá við hið ómennska. Nasistar gerðu slíkar tilraunir á einstaklingum í þágu sinna hugsjóna, að „bætta“ kynræktun á sínum eigin kynstofni og til útrýmingar á öðrum sem og tilraunum í hernaðartilgangi. Á seinni tímum uppspretta vísindahryllingssaga og framtíðarsýnar á veröld sem flest okkar viljum ekki tilheyra í dag. Síðastliðnar 3 vikur hefur sænska ríkissjónvarpið STV1 sýnt heimildaþáttaröðina Experimenten í þáttaröðinni Dokumentinifrån undir stjórn fréttamannsins Bosse Lindquist. Frásögn sem er lyginn líkust, um lygar, falsanir og ómanneskjulegar tilraunir á mönnum þar sem mannslífum er jafnvel fórnað í nafni læknavísindanna, meðal annars við einn virtasta háskóla og læknavísindastofnun heims, Karolínska sjúkrahúsið í Stokkhólmi. Saga sem nær rúm fimm ár aftur í tímann og sem teygir nú anga sína til Íslands, þaðan sem leitað var eftir lækningu í góðri trú. Þar sem ekki er allt þó sem sýndist við fyrst sýn fyrst eftir aðgerðina og sem kemur vel fram í þáttaröðinni með myndum og frásögnum frá Íslandi. Þar sem stefnt var að varanlegri lækningu en ekki aðeins líknandi meðferð. Þar sem Karólínska vísindastofnunin sjálf vill nú hvítþvo hendur sínar sem mest af ábyrgð rannsóknar/tilraunar og framkvæmd var á Karólínska sjúkrahúsinu, en ekki vísindastofnunni sjálfri. Árangur af aðgerðinni sjálfri birtist engu að síður í þeirra nafni í einu virtasta vísindalæknisfræðitímariti heims, The Lancet, aðeins tæplega hálfu ári eftiraðgerðina og sem sérstaklega sneri að fyrsta sjúklinginum frá Íslandi.

Eins og raunveruleikinn birtist á skjánum með ítarlegum viðtölum við marga hlutaðeigandi og þá sérstaklega við sjálfa sjúklingana, urðu þeir sjúku fórnarlömb fáfræðinnar og „geðveikislegum“ metnaði Paolo Macchiarinis skurðlæknis. Ekki bara á Karólínska sjúkrahúsinu heldur líka t.d. í Rússlandi þar  sem hann ígræddi plastbarka með áætlaðri stofnfrumuþekjun, en sem engin reyndist vera þegar betur var að gáð nokkrum vikum eftir aðgerðirnar. Aðgerðir sem voru í raun dæmdar til að mistakast allar sem slíkar og sem framkvæmdar voru með svipaðri aðferðafræði. Undir þrýstingi að viðkomandi sjúklingar væru við dauðans dyr og án fyrri nauðsynlegra rannsókna á dýrum og sem gefið hafði samt verið í skyn í flestum tilfellunum. Í engu samræmi þá við raunverulegar væntingar sjúklings og sem leiddi til ótímabærra þjáninga og dauða sem líklega hefði mátt koma í veg fyrir eða seinka með hefðbundum meðferðum. Þannig var um að ræða endurteknar aðgerðir löngu eftir að ljóst mátti vera að um um glataðan árangur væri að ræða strax eftir fyrstu aðgerðina og sem byggðist á falsspám. Lífshættulegar skurðaðgerðir engu að síður sem sagt var vera í nafni vísinda og tímamótaframfara og fengu óskipta athygli heimspressunar og í læknatímaritum. Undir nafni vísinda og tímamóta stofnfrumu-gervilíffæramöguleika m.a. á Íslandi rúmu ári eftir aðgerðina á Andemariam hjá Háskóla Íslands.

Rannsóknaniðurstöður fyrstu aðgerðarinnar fengust eins og áður segir birtar í The Lancet (lok árs 2011), aðeins tæpu hálfu ári eftir aðgerðina í júni 2011. Þrátt fyrir ásakanir lækna sem fylgst höfðu með af hliðarlínunni á Karólínskasjúkrahúsinu fyrir ári síðan um fölsuð rannsóknargögn, sérstakega er varðaði undirbúning og afleiðingar aðgerðarinnar, leiddi endurskoðun hjá Karólínsku vísindastofnunni sjálfri að kröfu The Lancet, að aðeins væri um galla á framsetningu vísindagagna að ræða en ekki vísindagildi vísindagreinarinnar sem slíkrar. Málið er hins vegar nú allt til endurskoðunar eftir sýningu heimildamyndaþáttaraðarinnar áðurnefndu sl. 3 vikur og sem stjórnað var af einum fréttamanni. Rektor Karólínsku vísinda stofnunarinnar, Anders Hamsten, varðist fyrst frétta í lok vikunnar, en misbýður nú í dag upplýsingarnar er fram koma í sjónvarpsefninu, sérstaklega er varðar afdrif sjúklinganna og áður óþekktar aðgerðir í Rússlandi og sem stofnunin vissi þó um síðan í sumar.

Paolo er ennþá starfsmaður Karólínsku vísindastofnunarinnar, en þar sem staða hans verður nú endurskoðuð ásamt öllu sem viðkemur störfum hans við stofnunina frá upphafi (2010). Hamsten rektor bendir þó meira á ábyrgð sjúkrahússins sjálfs í þessu öllu saman, sérstaklega er varðar læknismeðferðina og eftirfylgni. Hann hefur þó strax lofað bót og betrun á verkferlum innanhúss, ekki síst er varðar siðfræðilega þætti málsins og þar sem virðast margar alvarlegar brotalamir. Tilraunir á mannfólki, án fyrri nauðsynlegra rannsókna m.a. á dýrum og í raun sannreynds vísindagrunnsþekkingar á stofnfrumuígræðslu á plastbarka og sem leiddi til ófara, kvala og ótímabærs dauðdaga. Mál sem nú er jafnframt til rannsóknar hjá sænska ákæruvaldinu sem glæpamál og alls óvíst hvernig stjórn og ábyrgð Karólínsku vísindastofnunarinnar og sjúkrahússins veður háttað í framtíðinni og sem meðal annars velur Nobelsverðlaunahafann í læknisfræði ár hvert.

En sjón er sögu ríkari í þáttaröðinni Experimenten og sem er mikið er sagt frá fréttum erlendis, en minna hér heima þar til í gærkvöldi á RÚV. Þrátt fyrir ítarlega umfjöllun áður og allt leit vel út á yfirborðinu fyrst eftir aðgerðina og heimsklassa vísindatímaritsgrein í hinu virta læknatímariti The Lancet. Eins tengt málþingi Læknadeildar HÍ 2012 þegar ár var liðið frá aðgerinni á Andemariam og flestir sem hlut áttu að máli mættu til Íslands til að halda upp á tímamótin, einu og hálfu ári áður en Andemariam síðan dó í Svíþjóð. Eins líka reyndar þegar reynt var að útskýra hlut íslensku læknana sjálfra sl. haust í Kastljósi RÚV eftir að grunsemdir vöknuðu um misferli á hinni umdeildu vísindagrein í The Lancet og sem þarf nú aftur algjörrar endurskoðunar á til að hún standist kröfur í læknatímarit yfir höfuð.

 

http://www.svt.se/dokument-inifran/experimenten-stjarnkirurgen

http://www.dagensmedicin.se/artiklar/2016/01/29/vi-onskar-att-karolinska-klargor-sitt-agerande-i-relation-till-sista-halmstraets-praxislosning/

http://sverigesradio.se/sida/artikel.aspx?programid=406&artikel=6356459 

http://www.lakartidningen.se/Opinion/Debatt/2016/01/Karolinska–etikens-Tjernobyl/

http://www.sciencemag.org/news/2016/01/karolinska-institute-may-reopen-ethics-inquiry-work-pioneering-surgeon 

http://www.svt.se/nyheter/inrikes/oberoende-granskare-av-hela-karolinska-vore-bast 

http://www.vk.se/1628116/minister-kan-skada-sveriges-rykte 

http://www.svd.se/historien-om-ki-kirurgen-har-bara-borjat/i/senaste

 

 

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · heilbrigðismál · Menning og listir · Stjórnmál og samfélag

Laugardagur 23.1.2016 - 08:05 - FB ummæli ()

Af hverju ekki mikið betri Landspítala á betri stað fyrir minna fé ???

Kalnes

Nýja Kalnes sjúkrahúsið í Noregi sem tók 5 ár í byggingu og sem er álíka stór og Nýji Landspítalinn þarf að vera. Heildarkostnaður var um 100 milljarðar á árunum 2010-2015. Hilleröd sjúkrahúsið nýja á Norður-Sjálandi í Danmörku og sem reist verður 2015-2020 kostar fullbúið og innréttað 80 milljarða ísl króna og sem er einnig álika stórt (140.000 fm2). Svipað gæti þetta t.d. litið út á Vífilstöðum.

 

Nú er Alþingi loks komið aftur saman eftir langt jólafrí til að ræða mikilvægustu málefni þjóðfélagsins. Á sama tíma hefur Kári Stefánsson, læknir stofnað til undirskriftarlista, endurreisn.is sem hátt í 20.000 manns hafa þegar skrifað undir á tæpum sólarhring og þar sem skorað er á alþingi að auka fjárframlög sem hluta þjóðartekna til fjársvelts heilbrigðiskerfisins um árabil. Fjárhæðir sem myndu nema um 2% þjóðarteknanna og samsvarar þá rúmlega 30 milljörðum króna á ári í dag. Enn það má líka fara mikið betur með peningana sem leggja á í heilbrigðiskerfið á komandi árum og stefnt er að, m.a. á dýrustu ríkisframkvæmd sögunnar, nýjum Landspítla sem fyrirhugað er að byggja á gömlu Hringbrautarlóðinni, svo að segja í gamla miðbæ Reykjavíkur og sem á sér allt aðra sögu!

Frá því sl. sumar hefur krafa almennings um endurskoðun á staðarvali Nýs Landspítala við Hringbraut stöðugt orðið háværari, þrátt fyrir fyrri ákvörðun Alþingis að hefja skuli framkvæmdir á gömlu Hringbrautarlóðinni. Heilbrigðisráðherra segir sig bundinn af þeirri ákvörðun og sem hann tók sjálfur þátt í að móta ásamt stjórnendum spítalans á sl. áratug og eftir endurskoðun sérskipaðrar fasteignanefndar ríkisins um málið og skilaði lokaáliti haustið 2008. Eftir tveggja ára nefndarvinnu og sem hefur verið mikið gagnrýnd, í raun bara byggð á sömu forsendum og borgarskipulagi sem menn gáfu sér í upphafi aldarinnar. Gagnrýni hefur hins vegar komið fram í allan vetur um þöggunina sem ríkt hefur um allt málið innan heilbrigðiskerfisins sjálfs. Í raun allt frá ákvörðun um sameiningu spítalana frá aldarmótum og þar sem í raun aldrei verið hleypt af stað opinberri gagnrýnni umræðu um staðarval hins nýja spítala. Þar á meðal starfsmanna gömlu sjúkrahúsanna og sem glöggt þekkja til málsins og minnsta umræða jafnvel talin lífshættuleg vegan tafa sem kynnu að hjótast af. Vissir arkitektar og skipulagsfræðingar hafa líka lengi látið sig málið varða og gagnrýnt harðlega byggingaráformin við Hringbraut. Talið þau algjört skipulagsklúður en þar sem líka mikil þöggun hefur ríkt vegna hagsmunatengsla í byggingariðnaðinum.

Sl. sumar varð til sterk vakning meðal almennings og fagfólks og þegar glögg sást í hvað stefndi m.a. með Samtökum um betri spítala á betri stað. Skoðanakannanir sýndu gríðamikla andstöðu með ákvörðun stjórnvalda. Samtökin hafa haldið uppi fésbókarsíðu og staðið fyrir kynningum. Rúmlega 7000 manns hafa líkað við síðuna og sem á miklum vinsældum að fangna í lestri meðal almennings og sem jafnast á við lestur vinsælustu dagblaða landsins. Margar greinar hafa verið skrifaðar um málið og mikill gagnagrunnur orðið til í röksemdafærslum sem mæla allar eindregið gegn staðsetningu spítalans við Hringbraut. Samtökin vilja þó fyrst og fremst að málið verði endurskoðað frá grunni og skorað á Alþingi að endurskoða sínar fyrri ákvarðanir. Ákvarðanir sem eru sennilega mest tilkomnar af upplýsingaskorti í upphafi og á seinni stigum málsins.

02-landspitali-1af[1]

Fyrirhugaðar byggingar á Nýjum Landspítala við Hringbraut (verklok áætluð 2023-2026)

 

Ráðmenn hafa neitað að hlusta og yfirfara rök fyrir heildarendurskoðun og saka samtökin, fræðimenn og jafnvel Hagfræðistofnum HÍ um rangfærslur og ósannyndi. Þau keppa hins vegar við tímann eins og þau eigi lífið sjálft að leysa (sem væru þá fyrst og fremst pólitísk) og reyna að hraða byrjunarframkvæmdum eins og hægt er. T.d.  með byggingu sjúkrahótels, með sprengingum og látum sem varu munu í Þingholtunum næstu 2-3 árin. Að þegar sé hvort sem er of seint sé að endurskoða málið! Legudeildir bráðvantar hins vegar og sem leysa hefði mátt strax með sama fjármagni og lagt er til í sjúkrahótelið, t.d. með byggingu einnar legudeildarálmu í Fossvogi og sem til hefur verið á teikningum þar lengi. Úr því sem komið er og ekki mátti endurskoða málið strax í haust, e.t.v. nú með lágmarksbreytingum strax á byggingu sjúkrahótelsins á Hringbrautarlóðinni fyrir legudeild, en sem verður alls ekki eins vel staðsett og ef hún væri tengd öldrunardeildinni í Fossvogi næsta áratuginn. Fráflæðisvandi aldraða er enda stærsti vandi Landspítalans í dag og sem stöðugt í fréttum. Aðflæðisvandinn sem einnig er mikill verður síðan ekki leystur nema með stórkostlegri eflingu heilsugæslunnar og sem hefur búið við viðvarandi fjársvelti allt frá hruni, hvort sem það verður nú Kára að þakka eða einhverjum öðrum í framtíðinni.

Undirbúningur og framkvæmdir á Hringbraut hafa þegar kostað um 3 milljarða króna, en sem auðvitað eru þegar glataðir peningar ef annar kostur reynist miklu betri og hagkvæmari þegar til lengri tíma er litið og samtökin SBSBS hafa margsinnis bent á. Á nýframkvæmd þjóðarsjúkrahúss sem standa á fram á næstu öld og skiptir heilbrigðiskerfið og okkur öll mestu máli þegar mestrar hjálpar er þörf. Fyrir veikustu og mest slösuðu sjúklingana og aðstandendur, sem og minna veika þar sem rétt greining og meðferð skiptir öllu máli fyrir framtíðina. Framkvæmd sem áætlað er að sé dýrasta ríkisframkvæmd sögunnar og langtímafjárfesting í heilbrigðiskerfinu upp á allt að 100 milljarða króna. Hvernig sem hún er reiknuð og sem væri grátlegt að þurfa að endurskoða frá algjörlega frá gruni á næsta áratug vegna fyrirsjáanlegra mistaka strax í dag en ekki virðist mega endurskoða. Af þessum ástæðum vil ég rifja upp helstu staðreyndirnar varðandi samanburðinn á núverandi framkvæmdum og áformum og framkvæmdum á hugsanlega mikið betri stað (SBSBS). Alþingi er annars með boltann og ef þessi „leikur“ klúðrast áfram í höndunum á þeim án endurskoðunar er víst að boltinn sá verði eitt af heitustu málunum í næstu alþingiskosningum og þegar þjóðin gefur núverandi stjórnmálamönnum lokadóm fyrir framistöðu sína. Hverjum og einum fyrir frammistöðu sína á yfirstandandi kjörtímabili. Ákvörðun sem Alþingi tók ef til vill í góðri trúi en sem meirihluti landsmanna virðist nú hundóánægður með. Þokkaleg þjóðargjöf það og þar sem endalaust virðist auk þess farið út fyrir hliðarlínurarnar á sjálfum heimaleikvellinum er varðar framtíðarfjármögnun, eins og í feluleik fyrir staðreyndunum og dómaranum, sjálfri þjóðinni.

Öll rök fyrir neðantöldum atriðum 1 – 7 má finna í ótal greinum sem skrifaðar hafa verið um málið og birtar opinberlega sl. mánuði og sannarlega er  vert að rifja upp. Til að opinberir aðilar geti nú a.m.k. farið að svara fyrir sig  (þögnin þar kannski frekar lífhættulega):

1) Framkvæmdir á besta hugsanlegum stað kostar þjóðarbúið allt að 100 milljörðum minna næstu hálfa öldina ef allt er talið með og byggingaráformin nú við Hringbraut gera ráð fyrir. Söluhagnaður eldri bygginga við Hringbraut og í Fossvogi, hagkvæmari byggingamáti og síðan hagkvæmari rekstur spítala á betri stað, að mestu undir einu þaki, skýrir þennan mun og miðað við árlegar fjárveitingar til Landspítalans í dag (um 60 milljarða króna á ári). Framkvæmd á besta stað gæti þá staðið undir lántökukostnaði og gott betur, en ekki við Hringbrautina.

2) Endurnýjunarkostnaður á tæplega 60.000 fermetrum í eldra húsnæði er stórkostlega vanáætlaður í dag á Hringbraut (um 110.000 krónur á fm2) og sem er reiknaður aðeins um fimmtungur af nýbyggingakostnaði þrátt fyrir að vera meira eða minna ónýtt húsnæði og heilsuspillandi. Slíkar breitingar eru þó ekki fyrirhugaðar næstu árin meðan á nýbyggingum stendur (til 2023) og þurfa sjúklingar og starfsfólk að sætta sig á meðan við heilsuspillandi umhverfi og myglu. Breytingar á lagnakerfi miðbæjarins og byggingar umferðamannvirka er ekki fullreiknaður í dag. Áætla má að nauðsynlegt nýtt skólplagnakerfi eitt og sér fyrir spítalann og sem þarf að vera aðskilið almenningsskólpkerfinu með sótthreinsistöð verði mikið dýrara að koma fyrir í gamla miðbænum. 

3) Tryggja má nýjum spítala á betri stað nóg rými til stækkunarmöguleika í framtíðinni, m.a. vegna meiri íbúafjölda en reiknað er með í dag og hratt vaxandi þörf heilbrigðisþjónustu vegna ferðamannastraumsins til landsins og sem á eftir að aukast mikið. Eins fyrir byggingar í nátengdri starfsemi svo sem fyrir nám heilbrigðisstétta, vísindastarfsemi, líf- og lyfjaiðnað. Hanna má um leið sjúklingavænni spítala (samanber nýja Hilleröd spítalann í Danmörku) að þörfum samtímans í dag og framtíðarinnar, ekki síst með tilliti til sóttvarna og sál- of félagslegra þátta. Mikill misskilningur fellst í þeirri staðreynd að aðalbygging HÍ þurfi a vera í göngufæri frá spítalanum.

4) Tryggja má öruggari sjúkraflutninga og örugga aðkomu sjúkraþyrluflugs á betri stað og sem á eftir að stóraukast í framtíðinni. Aðstaða sem verður alls ófullnægjandi á Hringibrautarlóðinni og sem kosta mun þar að auki tugi milljarða króna aukalega að útfæra og reka (stærri og mikið dýrari þyrlur). Bráðasjúkrahús landsins þá þannig með ófullnægjandi aðgengi frá láði, lofti og legi, svo ekki sé talað um ef Reykjavíkurflugvöllur verður látinn fara í náinni framtíð og stefnt virðist að hjá borginni.

5) Framkvæmdir á besta stað á opnu svæði má klára á 5-7 árum eftir 1-2 ára undirbúningstíma eins og reyndslan er nú víða erlendis og þannig jafnvel á undan áætluðum lokum nú við nýbyggingar á þröngu Hringbrautarlóðinni (2023-26) og sem mun auk þess skaða mikið starfsemi sem þar er fyrir og valda miklu ónæði fyrir sjúklinga og strfsfólk á byggingatíma.

6) Tryggja má öruggara og betra aðgengi sjúklinga, náms- og starfsfólks af höfuðborgarsvæðinu öllu með minni tilkostnaði í akstri og byggingu umferðamannvirkja (áætlað um 9000 ferðir á dag) enda helstu umferðarásar í dag þegar staðsettir mikið austar í borginni. 

7) Byggingaframkvæmdirnar nú á Hringbraut eru andstæðar þeirri meginhugsun að þétta aðra íbúakjarna höfuðborgarsvæðins og dreifa atvinnustarfsemi í aðra bæjarhluta til fólksins sem mest. Sjúkrahús á besta stað jafnar hins vegar aðgengi íbúa höfuðborgarsvæðisins að stærsta vinnustað landsins. Staðsetning sem liggur mikið austar en nú er í gamla miðbæ Reykjavíkur og sem ekki á að vera sérhagsmunamál Reykjavíkurborgar einnar, sér í lagi 101-102 Reykjavíkur.

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag

Þriðjudagur 19.1.2016 - 20:00 - FB ummæli ()

Kynsjúkdómafárin og tárin í dag

kynsjukdomarÁ árinu 2015 greindust 1718 tilfelli af klamydíu sem er sennilega heimsmet miðað við íbúafjölda. Þá greindust 37 tilfelli af lekanda og er mjög mikil aukning á sl. 2 árum og fram kemur í nýjum Farsóttafréttum Landlæknis. Flestir kynsjúkdómarnir fara hins vegar huldu höfði þótt að allt að fjórðungur kvenna um tvítugt hafi einhvern kynsjúkdóm.

Fyrir öld síðan var sjötta hvert barn óskilgetið á Íslandi. Fjöldi lekandatilfella sem greindust árið 1914 voru 235 og sárasóttartilfellin 40. Í þá daga voru ungir ungir menn hvattir til að lesa handbækur um það hvernig þeir ættu að hegða sér gagnvart hinu kyninu, ekki síst áður en þeir lögðu út í hinn stóra heim og sagt var frá í kverinu hans Steingríms Matthíassonar læknis, Freyjukettir og Freyjufár. Í dag er öldin hins vegar önnur og heimurinn minni. Menn trúa ekki lengur á boðskap fornsagnanna eða gildi handbóka fyrir unga menn, heldur á mátt læknavísindanna sem bjarga á öllu eftir á. Þegar gildi forvarna, smitvarna og bólusetninga skipta í raun mestu máli.

Sl. vetur fjallaði ég hins vegar um uggvænlega þróun krabbameina meðal ungs fólks af völdum HPV veirunnar (human papilloma virus) og sem sumir telja að eigi eftir að valda sprengingu í fjölda tilfella krabbameina á kynfærum og í hálsi karla í náinni framtíð. Allt eru þetta hins vegar smitsjúkdómar sem læðast oft í skjóli myrkurs og tengist kynhegðun okkar í nútímasamfélagi. Sumt sem minnir óþægilega á mannkynssöguna áður og frásagnir af Sódómu hinni forboðnu og aðdraganda að hruni Rómaveldis til forna. Í dag ískaldar staðreyndir nútímans á norðurhjara veraldar, faraldrar kynsjúkdóma sem eru að sum leiti villtari og illviðráðanlegri en Freyjukettirnir voru áður.

Eftir mörg góð ár upp úr miðri síðustu öld og þegar kynsjúkdómalæknar höfðu minna að gera, brast HIV faraldurinn út. Nú tveimur áratugum síðar, hefur tíðnin lekanda verið á hraðri uppleið og greinast um 200 tilfelli árlega í Bandaríkjunum á hverja 100.000 íbúa og sem myndi samsvara um 600 tilfellum á Íslandi á ári. Eins hefur hin illvíga sárasótt, sótt mikið í sig veðrið víða um heim, t.d. 30 faldast í tíðni í Kína á aðeins einum áratug. Sambærilegar tíðnitölur við Bandaríkin í dag eru um tuttugu einstaklingar á ári, þar af nokkur í hópi nýfæddra barna. Þar sem einkenni lekanda og sárasóttar koma fyrst fram í slímhúðum kynfæra, munnhols og augna, en síðan út um allan líkamann, jafnvel í sjálfu miðtaugakerfinu.

HPV tengdar sýkingar er algengast kynsjúkdómurinn og sem yfir 80% kvenna smitast af að lokum og sem valdið geta frumubreytingum í allt að 3% tilvika og sem einnig valda svokölluðum kynfæravörtunum. Sem betur fer var farið að bólusetja grunnskólastúlkur gegn algengust HPV-stofnunum sem valdið geta krabbameini árið 2011. En því miður aðeins þær yngstu og ekki drengina. Allt að 20% ungs fólks á Íslandi smitast síðan í dag af Klamedíu og margir af kynfæraáblæstri  (Herpes 2 og varaáblástur á kynfærum, Herpes 1).

Hugafarsbreytingu þarf hjá þjóðinni til að ásættanlegur árangur náist í glímunni við kynsjúkdómana. Kynlíf þarf auðvitað að vera ábyrgt eins og öll önnur hegðun og stórauka þarf því fræðslu meðal ungs fólks um kynsjúkdóma og kynheilbrigði. Herða þarf aftur áróðurinn fyrir notkun smokka sem ættu að vera ókeypis og miklu aðgengilegri en þeir eru í dag. Bjóða ætti öllu ungu fólki ókeypis upp á þær bólusetningar sem öllu máli skipta í vörnum gegn HPV-tengdum krabbameinum unga fólksins. Sannarlega kominn tími á betri vitundarvakningu um öll þessi sár, fár og tár.

http://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item28495/Farsottafrettir_jan.2016.pdf

http://www.visir.is/mikil-haetta-a-lekandafaraldri/article/2014140319101

http://blog.dv.is/vilhjalmurari/2014/03/20/eitt-algengasta-krabbameinid-okkar-er-kynsjukdomur/

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Lífstíll

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn