. Sjörnuarkitektinn Daniel Libeskind hefur hannað viðbyggingu við gamla stríðsminjasafnið í Dresden í Þýskalandi. Safnið opnar endurnýjað þann 14. október næstkomandi eftir að hafa verið lokað í 22 ár. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum skemmir stjörnuarkitektinn freklega fallega symetríu gamla hússins. En symetrían var einmitt helsti styrkleiki þess og einkenni. Libeskind reynir að […]
. Flestir þeirra sem hafa kynnt sér menningarstefnu menntamálaráðuneytisins í mannvirkjagerð telja að nýtt deiliskipulag Landspítalans við Hringbraut sé ekki í samræmi við stefnuna. Um þetta eru þeir sem vinna að tillögugerðinni ekki sammála af eðlilegum ástæðum. Ef stefnan er skoðuð og fyrirliggjandi drög að deiliskipulagi Landspítalans á sunnanverðu Skólavörðuholti borin saman við hana […]
Þótt byggingalistin sé ómflýjanlegust allra listgreina er lítið um hana fjallað hvort sem litið er til skólakefisins, prentmiðla, ljósvakamiðla eða almennrar umræðu. Einar E. Sæmundsen landslagsarkitekt FÍLA, hefur sent síðunni eftirfarandi pistil þar sem hann kallar eftir því að skrifuð verði sagan um hvernig Íslendingar hafi komið sér fyrir hér á landi um aldirnar. Einar spyr; Af […]
. Fyrir 25-30 árum voru skipulögð íbúðahverfi í Reykjavík þar sem manneskjan var sett í fókus. Ég nefni dæmi um Suðurhlíðar sem eru milli Kringlumýrarbrautar og Fossvogskirkjugarðs. Síðar var eitt skipulag í sama anda gert í framhaldi af deiliskipulagssamkeppni. Það var á svokölluðum BÚR reit vestur í bæ þar sem nú heitir Aflagrandi. Deiliskipulögin miðuðu […]
Helsti örlagavaldur húsa á braut frægðarinnar er ekki hvað þau líta vel út heldur hversu vel þau myndast, hversu „fótogen“ þau eru. Tónlistarhúsið Harpa er “fótogen” og það er rúmt um hana. Það sér maður á þeim fjölda mynda af húsinu sem verða á vegi manns. Harpan er sýnd í misjöfnu ljósi og sýnir á […]
. Siðastliðinn þriðjudag boðuðu íbúasamtök í Miðborg og Hlíðum, Holtum og Norðurmýri til opins íbúafundar um Nýjan Landspítala. Guðlaugur Gauti Jónsson arkitekt, sem sat fundinn, hefur sent síðunni eftirfarandi pistil til birtingar þar sem hann fjallar um fundinn. Guðlaugur Gauti skrifar: Yfir 100 manns mættu á kynningarfund um væntanlega uppbyggingu á Landspítalalóð sem Íbúasamtök í […]
. Að ofan gefur að líta skemmtilega kvikmynd frá Kaupmannahöfn sem sýnir götulíf sem alla dreymir um. Þarna fer fólk um í sporvögnum eða gangandi og hjólandi. Bíllinn er víkjandi fyrir reiðhjólum og gangandi. Þarna sjást læknar og lögfræðingar hjólandi ásamt ástföngnum sem leiðast meðan þau hjóla. Höfnin er full af lífi. Sjómennirnir koma […]
Nýlega kom út tímaritið ARKITEKTÚR sem gefið er út af Arkitektafélagi Íslands og Félagi Íslenskra Landslagsarkitekta. Að þessu sinni er sjónum beint að ferðamannastöðum á Íslandi þar sem einkum er litið aðbúnaðs og aðstöðu til þess að taka á móti fólki. Þá er fjallað um nokkrar glæsilegar nýbyggingar svo sem sundlaugina á Hofsósi, Menningarhúsið Hof […]
. Það er megintilgangur þessarar vefsíðu að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðum um efnið. Í samræmi við það er hér minnt á opinn fund í Ráðhúsi Reykjavíkur kl. 20.00 í kvöld um Nýjan Landsspítala. Þetta verður vonandi fróðlegur fundur þar sem aðstandendum deiliskipulagsins tekst að sannfæra fundarmenn um […]
Flest hús hafa eitthvað í sér sem er einstakt. Það er demanturinn í húsinu. Stundum er hann stór og stundum er hann svo lítill að enginn tekur eftir honum. Þetta er eins og með fólk. Allir hafa eitthvað til brunns að bera þó þeir finni ekki alltaf fjölina sína. Á Hótel Loftleiðum, þar sem […]